Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 27

Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 27
Ljósmynd: Gyöa „ekki eru þaö sem draga“ r\ Skólamál voru mikið rædd manna á meðal í haust og þá einkum kjaramál kennara. Vera fór á fund Bryndísar Guð- mundsdóttur kennara og rœddi við hana um starfið og launa- kjör kennara. Bryndís kennir hálfa kennslu í Engidalsskóla í Hafnarfirði, en það er smábarnaskóli með nem- endur frá 6 ára til 10 ára. Hún hefur kennt síðan árið 1964 og eftir 20 ára starf hefur hún kom- ist í 20. launaflokk 3. þrep, þar sem laun eru nú, eftir síðustu hœkkun 23.765 kr. á mánuði fyrir fulla kennslu. Byrjunar- laun eru 18.682 kr. á mánuði. V.____________) launin, Afhverju er kennsla svona illa launuð? „Kennsla er eitt af þeim störfum þ?r sem árangur vinnunnar kemur ekki í Ijós fyrr en síðar. Þetta er mikið ábyrgðarstarf en er ekki metið sem skyldi til launa. Það er frekar að starf sé metið til hærri launa þegar árangur er sýnilegur strax. i þessu starfi ber kennarinn ábyrgð á því að ein- staklingnum líði vel, aö hann komist til aukins þroska og læri að tileinka sér ýmsa færni. Börnin búa að þvi sem þau læra í skólanum. Umönnun barna er ekki álitin merkilegt starf og þaö þykir ekki ástæða að borga því fólki vel, sem hefur hana með höndum. Óánægður og illa launaður kennari leggur ekki alúð við starfið á með- an ánægður kennari hefur góð áhrif.” Hvaða augum heldur þú að foreldrar líti á starf kennarans? „Alltof margir foreldrar eru áhugalitlir um skólastarfið. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því við hvaða aðstæður skólinn starf- ar. Námsgagnastofnun er fjársvelt og þar- af leiðandi hafa kennarar þurft að leggja á sig aukavinnu við námsgagnagerð, t.d. við að útbúa aukaverkefni. Það má kannski segja að skólinn hafi ekki staðið sig sem skyldi við að upplýsa foreldra um þessa hliö mála, en ég veit dæmi þess að fólk hafi ekki haft hugmynd um þessi kröppu kjör Námsgagnastofnunnar. Stór hluti for- eldra lítur á skólann sem gæslustofnun, einkum hvað varðar smábarnaskóla. Flestir foreldrar vinna úti báðir og börnin eru oft ein þegar skólanum lýkur. Skólinn er meira og minna orðinn að uppeldis- stofnun, hann hefur tekið við af heimilinu. í mörgum tilfellum er kennarinn eina full- orðna manneskjan sem börnin hafa sam- skipti við allan daginn. Foreldrar og kenn- arar eiga að vinna meira saman að upp- eldishlutverkinu en nú er. Foreldrafélög hafa fundað um agamál t.d. og myndbönd og foreldrar hafa sýnt þessu alltof lítinn áhuga. Þeir virðast ekki álita að þetta komi þeim neitt við. Það er þó alltaf ákveðinn kjarni sem kemur, en alls ekki nógu marg- ir.” Við ræddum uppsagnir grunnskóla- kennara. Af hverju telur þú að þátttaka grunnskólakennara hafi verið svona lé- leg. Er það vegna þess að meiri hluti þeirra er konur? „Meirihluti grunnskólakennara eru kon- ur, og margar þeirra byggja ekki afkomu sína af þessu starfi. En ég held að þær hafi ekki brugðist. Fólk hélt því strax fram að það væru húsmæður í hálfu starfi sem hefðu skorast undan merkjum, en það eru dæmi þess að þær sögðu 100% upp. Ég held að þeir kennarar sem ekki sögðu upp, hafi veriö þeir sem eiga stutt I eftirlaun, fólk sem var á leiö i launuð leyfi og ein- stæðar mæður, sem hreinlega sjá ekki fram á að geta dregið fram lífið ef þær missa vinnuna. Mér finnst að yfirlýsingarn- ar, þegar kannaður var hugur kennara í sambandi við fjöldauppsagnir til að þrýsta á yfirvöld um bætt launakjör, hefðu átt að vera bindandi svo meira mark væri á þeim takandi. Ég varð fyrir vonbrigðum með úr- slitin og fannst að þarna hefðu kennarar brugðist hver öðrum. Konur í hálfu starfi skipta sér oft of lítið af kjarabaráttunni vegna þess aö þær byggja ekki afkomu sína af starfinu. Þeir sem velja sér kennslu að framtíðarstarfi hljóta að gera þaö eingöngu ánægjunnar vegna, eöa af hugsjón ekki eru þaö launin sem draga.” Eitthvað sem þú vilt taka fram aö lok- um Bryndís? „Starf kennarans er vanmetið, það er mikil og oft erfið vinna að kenna yngstu börnunum. Þaö krefst mikils undirbúnings og kennslan er krefjandi meðan á henni stendur. Því yngri sem börnin eru því meiri er ábyrgð kennarans, yngstu börnin eru eins og leir sem þú getur mótað aö vild þinni. Ef ráðamenn gerðu sér grein fyrir hvaðviðerum með í höndunum, hverseöl- is þetta starf er, hlytu þeir að beita sér fyrir því að starf kennarans yrði betur launaö, svo gott fólk héldist í stéttinni. Eins og mál- um kennara er háttaö í dag finnst mér ég vera lítilsvirt og vanmetin sem einstakling- ur.” Gyða 27

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.