Birtingur - 01.06.1957, Blaðsíða 41

Birtingur - 01.06.1957, Blaðsíða 41
athugasemd um ritdóm Þau eru tildrög þessa máls, að 1 þriðja hefti Birtings 1956 skrifaði ég ritdóm um bók Gunnars Dal „Þeir spáðu í stjörnurnar". Gat ég þess, að myndin, sem höfundur bók- ar þessarar telur vera af David Hume, sé af öðrum manni, sem ég þá bar ekki kennsl á. Myndina í bók Gunnars sýndi ég ýmsum heimspekikennurum hér við háskólann, en enginn þeirra þekkti þennan staðgengil Davids Hume. Að sjálfsögðu var líklegt, að myndin væri af manni, sem bæri sama nafn og heimspekingurinn Hume. Þar eð klæða- burðurinn benti til þess, að maður þessi hefði verið uppi á fyrri hluta 19. aldar, var Joseph Hume (1777—1855) einna líklegastur. Er ég leitaði upplýsinga hjá Scottish National Por- trait Gallery, var myndin, sem þeir höfðu af Joseph Hume, ekki svo lík myndinni í bók Gunnars Dal, að ástæða væri til að ætla, að hún væri af sama manni. mál íslenzkrar alþýðu liggja í þagnargildi um skeið. Umræður um þau eiga þó ekki heima í þessum athugasemdum. En við íslenzkir sósí- alistar þurfum sannarlega að blása nýju lífi í starf okkar og hreyfingu alla. Og ef það kæmi á daginn, að við sigldum með einhver slitur af líki bókstafsdýrkunar og kreddu- þrælkunar í lestinni, þá væri tímabært að kasta þeim fyrir borð. Nú tel ég mig hafa öðlazt nokkum veginn örugga vitneskju um, hver sé orsök þess, að Gunnari Dal skjátlaðist í myndvali sínu. Kunningi minn benti mér á, að E. W. F. Tomlin gerðist sekur um sömu mistök. Tom- lin segir í bók sinni — „The Great Philosop- hers — The Western World“ að frummyndin sé geymd á National Portrait Gallery í Lon- don, en Gunnari láðist að geta þessa. Skrif- aði ég nú safnvörðum þessa safns og fékk það svar, að myndin væri af Joseph Hume, gerð af C. B. Layton. Það virðist mjög lík- legt, að Gunnar hafi látið glepjast af mynd- inni í bók Tomlins, sem kom út 1949. 1 raun- inni má telja þetta nær því öruggt, þar eð í báðum bókunum er mjög óvenjuleg mynd af Spinoza, sem safnverðir í National Por- trait Gallery í London telja sennilega lélega 19. aldar eftirlíkingu af eldri mynd. Ennfrem- ur má geta þess, að Gunnar Dal virðist hafa notað bók Tomlins sem heimildarrit um ævir sumra þeirra hugsuða, sem bók hans f jallar um. Slíkt er að sjálfsögðu ekki hægt að full- yrða, þar eð tilviljun ein getur valdið því, hve margt er líkt í þessum bókum, en Gunnar Dal getur engra heimilda í bók sinni. 1 ritdómi mínum var ég allharðorður um mistök Gunnars Dal, en það er blátt áfram óskiljanlegt, að brezkur maður sem ritar um heimspekileg efni skuli birta ranga mynd af einhverjum stórbrotnasta hugsuði, sem Bretar hafa alið. Ekki verður sök Tomlins minni, ef þess er gætt, að skozki málarinn Allan Ramsey gerði tvær myndir af Hume, sem eru ekki einungis merkileg heimild um andlitsfall þessa heimspekings, heldur lista- verk, sem telja má allfræg hér í landi. Edinborg 28. sept. 1957. Páll S. Árdal. 35

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.