Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 9

Birtingur - 02.01.1954, Blaðsíða 9
r GUNNAR DAL: LIÓÐ i Ó, vor. Eg elska. Orð hennar voru ilmandi eins og rauð og mjúk blöð, sem opnast og verða að fullþroska blómi. n Æ, vor. Eg elskaði. Orð hans voru ilmlaus eins og föl og visin blöð, sem falla saman og verða að formlausri mold. III Hún dansar og svignar mjúklega í vorvindum sinnar fyrstu óstar. IV Hann bíður og stirðnar fastur í feigðarþey sinnar síðustu vonar V Himinninn sér og þegir en jörðin hlustar og syngur grænt ljóð sefsins úr svörtu hjarta moldarinnar. J alveg eins á litinn og uníform amríska flug- mannsins. Hann stóð með rassinn upp að veggnum og reyndi með mikilli nákvæmni að míga utan í einhvern sérstakan blett, tvísteig með afturlöppunum og rembdist milli þess sem hann breimaði og vældi ámátlega. Hann horfði á köttinn andartak. Svo blossaði upp í honum hamslaus reiði. Þetta auðvirðilega kvikindi! Hvað hann hataði það! Allt var þetta breima! Hann tvíhenti kogaraglasið og þeytti því að kettinum af svo miklu afli að það dró alla leið inn í skotið án þess þó að hitta. Það skall í veggnum og fór í mél. Hann snerist í hálfhring af kastinu og datt kylliflatur- Litli kötturinn lokaði fyrir í miðri þessari velheppn- uðu sprænu og hrökk saman í kuðung af ótta. Hann gleymdi alveg ástarsöngnum, sem hann hafði verið að rifja upp.; Glerbrotin þyrluðust um hann og eitt lenti á skóttinu á honum- Hann rak upp skræk og sentist út úr horninu, slapp með naumindum fram hjá tilræðismanninum, sem var að brölta á fætur og þaut út í myrkrið. — Slappstu, helvítis Kanakvikindið þitt? öskraði tilræðismaðurinn. — Gaztu ekki drep- BIRTINGUR 9

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.