Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 14
Cytotec til framköllunar fæðinga Cytotec eða misoprostol er prostagl- andín E1 analog þ.e.a.s virkar eins og náttúrulegt prostaglandín. Samdráttareiginleikar prostaglandína á leg voru uppgvötvaðir um 1969 þegar það var fyrst notað til gangsetninga á 10 konum (1). Náttúruleg prostagl- andín hafa mjög stuttan helmingunar- tíma og þarf að gefa mjög háa skammta með stuttu millibili ef áhrifa á að gæta. Einnig voru algengar aukaverkanir frá meltingarvegi og lélegt geymsluþol var til vandræða. Þannig var fljótlega hætt að nota hin náttúrulegu prostaglandín og í staðinn farið að þróa lyf með sömu virkni, en með lengri helmingunartíma og færri aukaverkanir. Þannig hafa prostaglandín analogar eins og Prostin (Dinoproston) og Cytotec tekið yfir og eru notuð í dag í stað hinna náttúrulegu prostaglandína. Árið 1967 komu í ljós verndandi áhrif prostaglandína á magaslímhúðir, en þau minnka seyti á magasýrum (2). í framhaldinu hófst framleiðsla Cytotec til notkunar gegn magasárum. Árið 1987 er fyrst lýst áhrifum Cytotec á þungað leg og eftir það var það tals- vert notað ólöglega til fóstureyðinga, sérstaklega í rómönsku Ameríku. Beitt hefúr verið þrýstingi og mótmælum gegn framleiðandanum vegna þessa sem tafið hefur fyrir markaðsetningu lyfsins í fæðingar- og kvensjúkdómum. Til þess að hægt sé að skrásetja Cytotec til notkunar við framköllun fæðinga þarf geysilega stórar og kostn- aðasamar rannsóknir. Þar að auki er erfitt að fá leyfi til rannsókna á þung- uðum konum, m.a. af siðferðislegum ástæðum. Einkaleyfi Searle lyfjafyr- irtækisins rann út 2005 og eru nú fleiri fyrirtæki sem framleiða Cytotec og fæst það t.d. í Brasilíu og Egyptalandi sem 25 míkrogrömm til gjafar í leggöng við framköllun fæðinga. Bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin (FDA) samþykkti árið 2003 notkun Cytotec til fóstureyðinga. Sama stofnun hefur ekki samþykkt notkun Cytotec til ffam- köllunar fæðinga en hefúr heldur ekki bannað notkun þess í þessum tilgangi Berglind Steffensen sérfræðingur í fæðingar- og kvensjúkdómum Landspítalanum og hefur gefið út yfírlýsingu um að sé það notað skal gæta fyllstu varkámi, fylgja bestu fáanlegu rannsóknum og gagnreyndri læknisfræði hverju sinni. Auk þess skal halda skrá um notkun og virkni (3) Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefúr bætt Cytotec á lyfjalista stofnunarinnar (Model list for drugs for induction of labour and abortion) sem nauðsynlegt lyf í fæðingar og kven- sjúkdómum (4). Benda má á fleiri lyf sem notuð era í fæðingarfræði þrátt fyrir að lyfið sé ekki skrásett til þeirrar notkunar (off-label). Þar má nefna m.a. Bricanyl og Adalat sem notuð eru til að draga úr samdráttum í legi, Betametason sem gefið er til örva lungnaþroska fósturs, magnesíum dreypi til að draga úr krampahættu i alvarlegri meðgöngueiturun, progesterone til að reyna að hindra fyrirburafæðingu. Þessi lyf eru öll gefín eftir ákveðnum reglum og fyllsta öryggis er gætt. Cytotec var fyrst notað til framköll- unar fæðinga árið 1987 vegna dáins fósturs og 1991 hjá lifandi fóstri (5). Hafa yfír 100 rannsóknir verið birtar þar sem fjallað er um notkun þess og verkunarmáta við framköllun fæðinga. Cytotec er hægt að gefa um munn, undir tungu, í leggöng eða endaþarm. Það veldur samdráttum í legi með að bindast EP2/EP3 prostaglandín viðtökum í legi, en það hefúr einnig mýkjandi og styttandi áhrif á legháls. Ekki er vitað nákvæmlega hvemig Cytotec hefúr áhrif á leghálsinn en það virðist vera vegna áhrifa á bandvefinn (6). Aukaverkanir eru ekki tíðar, en eru helst frá meltingarvegi; ógleði, niður- gangur og uppköst. Lýst hefur verið hita og hrolli. Legbrestur er mjög sjaldgæf en alvarleg aukaverkun en hefur nánast eingöngu sést hjá konum sem hafa ör á legi. Saga um keisara- skurð, aðgerð eða ör á legi er algjör frábending fyrir notkun á Cytotec. Þess má þó geta að á mjög mörgum stöðum eru notuð prostaglandin (Prostíntöflur/ Gel) önnur en Cytotec þrátt fyrir ör á legi. Hjá konum með sögu um fyrri keisara sem reyna fæðingu um leggöng er tíðni legbrests um 0,5-1,0%. Þar sem legbrestur er svo sjaldgæf aukaverkun þyrfti rannsókn með um 60 þúsund konum með sögu um ör á legi ef fínna ætti hvort tíðni legbrests er aukin eftir gjöf Cytotecs (7). Hætta á legbresti er einnig til staðar eftir gjöf Prostíns. Framköllun fæðingar eykur ekki hættuna á legbresti hjá konum með ör í legi samanborið við sjálfkrafa sótt. Niðurstöður frá kerfisbundnu yfír- liti (Systematic Rewiev-2008) (8) þar sem 70 rannsóknir voru teknar til skoðunar sýndu að sé Cytotec gefið í stærri skammti en 25 mikrogrömm eru marktækt fleiri sem fæða innan 24 klst., minni þörf er á Oxytósíni og mænu- rótardeyfingu, en meira var um oförvun (fleiri en 6 samdrættir á 10 mín) og lituðu legvatni þó án þess að hafa áhrif á börnin. Það var ekki meira um vökudeildarinnlagnir eða slæma útkomu hjá börnunum. Rannsókn sem birtist í British Joumal of Obstetrics and Gynecology í septem- ber 2008 bar saman notkun á Prostíni 3 mg og Cytotec 25 mikrogrömm gefið í leggöng. Um 300 konur voru í hvorum 14 Ljósmæðrablaðið desember 2008

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.