Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1920, Blaðsíða 3

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1920, Blaðsíða 3
H. C. Orsted og rafsegulmagnið. Útdráttur úr erindi fluttu af Stgr. Jónssyni á fundi V. F. í. 3. maí 1920. J?að eru í sumar rjett 100 ár síðan sú upp- götvun var gerð, að rafmagnið hefir áhrif á segulnál. Hefir sú uppgötvun bæði beinlínis og óbeinlínis valdið l'lestum hinum miklu verk legu og vísindalegu framförum, er siðan hafa orðið í raffræðinni. ]?að var eins um þessa uppgötv- un, og flcslar aðrar mikil- vægar uppgötvanir, að þær vaka óljósar fyrir mönnum, oft langan tíma. Rjelt eins og þær híði eftir hinum rjetta manni, er skilji og skýri mikilvægi þeirra. pá er eins og nýr heimur opn- ist mönnum, hugurinn kemst á kreik, hver upp- götvunin rekur aðra um skeið. Hver mikilvæg upp- götvun markar þvi tímabil á framlaraskeiði manns- andans, scm falla saman við þau mörk, er einstök and- ans mikilmenni marka þar. •— Saga framl'aranna er aðallega æfisögur þeirra manna, er fremstir stóðu í leit mannkynsins að fyllri og dýpri skilning tilver- unnar. Uppgötvun rafsegul- magnsins eða áhrifa raf- strauma á segulnál, mark- er ein hin merkustu tima mót i náttúruvísindunum og verður tæplega aðskilin frá æfisögu manns þess, er þar lagði grundvöllinn, en það var H a n s Cliristian Örsted.* Hann var danskur að ætt, fæddur 1777. Hann var hinn mesti hæfileika- * Æfisaga örsteds, irituð af C. Hauch, svo og margs- koniar ritgerðir hans, ha'fa komið út í „önsteds efterladte &krifter“, Köbenhavn 1852, í !) hindum, og er því ekki tekin upp hjer. maður og með fremstu mönnum sinna tíma. þegar á unga aldri bar á afburða gáfum hans og fjöl- hæfi. prátt fyrir ófullkomna skólamentun þeirra tíma, komst hann fyrir ástundunar sakir til menta. Hann lagði stund á eðlisfræði, efnafræði og stærð- fræði, en hneigðist einnig að heimspeki og skáldskap. Eðlisfræðin var aðalfræði- grein hans og áttu skáld- skapargáfa lians og heim- spekisýslanir mikinn þátt í afrekum hans í þeirri fræði- grein. Náttúruvísindi þeirra tíma voru miklu meira i molum, en nú er orðið. Menn þektu þá reyndar verkanir margra náttúru- afla, cn fundu þó lítið sam- hengi þeirra í milli. Menn töluðu þá um (núnings)raf- magn, galvansmagn og krafta þá, er verka við efna- lausnir. En fáa grunaði, að — í öllu þessu væri um sam- kynja krafta að ræða. Örsted sá í huga sjer miklu meira samræmi i náttúrunni, bæði liinni lif- rænu og ölífrænu náttúru. Hann var viss um, að hægt myndi að rekja allar verk- anir til tveggja andstæðra frumkrafta. Nálgast hann þar mjög nútíðar skoðan- ir manna á þessum sviðum. Vísindarannsóknir hans miðuðu að því, að sanna þetta og finna samræmið milli þektra verkana. Örsted hafði náin kynni af mörgum merkustu vísindamönnum þeirra tíma; meðal þeirra var pjóð- verji, V. Ritter að nafni, eðlisfræðingur og afbragðs gáfumaður. peir (írsted urðu mjög samrýndir og er enginn vafi á, að Ritter hefir gefið honum marg- H. C. örstcd.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.