Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 40

Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 40
ATHAFNAKONAN AÐ TAKA ÞORP í FÓSTUR VERU barst til eyrna að á umhverfisráð- stefnunni í Ríó de Janeiro hefði verið indversk kona með fríðu föruneyti, sem vinnur að umfangsmikilli þróunaraðstoð í heimalandi sínu á eigin vegum. Og nú var hún skyndilega komin til Islands, ein á ferð. Frú Sundaram tekur á móti mér í sterklituðum indverskum sari og ósjálfrátt hitnar mér innan um mig, og ég bregð mér inn úr íslenskum vetrar- kulda. Hún er hingað komin til að heitn- sœkja Sudha dóttur sína sem býr hér á landi ásamt íslenskum eiginmanni sínum ogfósturbörnum þeirra hjóna. Þœr mœðgur hafa yfir sér þennan hæverska framandi þokka - og þó, þegar talið berst að œvistarfi þeirra þá geisla þœr og maður skynjar að verkin eru stœrri á borði en í orði. Frú Sundaram notaði tækifœrið meðan á dvöl hennar stóð og hitti ýmsa íslenska ráðamenn þ.á.m. ráðherra ut- anríkis- og umhverfismála, stjórnmála- menn sem hún kynntist í Ríó og fleiri. Hún heimsótti einnig Þóru Einarsdóttur sem starfað hefur að mannúðarmálum á Indlandi eins og sjá mátti í nýlegum sjónvarpsþætti. En í hverju felst starf hennar á Ind- landi? „Eg starfa aðallega við ýmiss konar félagslega aðstoð. Indland er gríðarlega stórt og fjölbreytilegt og þar má finna allt í bland hvað við annað, fátækt og ríkidæmi, hamingju og hörmungar. Eg vinn aðallega með konum í sveitunum víðsvegar og hef haft tækifæri til að vinna í flestum landshlutum Indlands vegna þess að maðurinn minn er í þjón- ustu ríkisins og við þurftum að færa okk- ur um set á u.þ.b. tveggja ára fresti. Það gerði mér kleift að kynnast aðstæðum vel á hverjum stað. Ég hef unnið mikið með Lionshreyfíngunni, samtökum St. John's Ambulance, Rauða krossinum, Móður Theresu og fleiri staðbundnum samtökum. Og árið 1986 stofnaði ég eig- in samtök, Centre for Environmental and Management Studies, sem hafa aðsetur í Dehli, Rajasthan og bráðlega í Bombay og starfa m.a. að margháttuðum um- hverfísverkefnum á ýmsum svæðum. Samtökin hafa t.d. nýlega tekið ljögur þorp, skammt fyrir utan Dehli, „í fóstur“ ef svo má segja.“ í hverju felst það og hvemig kom það til? „Þetta starf kom þannig til að ég vann að rannsókn á landeyðingu, mennt- un og íjarskiptum á þessu svæði fyrir Al- þjóða heilbrigðismálastofnunina. Hrein- lætismálum er mjög ábótavant í þessum þorpum, allt frárennsli og skólp rann eft- ir opnu holræsi, í leðjunni milli húsanna, og mjög margir em smitaðir af malaríu enda em moskítóflugumar hrein plága þarna. Skjótra úrlausna var þvi þörf og ég gat alls ekki sætt mig við að fara og leggja ekkert af mörkum til að breyta ástandinu til hins betra, það er ekki nóg að kanna einungis aðstæður. Brotala- mirnar eru svo margar þannig að við ákváðum að taka þessi þorp í fóstur. Menntunarskortur er mikill því skóla- kerfið, sem er á ábyrgð ríkisins, virkar ekki sem skyldi. Sömu sögu er að segja af heilsugæslunni. Ég sá það einnig mjög skýrt að þama eru það konumar sem þjást mest. Við byrjuðum á að aðstoða þorpsbúa við að koma holræsum í viðunandi ástand, komum síðar á fót heilsugæslu- stöðvum, ijölskylduráðgjöf og marghátt- aðri fullorðinsfræðslu sem við starfrækj- um sjálf, en reynum einnig að berjast fyrir því að rikisvaldið taki á þeim mál- um sem þeim ber.“ Frú Sundaram er komin af ríkum og valdamiklum landeigendaættum frá Ma- dras. Afi hennar tók virkan þátt í sjálf- stæðisbaráttu Indverja og Nehm. Ma- hatma Gandhi og Shri Rajagopalachari, sem tók við landstjóraembætti af Mount- batten lávarði, vom heimagangar á heimili þeirra. „Ég man eftir mér sem smástelpu sitjandi á hnjám afa míns þegar þeir vom að ræða um stjómmál. Svo þú sérð að umræðuna um framtíð Indlands fékk ég svo að segja beint í æð og fékk því snemma áhuga á þjóðfélagsmálum og fylgdist vel með.“ Síðar fékk hún sjálf tækifæri til að vinna með Kasturba Gandhi, eiginkonu Mahatma Gandhi, sem var fyrsta konan til að gegna ráðherraembætti á Indlandi og var stofnandi fyrstu hjálparsamtak- anna sem unnu sérstaklega að málefnum kvenna. Bamaskólinn, sem Sundaram gekk í, var rekinn af nunnum og það var hluti skólastarfsins að fara út og aðstoða hina fátæku. Seinna, eftir að hún hafði mennt- að sig og ferðast mikið um Indland, fór hún að vinna með ýmsum hjálparsam- tökum, m.a. við neyðarhjálp og aðstoð á náttúrahamfarasvæðum. Umhverfisvernd og kvenfrelsi haldast í hendur Við snúum okkur aftur að samtökum hennar og miðstöðvunum, sem berjast m.a. gegn mengun af völdum iðnaðar, en vinna einkum að viðhaldi vistræns jafn- vægis. „Það er sérstaklega brýnt á svæðum eins og Assam í norðausturhluta lnd- lands. Vegna loftslagsins, langvarandi þurrka og mikils skógarhöggs er jarð- vegseyðing gífurleg. Það leiðir til þess að það er ekkert sem bindur vatnið i jarð- veginum og þess vegna rennur það litla rigningarvatn sem kemur beint í sjóinn. Skortur á drykkjarvatni er mikill og það bitnar mjög á konunum sem þurfa að sækja það mjög langt að, sem og eldivið þar sem skógarjaðarinn færist sífellt íjær. Það er erfitt að ímynda sér hvílíka erfiðisvinnu þær inna af hendi. Þess utan eiga þær að sjá um búpenínginn, naut- gripina, annast börnin og vinna fyrir daglegu brauði. Aðstæður þeirra era því hrikalegar og mikilvægt að þær komist til áhrifa til að geta haft eitthvað að segja um þróun mála. Þannig að samtökin beina sjónum sínum að konum og vinna markvisst að því að bæta stöðu þeirra. Þó er langt frá því að einungis þær njóti góðs af starfi okkar en það gengur þó ekki þrautalaust að sannfæra karlana um ágæti framfara ef þeir eru ekki sjálfir í sviðsljósinu. Ég veit ekki hvemig ástandið er ná- kvæmlega í öðrum heimshlutum en ég held það láti nærri að við lifum í karl- stýrðum heimi og það er ekki réttlátt. Það sjáum við í sveitum Indlands þar sem karlarnir eru allsráðandi og standa gegn því að konur komist til áhrifa. Konur eru beinlínis aldar upp til að vera dætur, systur, eiginkonur, tengdadætur og eru alltaf neðar settar en bræður þeirra og eiginmenn. Þó að stúlka hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.