Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 7

Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 7
ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR : SÚPERMANN «5 blúpMt Niðurlag. Hann reyndi að hugsa um barsmíðar og skammbyssur en hugurinn var alltaf heima í hvítþvegna eldhúsinu hjá mömmu. Hann sá fyrir sér gráa háriS á henni og heyrði friðsælt tifið í vekj araklukkunni þegar hann reyndi að hugsa um skammbyssuskothríð. Ó, — blessuð gamla mamma! Hvað hún var fjarlæg öllum þessum hörmungum, jafnvel enn fjarlægari en guð og jeremías — hvað var hann eiginlega að hugsa? Ekki hugsaði Súpermann svona. Jæja, hann átti víst heldur enga mömmu, — líklega tilbúinn í vélum — — Guð hvað hann var annars svangur, hvernig sem hann reyndi að hugsa um slagsmál, hnífa, skammbyssur, bófa og fjöldamorð rak hugann alltaf að því sama: Kartöflur, kjöt, plokkfiskur, hafragrautur — hann gæti étið endalaust----- nei nú varð hann að hætta. Ekki braut Súper- mann rafmagnsheila sinn um plokkfisk og kart- öflur. Hann varð að manna sig upp, hann gæti ekki litið framan í nokkurn mann fyrr en hann væri húinn að ljúka þessu af — hann varð að vera fljótur. — Hann gat bráðum ekki meira. Því- líkt ástand Jeremías góður! Og allt út af stelpu! Þarna stóðu skólabræður hans í höm við gluggana hjá Haraldi, frakkalausir og glæ- næpulegir, stungu bláum höndunum í vasana, beygðu kenginn ogTceyptu smjör í jakkana upp- bretta á mjóhryggnum. Hvað hann þekkti þetta vel! Þarna ráku þeir upp hálfkæft halló eða andvana blístur að þeim fáu stúlkum sem ekki héngu í Kana, og skiptust á gúmmítuggunum sér til afþreyingar meðan þeir biðu eftir að hleypt yrði út úr Nýja Bíó. Ætti hann að fá lánaða tyggjótuggu hjá þeim? Hver veit nema einn ætti klessu á bak við eyrnasnepilinn. Nei, guð minn góður, þeir máttu ekki sjá hann svona til reika-----eins og hann hefði þó þurft að fá tyggjó til að kom- ast í kalda stuðið, — það var eitthvað svo ó- svalt að hafa ekkert til að japla á. Þarna fór straumurinn af pörum, ljóshærð- um stúlkum og hermönnum — hann reyndi að skerpa augun til að geta þekkt hana ef hún væri á rúntinum-------hann hafði aldrei tekið eftir hvað þær voru sviplíkar allar þessar stúlkur — bókstaflega eins og steyptar í sama mótið--- Þær hnykktu til snoðuðum hausunum, andlitin öll eins, útflennt af tilgerð og sljó af heimsku. Þær voru svo hundflatar í amríkudýrkuninni, svo opinskáar í greddunni, svo áfjáðar í dollar- ana ... amrískan bunaði út úr þeim eins og forarefja í hláku. Jeremías, hvað honum bauð við þeim -— að hann skyldi aldrei hafa tekið eftir þessu fyrr, aldrei skilið þetta fyrr en nú. Og — almáttugur minn — þarna kom hún! Hjartað í honum stanzaði næstum alveg þegar hann sá þau. — Je — hún mátti ekki sjá hann, hann varð að forða sér, þau stefndu beint á hann. Hún nuggaði sér utaní Kanann, þennan ófétis pæl- ott, og sjá hana! Andlitið var úthverft af á- nægju og hún þvældi og röflaði og bullaði, klakaði eins og hæna með ungalátum, hljóðið var eins og gorhljóð í hrafni. Hún hrasaði svo- lítið, brá á skokk og skaut út undan sér löppun- um á víxl til að sýnast kvenlega kiðfætt og dömuleg-------alveg eins og víxluð meri----- Honum varð flökurt af viðbjóði og liann var svo ringlaður að hann hafði varia rænu á að forða sér inn í portið svo þau sæju hann ekki BIRTINGUR 7

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.