Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 16
Szsijéing ax o '3 é xoun a nami íftíi Otöfu <z/f-ítu OHafíJ.óttu’L, [jóímóJwi Inngancur I grein þessari verður fjallað um breytingar sem orðið hafa á ljós- mæðramenntun í gegnurn tíðina og þá þróun í ljósmæðramenntun sem á sér nú stað á Islandi. Markverð tímamót eru framundan. Um áramótin 1995-1996 hefst nýtt nám í ljósmóðurfræði við námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands. Ljósmæðraskóli íslands sem var rekinn á vegum heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis hefur verið lagður niður. Það gerðist þegar 30 ára gömul lög um Ljósmæðraskólann voru felld úr gildi þann 1. júlí 1994. Fjallað verður um þróun ljós- móðurstarfssins og hlutverk ljós- mæðra. Stiklað verður á stóru í sögu ljósmæðramenntunar á íslandi og greint verður frá aðdraganda þess að nám í ljósmóðurfræði flyst í Háskóla íslands. Lítillega verður rætt um undirbúning, skipulag námsins, hvaða breytingum megi búast við, á hvaða hugmyndum verði byggt og hvaða markmið verði sett í náminu. Að lokum verður hugað að því hvaða þörf sé fyrir ljósmæður í samfélaginu og íhugað hvaða þættir geti haft áhrif á starfssvið ljósmæðra. Upphaf skipulagðrar ljósmæðra- kennslu hér á landi má rekja til erindibréfs Bjarna Pálssonar fyrsta landlæknis á íslandi, sem skipaður var í embætti 1760. Hann var fyrsti kennari íslenskra ljósmæðra og í erindisbréfi hans er þess strax getið að kenna eigi ljósmæðrum vísindi. „Til þess að vorir kæru þegnar á Islandi megi einnig verða góðra og vel menntaðra Ijósmæðra aðnjótandi, mörgum mannslífum til björgunar, skal landlækni og skylt að taka, svo fljótt sem auðið er, eina eða fleiri siðsamar konur og veita þeint tilhlýði- lega fræðslu í ljósmóðurlist og vísind- um, og ennfremur , þegar tækifæri gefst á ferðum hans, að kalla á sinn fund nokkrar af þeim, sem nú eru ljósmæður, og fræða þær um þau atriði, sem mest á ríður, erfiðar fæð- 14 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.