Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 41

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 41
BRETASÖGUR / 39 SNÆBJÖRN ARNGRÍMSSON KAZUO ISfflGURO Sá enski rithöfundur sem hvað mesta alþjóðlega athygli hefur vakið undan- farin tvö til þrjú ár er Kazuo Ishiguro. Hann er fæddur árið 1954 í japön- sku borginni Nagasagi, þeirri sömu og fékk himnasendinguna amerísku í lok heimstyrjaldarinnar síðari. Þegar Ishiguro var sex ára gamall fluttist hann með japönskum foreldrum sínum frá Japan til Englands. Ishi- guro hefur búið í Englandi síðan. Hann lítur því á sig sig sem enskan rithöfund enda menntaður í Englandi og hefur gleymt móðurmáli sínu jap- önsku. Hann hefur ekki komið til Japans frá því hann flutti. Ishiguro er þó enn undir sterkum áhrifum af jap- anskri menningu og örlögum japön- sku þjóðarinnar eftir heimstyrjöld. Skáldsögur hans fjalla oft um það hvað felst í því að vera Japani. Meira að segja í nýjustu bók sinni þar sem enginn Japani kemur við sögu er þetta viðfangsefni tekið fyrir. Hann fjallar um þá sekt og skömm sem er innbyggð í þjónustulundina, hollust- una og í hefðina. Persónur hans sem leggja of mikla áherslu á þessa þætti líða skömm og þjást af sektarkennd. En hvaðan koma þessi japönsku áhrif inn í skrif skáldsins? Uppeldi Ishiguros hjá japönskum foreldrum hefur þar mikið að segja, en Ishiguro sjálfur segir að áhrifin komi nærri ein- göngu frá japönskum kvikmyndum, sérstaklega myndum Kurosawa og Yasujiro Ozu. Hann segir „Ég hef ekki hugmynd um það hvernig það er að vera Japani." Þrátt fyrir það lifa enn með honum lifandi myndir frá æsku hans í Japan. „Ég finn að Japan vekur upp myndir, minningar og hug- myndir sem skrif um London vekja ekki. Þegar ég horfi á sumar þessara japönsku kvikmynda, þá er eins og ég sé kominn aftur til baka.“ Ishiguro hefur því heimsótt æskuslóðir með hjálp kvikmyndanna, en á sama tíma haldið sér fjarri Japan eins og það er í dag. „Ég hef ekki áhuga á að endur- skapa raunverulega mynd af Japan, ég skapa bara Japan sem hentar mér. Ég set Japan saman úr brotum - minningum, ímyndun og því sem hentar sögum mínum.“ I skáldsögum sínum notar Ishiguro sögusvið sem hann þekkir ekki af eigin raun. Japan rétt eftir fyrri heim- styrjöld er honum hugleikið sögusvið. í nýjustu bók sinni fjallar hann um England á fyrstu áratugum aldarinnar eða tímabil áður en hann fæddist. Ishiguro er einn þeirra ungu bresku rithöfunda sem standa í framvarðar- sveit enskra nútímabókmennta ásamt þeim Ian McEwan, Angelu Carter, Graham Swift, Salman Rushdie og Timothy Mo. Það vekur athygli að þrír þessara höfunda eiga rætur sínar að rekja utan Englands: Mörg verka þessara skálda eiga það sammerkt að sögusvið eða söguefni er Englend- ingum fjarlæg og framandi. Salman Rushdie á ættir að rekja til Indlands, Ishiguro til Japans og notar Japan sem sögusvið. Timothy Mo er af kín- versku bergi brotinn og er umfjöllunarefni hans oft tengt Kína og kínverskri inenningu. Nú hefur Ishiguro gefið út þrjú skáldverk. Fyrri skáldsögur hans tvær gerast í Japan eftir að Sprengjan hefur fallið. Fyrsta skáldverk Ishiguro Pale view of Hills vakti þegar mikla athygli á höfundi sínum. Þar koma strax fram höfuðeiginleikar Ishiguros sem skálds, þ.e. nær fullkomið vald á tungumálinu og frásagnartækninni. Stíllinn einkennist af ofur nákvæmni og vandfýsni í orðavali. Yfir text- anum verður þokuhjúpuð kyrrð, sem minnir á dæmigert japanskt málverk. Sögumaðurinn Etsuko, miðaldra jap- önsk kona býr í Englandi. Það eru u.þ.b. 30 ár frá heimstyrjöldinni síð- ari og þrjú ár liðin frá sjálfsvígi eldri dóttur hennar. Sagan hefst á því að yngri dóttir hennar, Niki kemur í heimsókn. Heimsókn hennar veldur móðurinni óþægindum. Hún fer að rifja upp minningar sínar frá því hún bjó í Nagasagi í rústum eftir seinni heimstyrjöld. Næsta skáldverk Ishiguro An Artist of the Floating World kom út árið 1986 og hlaut hún mikið lof gagnrýn- enda og var valin til Whitebread- verðlauna sama ár. Sú bók gerist í Japan eftir seinni heimstyrjöld eins og fyrsta bók hans. Hún er sögð af öldruðum japönskum listmálara, sem lítur til baka. Hann segir frá því hvernig hann hafnaði sjálfstæðri list- sköpun sinni til að þjóna hagsmunum valdamanna. Árið 1989 kom út nýjasta bók Ishi- guro The Remains of the Day, eða Það sem eftir lifir dags. Bókin þótti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.