Vera


Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 54

Vera - 01.03.1995, Blaðsíða 54
síðu xlams Rannveig Guðmundsdóttir bakaöi varafor- mann flokks síns í prófkjöri fyrir skemmstu, Jóhanna Siguröardóttir og Svanfríöur Jónas- dóttir voru kosnar formaður og varaformaö- ur Þjóðvakans núna í janúarlok, og nýráöinn forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur heitir Lilja Ólafsdóttir. Og merkilegt nokk: rokkarnir eru þagnaðir. Einhvern tíma heföi margur karl- inn uppvakist með kunnuglegt fjas um kon- ur og þeirra hlut af minna tilefni, en sem bet- ur fer er sú skoðun að verða viðtekin að dugandi manneskjur geti látið til sín taka og komist til áhrifa án þess að viðkomandi eigi ingaformið sé svokölluðum aðilum vinnu- markaðarins ágætis alibí þegar kvenna- stéttir vekja athygli á bágari meðallaunum sínum en karlanna og vilja gera eitthvað I málinu; í heildarsamningum er því miður ekki svigrúm til að leiðrétta innbyggða mis- munun sem einstakir hóþar mega þúa við, og fyrir bragðið hafa þessir frægu aöilar ekki þurft að standa í því hingað til að telja betur stæða karlahópa á að slá af meðan laun kvennastétta eru lagfærð. Konur í kvenna- störfum hljóta að vera hugsandi yfir því hvernig komist veröi úr þessari pattstöðu, ur rúmar ýmsar skuggahliðar og af þeim er ofbeldið, okkar einkaeign, verst. Við viljum snúast gegn beitingu ofbeldis meö því að gangast við því að það sé smánarblettur á karlkyninu í heild. Við þessir mörgu ætlum ekki að þola það lengur að lítill minnihluti komist upp með að beita konur, börn og aðra karla ofbeldi, næstum að segja eins og ekkert sé. Undir þessu sjónarhorni geng- umst við fýrir nokkuð öflugri ráðstefnu í Nor- ræna húsinu í haust leið, og ætlum að hrinda af stað almennu átaki gegn ofbeldi T haust. „araiað hvort aftur á bak...“ ...Med b mftfi fiovri öfinnfi Hjörleifur Sveinbjörnsson skrifar 1 Þetta sjónarhorn á tilveruna fékk þó ekki varið mig fyrir því um daginn að vera dreginn í tiltekinn dilk í reynsluheimi kvenna, og kom víst vel á vondan. Tilefnið var fertugsafmæli konu minnar, fjölmenn og málglöð sam- koma. Afmælisbarniö var mært I ræðum fýr- irgóðargáfur, skörungsskap, rökvísi ogfleiri mannkosti. Viðhenginu mér var einkum talið þekkilegt útlit til tekna, og var mér sem ég sæi upplitiö á þessum prúða og meðvitaða mannsöfnuði undir þvílíkum ræðuhöldum ef kona hefði átt í hlut. Ekki lét ég þetta þó á mig fá - miðaldra hvítir karlar eru nú einu sinni herrar jarðarinnar og verða ekki upp- næmir út af smámunum. Nei. Konan mín borgarstjórinn (seint verður víst til alþýðleg jólabók meö þessum annars ágæta titli þó að hefðin sé fyrir hendi: Faðir minn læknirinn osfrv.) hélt upp á sitt afmæli á gamlársdag, og framan- greindar einkunnagjafir mér til handa urðu mér til umhugsunar en ekki angurs. Ára- mótaskaupið um kvöldið fór aftur á móti með mig, þó með óbeinum hætti væri og löngu eftir að það var sýnt. Það atvikaðist þannig að seint í janúar hitti ég gamla vin- konu sem sagði mér hvað tíu ára gamalli dóttur sinni hefði orðið á orði um tiltekið at- riði í skaupinu sem gekk aftur í ýmsum til- brigðum eins og menn muna: ég skil ekki af hverju það er alltaf verið að sýna þennan Árna sem Ken. Maðurinn hennar Ingibjargar Sólrúnar er miklu líkari honum. að hafa kynferðið með sér eða á móti. Vegna þessarar viðhorfsbreytingar sem ég tel mig merkja hef ég til að mynda trú á því að meira jafnræði verðí með kynjunum á Al- þingi innan tíðar, og að fjöldi kvenkyns ráð- herra (hvílíkar ógöngur tungumálsins) muni brátt margfaldast. Á öðrum sviðum miðar hægar. Ekki vill launabil kynjanna minnka, enda kannski ekki hægt um vik þessi árin þar sem þjóöar- sáttir og heildarsamningar með frystingu fyr- irliggjandi óréttlætis í launamálum er það sem gildir. Reyndar held ég aö heildarsamn- og hvernig stéttarfélög geti endurheimt samningsréttinn; undanfarin ár hefur samn- ingaviðræðum - og að lokum samningum - langflestra félaga verið stýrt svo eindregið í einn og sama farveginn að öðrum hefur í raun ekki verið stætt á að standa utan þess heildarpakka sem út úr slíku hefur komið. Um daginn sá ég út undan mér í póstin- um heima að Rannsóknarstofa í kvenna- fræðum við Háskóla íslands stendur fyrir fundi síðar í mánuðinum um „hentugar leið- irtil að afbyggja karlaveldið útfrá feminísku sjónarhorni," og hefur fengið mætan bók- menntafræðing - karl - til að reifa málið. Ég næ að vísu ekki almenni- lega upp í hvert málið er (hvað er að afbyggja?) né hvernig hann ætlar aö fara að þessu, enda ekki kominn nógu langt sjálfur til að hafa komið mér upp feminískum sjónarhól. Á hinn bóg- inn hef ég sem einn af körlunum í fremur nýtil- kominni karlanefnd Jafnréttisráðs viljað láta duga svona fyrst um sinn að skoða tilveruna undir sjónarhorni okkar eigin karllega reynslu- heims. Sá reynsluheim- Hjörleifur Sveinbjörnsson. Er hann líkari Ken en Árni? w
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.