Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 40

Teningur - 01.04.1986, Blaðsíða 40
Gísli Sigurðsson ”Ég að öllum háska hlæ“ - eða hvað? Um hugmyndir í bók Péturs Gunnarssonar, SAGAN ÖLL Sagan öll er í sjö hlutum. í fyrsta, þriðja, fimmta og sjötta hluta er saga Andra og Bylgju rakin til enda. Þess á milli fer annarri sögu fram. Þar kynnumst við minnislausum sagnfræðingi, Guðmundi Andra, sem er einhvers konar fyrir- eða eftirmynd þess Andra sem hvað mestar sögur hafa farið af til þessa. Sagt er frá Andra og Bylgju í 3. per- sónu en Guðmundur Andri fær að lýsa sér og sínum með eigin orðum. í upphafi bókar eru Andri og Bylgja að bjarga heiminum með róttækum í Kaup- mannahöfn. Næst hittum við þau á puttaferðalagi til Indlands en í Istanbúl kemst upp um óléttu Bylgju og ekki um annað að ræða en snúa við. I fimmta hluta reyna þau fóstureyðingu án árang- urs, eignast bam og stíga inn í annan heim, skilja við róttæka og byggja upp sína einkatilveru í Kaupmannahöfn, ut- an við mannlífið nema hvað blaðaúr- klippur af íslandi þekja veggi. I lokaþætti Andra sögu mæta þau Bylgja til leiks á íslandi og reyna hvað þau geta að vera eins og ætlast er til, leita sér að íbúð og vinnu og enda sem kennarar úti á landi. I hugsunarleysi brjóta þau regl- urnar sem heildin krefst að sé fylgt og kerfið hafnar þeim. Andri er sendur í lögreglufylgd til Reykjavíkur þar sem hann deyr íslenskum bókmenntum, hlæjandi í lendingunm, við undirleik gleðistefsins ,,úr Níundu Beethovens" (204). Guðmundur Andri situr heima við og lýsir umhverfi sínu, viðskiptum við son- inn Hring, konuna Bylgju og foreldra sína, Harald og Ástu. Hans aðaliðja er að ,,fálma með pennanum um fortíðina og skrifa hjá.. .(sér) minnisverð atvik um leið og þau líða hjá.“ (28-9) Þessi upp- rifjun er fléttuð saman við sögu af nú- tímanum þannig að minningamar kvikna af orðum, athöfnum og stöðum. Lesandinn ferðast því fram og aftur í tíma og byggir smám saman upp mynd af Guðmundi Andra og hans fólki. Spurningar vakna um tíma, samsetningu mannsins og þroskaferil. Hvað skapar manninn, hvað gerir okkur að því sem við emm, emm við eitthvað annað en safn til sögu okkar sjálfra? I núinu er ekkert nema það sem við höfum safnað að okkur á mislangri ævi. Bömin ein geta skapað heiminn jafnóðum, látið núið hfna og spáð í framtíðina. Við hin látum okkur nægja að h'ða um ranghala fortíðar til að kynnast sjálfum okkur og verða vitni að endurtekningu alls sem er, hliðstæðum og andstæðum, hringrás lífs- ins undir margs konar sjónarhomum. Hér er maðurinn á brennideph, maður- inn andspænis alheiminum, maðurinn andspænis sjálfum sér og ekki nema von að mann sundli yfir þeim víddum sem blasa við á síðum bókar sem lætur lítið yfir sér og virðist segja frá hversdagsíeg- um hlutum. Var svo einhver að segja að íslenska nútímahöfunda skorti metnað til að takast á við vanda Mannsins og skrifuðu ekki nema minningabækur? Fortíð og tími Guðmundur Andri er samansettur úr eigin fortíð, minningabrotum sem hann eyðir tíma sínum í að halda til haga og rifja upp til að öðlast tilveru- rétt: Ef ég glataði þessum minnisbókum myndi ævi mín þurrkast út sem þeim nemur. (29). Það sem er skráð, lifir og gerist aftur og aftur (266-7). Dauði manns felst í því einu að það bætist ekkert við: Eins og leikarar sem halda áfram í útvarpsleikritum þótt þeir deyi. Bæta að vísu ekki nýjum rullum við. (128) Til að nútíðin lifni og öðlist merkingu verður að taka mið af því sem á undan er gengið. Hér má taka dæmi af pípulagn- ingamanni sem kemur að setja upp vask hjá Guðmundi Andra, tekur umsvifa- laust völdin á heimiiinu og leggst á gólfið með sín tól. Guðmundur Andri lýsir honum með vasaljósi og verður hugsað til að þetta sé: Oneitanlega óvenjuleg stelling á blá- ókunnugum mönnum ef ekki er hafð- ur í huga formálinn. (41) Fjarlægð píparans kemur fram í lýsingu á honum, lesandinn sér hann bara sem fígúru utan frá, sem líkama en ekki per- sónu: Eg virði hann fyrir mér þar sem hann skeiðar á undan mér niður stigana. Undarlega sjálfstæð kúluístra. Út- skeifur og lyftir löppunum sérkenni- lega hátt, meðvitaður og einbeittur 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.