Vera


Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 11

Vera - 01.04.1998, Blaðsíða 11
Eins og heldri kvenna stássstofa þörf fyrir meiri grundvallarumræðu um hugmyndafræði bæði 1991 og 1995. En hverju var breytt og hvers vegna? cö co rH W M Mismunandi raddir kvenna Utgangspúnkturinn í hugmyndafræði Kvennalistans var að konur ættu sameiginlega reynslu sem væri önnur en karla. Þær ættu að fara að ráði skáldsins og hlýða á sína o ínnn rodd, sem þyrfti að komast mn 1 stjornmahn, til hagsbóta fyrir konur og þjóðfélagið allt. Það væri ekki nóg að konur fylgdu stefnu flokkanna sem karlar hafa mótað og byggjast ekki á kvenfrelsishugmyndum. Þessi hugmyndafræði sætti feminískri gagnrýni úr tveim- ur áttum. Annarsvegar voru það margmenningarfeministar sem gagnrýndu að rödd kvenna gæti ekki verið ein því konur væru svo mismunandi, byggju við mismunandi aðstæður og hefðu því eklci sameiginlega hagsmuni nema að takmörkuðu leyti. Hins vegar vár gagnrýnt að þetta sjónarmið nálgaðist eðlishyggju. Ef konur eru öðruvísi en karlar vegna reynslu sinnar, þá virðist sumum stutt yfir í að segja að þær séu í eðli sínu öðruvísi en karlar. Eðlinu verði ekki breytt með stjórnmálum og við blasi að rökstyðja að staða kvenna sé önnur en karla vegna þess að þær séu með mismunandi eðliseig- inleika. Þó að aðgreiningin á milli reynslu kvenna og eðlis hafi á- vallt verið skýr í hugmyndafræði Kvennalistans, gera sumar kenn- ingar ekki greinarmun á þessu tvennu, fremur en gagnrýnendur og sumar kvennalistakonur. Heyra mátti gagnrýni af þessum toga á ráðstefnum sem ég sat ásamt Ingibjörgu Sólrúnu í Danmörku árið 1990, ásamt Sigríði Dúnu og Lilju Mósesdóttur í Álaborg 1991 og á ferð okkar nokkurra Kvennalistakvenna í Minnesóta um svipað leyti. Grein Lindu Alcoff „Cultural feminism versus post-struct- uralism: The identity crisis in feminist theory” (Signs, 13, 3, 1988) tók vel á þessu máli og við lásum hana margar vandlega þegar gengið var frá hugmyndafræðigrundvelli stefnuskrárinnar 1991. Ef eðlishyggjan hefði verið viðurkennd í hugmyndafræði Kvennalist- ans hefði hún ekki höfðað til feminista yfirleitt, en alvarlegast væri þó ef kvenfrelsisafl byggði á hugmyndafræði sem gæti verið heft- andi. Breytingin sem gerð var á hugmyndafræðinni 1991 var sú að áfram var lögð „áhersla á að konur eigi sameiginlega reynslu og menningu samtímis því sem aðstæður þeirra séu breytilegar og konurnar sjálfar um leið. Það sé nauðsynlegt fyrir kvenfrelsisafl að hlusta á mismunandi raddir kvenna og taka mið af fjölbreytileika þeirra í allri stefnumörkun. Virða verði rétt allra kvenna til að velja sér Itfsfarveg og gera þeim um leið kleift að vera efnahagslega sjálf- stæðar. Þetta teljum við grundvallarforsendur kvenfrelsis”. Eftir þetta var viðurkennt að Kvennalistinn væri margradda hreyfing og um leið má segja að það skipti meira máli uppá áherslur hvaða per- sónur eru í forsvari. Þá er í fyrsta sinn tekið fram í stefnuskránni að Kvennalistinn sé hvorki á vinstri né hægri væng stjórnmálanna, heldur kvennapólitísk stjórnmálahreyfing. Árið 1995 er það ítrek- að og að kvenfrelsisafl hljóti að hlusta á mismunandi raddir -H b0 •H <H <x> u A (Ö C tí 0) > UNGBARNASUNDFÖT Sængurgjafir - Fyrirburaföt Handunnar rósir á skírnarkjóla Flónelisnáttföt Laugavegur 8 Sími 552 5455 Opið kl. 12.15-18.00 Fyrir daga Kvennalistans hafði ég aðeins komið nálægt Rauðsokka- hreyfingunni, reyndar stopult enda bjó ég ekki alltaf á land- inu. Rauðsokkur voru agressivar og sögðu ná- kvæmlega hvað þeim fannst, eða þannig upplifði ég það allavega. Ég var með frá byrjun þegar Kvennalistinn var stofnaður. 1984 flutti ég til ísafjarðar og fór að kenna þar við Menntaskólann. Kvennalistinn á Vestfjörðum var stofnaður 1987 og ég fór í framboð til Alþingiskosn- inga fyrir hann. Ég hafði til- finningu fyrir að starfið væri Sigríður Bjornsdóttir er framkvsemdastjQri mjög þróttmikið á þessum Félags háskólakennara. Hún starfaði með árum. Þegar ég svo fluttist Kvennaframboði og Kvennalista í Reykjavík suður 1989 ætlaði ég að og átti þátt í stofnun Kvennalista á ísafirði. sjálfsögðu að halda áfram Sigríður var í fyrsta sæti þegar kvennalisti að starfa innan Kvennalist- var fyrst boðinn fram á Vestfjörðum í alþing- ans og fór oft, fyrst eftir að iskosningum 1987. ég flutti, niður á Laugaveg en náði einhvern veginn engum tengslum við starfsemina. Mér fannst ég stödd í heldri kvenna stássstofu, allar voru einhvern veginn svo merkilegar og vandaðar eins og þær væru gamaldags sýslumannsfrúr. Mér fannst ég einfaldlega ekki eiga heima þarna, í minningunni finnst mér ekki að við höf- um verið að tala um sömu hlutina vestur á ísafirði og svo síðar þarna á Laugaveginum. Svo var bara ekkert gaman, engar aggressjónir, stefnumál- in urðu smám saman þokukennd fyrir mér, mér fannst starfið snúast fyrst og fremst um hina háskólamenntuðu konu. Ég held að flestum nýliðum hafi þótt erfitt að koma inn í þennan félagsskap, hann virtist svo rótgróinn og alltaf sömu konurnar í forsvari fyrir ailt, við hinar vorum bara að dreifa einhverjum auglýsingum eða bæklingum. Auðvitað hefði maður átt að vera ákveðnari en ég nennti því bara einhvern veginn ekki, mér leiddist þarna svo ég hætti bara að mæta. Og hef ekki komið nálægt Kvennalistastarfinu árum saman. En ég hef samt alltaf kosið listann - hingað til. Sigríður Bjömsdóttir kvenna og taka mið af margbreytileika þeirra í allri stefnumörk- un. Þá er ítrekuð áhersla á valddreifingu og virkt lýðræði en í fyrsta sinn tekið franr að þess vegna kjósi Kvennalistinn sér ekki fornrann. Baráttan nriðar áfram að því að breyta samfélaginu og setja mannréttindi og samábyrgð í öndvegi. Að breyta lögunr, reglum og stofnunum samfélagsins þannig að reynsla og kraftar kvenna verði metin til jafns við karla og jafnræði kynjanna verði ríkjandi á senr flestum sviðum samfélagsins. Árið 1982 var auðvelt að höfða til kvennasamstöðu á svipuð- um forsendum og höfðað er til þjóðerniskenndar í sjálfstæðis- baráttu eða blökkumenn gerðu með slagorðinu „black is beuti- ful”: Konur eiga sameignlega reynslu og menningu sem er önn- ur en karla. Þessi menning á erindi inn í íslensk stjórnmál og nrun bæta stöðu kvenna, karla og barna og þarmeð þjóðfélagð í heild. Árið 1991 þýddi ekki að höfða til samstöðu kvenna með þessum meginrökum, frekar en að hægt væri nú að höfða til 11 víra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.