Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 8

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 8
/ Islenska kvennahreyfingin //Þori ég, vil ég; get ég....................... Hvers vegna eru konur hættar að fjölmenna á bar- áttufundi? Hvar eru skrautlegu göngurnar niður Laugaveg, aðgerðir í matvöruverslunum, fegurðar- drottningar á borgarstjórnarfundum, pallbíll sem keyrir um bæinn og básúnar „oft var þörf en nú er nauðsyn", hvar er gleðin, ákefðin, sköpunarkraftur- inn í kvennabaráttunni? Þannig spyrja margar kon- ur og oft er fátt um svör. Það er ekkert nýtt að kvennabaráttan gangi í sveiflum, rísi og hnígi eins og sjávarföUin. Engin ástæða er samt til að Uta á sbkar sveiflur sem nátt- úrulögmál, þær eru það ekki. Þær eru mannanna verk og eiga sér skýringar, oftast margar í senn. Þar sem KvennaUstinn hefur verið miðlæg hreyfing í íslenskri kvennabaráttu frá byrjun síðasta áratug- ar snerta flestar skýríngamar hann með einhverj- um hætti. þjóðfélaginu og því ekki lengur þörf á sérstakri kvennahreyfingu eða framboðslista kvenna. Víst er að Kvennalistinn geldur þess nú að hafa í byrjun virst leggja áherslu á að koma konum að frekar en að koma hugmyndum að, hugmyndum um kvenfrelsi og réttlæti í samskiptum kynjanna sem er kjarni kvennabaráttunnar, en ekki líf- fræðilegt kyn þeirra sem bera hana fram. Lítum fyrst á íslensku ofurkonuna sem er að niðurlotum kom- in og hefur hvorki tíma né krafta til að standa í kvennabar- áttu, mæta á fundi eða dreifa bárátturitum á götuhornum. Ólaunuð vinna í kvennabaráttu leggst yfirleitt á herðar sömu kvennanna sem láta sig hverfa með sektarkennd þegar þær geta ekki meira. Sköpunargleðin sem einkennir frjóa kvennabaráttu fer hins vegar ekki eftir þreytustigi kvenna og reyndar má halda því fram að hún endurnæri og hvíli konur frá daglegu striti. Það hefur heldur engin kvennahreyfing frá upphafi kvennabaráttu á íslandi verið jafn fjáð og Kvennalistinn, með konur á launum við að reka kvennabaráttu og fé til að reka málgagn og kosta önnur verkefni baráttunnar. Skortur á nauðsynlegri, ólaunaðri sjálfboðavinnu hefði því ekki átt að vera hreyfingunni fjötur um fót. Góður fjár- hagur gæti hins vegar hafa verið það, þar sem konur sjá þá ekki jafn knýjandi ástæðu til að leggja sitt af mörkum. Síðan má nefna að margt hefur breyst síðan Kvennalistinn varð til. Mikið hefur áunnist í baráttumálum kvenna og stjórnmálaum- ræðan er orðin kynjuð. Leit er hins vegar að þeirri baráttukonu sem telur að björninn sé unninn og mál til komið að fara heim og njóta afrakstursins. Þá hefur verið bent á að konum hefur fjölgað á þingi, í sveitarstjórnum og margvíslegum stjórnunarstöðum í Hvorki til hægri né vinstri Kvennalistinn var á sínum tíma myndaður af konum úr öllum átt- um í þjóðfélaginu og með margvíslegar skoðanir utan þá að vilja bæta hag kvenna. Fyrstu árin fór mikill tími og orka í að samræma skoðanir kvenna í hinum ýmsu málum, enda stóð ekki á þeim röddum sem hrópuðu að hér væri á ferðinni samsafn af pólitískt villuráfandi kerlingum sem aldrei gætu orðið sammála um nokkurn hlut. Gengi Kvennalistans þegar leið á síðasta áratug, og afl hans til að fá konur til að fjölmenna á baráttufundi (og til að kjósa hann), lá vafalítið að stórum hluta í því að það tókst að sýna fram á að konur gætu verið sammála þvert á hefðbundnar pólitísk- ar flokkalínur og að kvennabarátta þyrfti hvorki að vera til hægri né vinstri. Jafnframt var mikilvægt að það tókst að móta hug- myndafræði sem gerði ráð fyrir að konur hefðu val um hvers kon- ar félagslegar persónur þær væru, hugmyndafræði sem rúmaði alls konar og annars ólíkar konur. Hugmyndafræðileg stöðnun Þegar kemur fram á þennan áratug er eins og þessi reynsla hafi gleymst. Kvennalistanum tókst ekki að bregðast á sannfærandi 8 v£ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.