Einherji


Einherji - 28.01.1965, Blaðsíða 2

Einherji - 28.01.1965, Blaðsíða 2
2 EINHERJI Fimmtudag’ur 28. jan. 1965. Blað Frams ólmarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra Ábyrgðarmaður: Jóliann Þorvaldsson Árgjald kr. 50,00. Gjalddagi 1. júlí SiglufjarZarprent- smiZja h.f. Þetta getur ekki gengið lengur I janúar í fyrra var það aðalverk ríkisstjómarinnar að hækka söluskattinn úr 3% í 5^4%. Var gert ráð fyrir að sú hækkun næmi Um 250 millj. kr. í álögur á þjóðina. I árslok nú, var það eitt síðasta verk sömu ríkisstjórnar að hækka söluskattinn enn um 2%, úr 514 í 7Vi%> °g eru það yfir 200 millj. kr. álögur á þjóðina. Er þá söluskatts- hækkunin á einu ári farin að nálgast 500 millj. kr. Er lxækkunin ein yfir 13000 kr. á hverja fimm manna fjöl- skyldu. — Furðulegt, en satt. Heilbrigð skynsemi segir okkur að jætta geti ekki gengið lengur. Nú sé mælirinn fullur og ríkisstjórn, sem enga lausn finnur á vanda efnahagslífsins, aðra en þá, að hækka söluskatt um 13000 kr., á einu ári, á hverja fimm manna fjölskyldu, eigi að fara frá. Og geri hún það ekki, hljóti þingmenn að neyða hana til þess, með því að neita henni mn stuðning þingsins. Þetta myndi lílta gerast í flestum lýðræðislöndum, öðrum en íslandi. Ríkisstjórn geta verið mislagðar hendur, og einstakir ráðherrar látið sér detta í hug furðulegustu hluti, en að meirihluti þingmanna, kjöriuna fulltrúa þjóðarinnar, skuli sa-mþ. slík ósköp, og gera að lögum, án minnstu tilrauna til lagfæringar áður, er einum of mikið. Slík vinnuhrögð hljóta að veikja traust þjóðarinnar á þeim þingmönnum, er þannig starfa, amiað hvort af stefnuleysi eða flokks- höftum. Um traust ríkisstjórnarinnar hjá þjóðinni þarf ekki að ræða í þessu sambandi. Það er ekliert til lengur. Hækkun f járlaga Eitt síðasta verk Alþingis fyrir jólin var afgreiðsla fjárlaga fyrir árið 1965. Voru það langhæstu fjárlög sem samþykkt hafa verið, eða um 3529 millj. kr. Árið 1958 var upphæð fjárlaga 882 millj. kr. Á sex árum hafa því fjárlögin hækkað um meira en 2*4 milljarð. Þó er sagan þar með ekki öll sögð, því nú er eftir að samþ. tekjur vegasjóðs af benzínskatti og bifreiðagjaldi, og sú upp- hæð verður ólildega undir 200 millj kr. Að læirri upphæð viðbættri er upphæð fjárlaga orðin yfir 3700 millj., og er þá hækkunin um 300% frá 1958. Getur þetta gengið lengur? Þess skal getið Um síðustu áramót lækkuðu bankavextir almennt um 1%. Venjulegir bankavextir verða bví 6% í stað 7- Víxla- vextir verða 8% í stað 9. Vextir af afurðalánum sem Seðlabankinn endurkaupir, eru lækkaðir nokkru meira. Vissulega er þetta spor í rétta átt og átti að vera komið fyrr. Þetta er eitt af því sem Framsóknarmenn hafa bent á og barizt fyrir, og ríkisstjórnin skammað þá fyrir. Það er íhugunarefni fyrir þjóðina, að geri ríkisstjórnin eitt- hvað, sem vit er í og flestir finna að er rétt, þá eru um að ræða tillögur sem Framsóknarmenn hafa flutt árum saman en þinglið ríkisstjórnarinnar stritast við að fella. Á þessu sézt hversu mikil þjóðarnauðsyn það er, að stuðn- ingsmönnum ríkisstjórnarinnar á Alþingi sé gefið frí frá þingsetu, og ný ríkisstjórn taki við. Nýr plötuspilari til sölu — Verð kr. 2.000,00 Utborgun kr. 1000,oo. Félagsmenn! Upplýsingar gefur KARL LILLIENDAIIL Arðmiðum, ársins 1964 skal skila á skrifstofu Úska eftir aðstoðarstúlku vora sem fyrst, og eigi síðar en 15. febrúar JÓHANN JÓNSSON KAUPFÉLAG SIG LFIRÐIN GA tannlæknir WUM DAGINN :0G VEGINN Úr Skagafirði í jan. Óvenjulegur loftleki Tíðarfar hefur verið hér heldur stirt og leiðinlegt það sem af er þessum vetri. Fyrir það má segja, að úrfellin hafi verið einkennandi. Frá vetrar- hyrjun og þar til nú um miðj- an janúar hefur einhvers kon- ar úrfelli og þá oftast snjókoma eða slydda, verið í 40 daga, eða framt að því annan ilivorn dag til jafnaðar. Er það óvenjuleg- ur loftleki í þessu annars þurr- viðrasama héraði. Snjór er ])ó ekki mjög mikiil liér um slóðir, en storka því meiri og þess vegna ónotalegt til jarðar. Þess utan fara svo skakviðrin illa með skepnur, sauðfé stendur illa á beit og hross iláta hold. Samgöngutruflanir af völdum snjóa hafa ebki orðið verulegar í innhéraðinu a.m.k., og hafa mjólkurflutningar að mestu gengið eðlilega. Hins vegar ólg- aði Dalsá, og síðar einnig Héraðsvötnin, yfir þjóðveginn neðan Akratorfu í Blönduhlíð, með þeim afleiðingum, að ófært var þar um hríð öðrum hjóla- tækjum en trukk-bílum. En þó að veðuriagið leiki engan veginn við menn hér, reyna Skagfirðingar þó að skenunta sér eftir föngum. Danssamkomur eru í félags- heimilunum til og frá, og þykja engar fréttir. Leikfélag Sauðár- króks liefur haft nokkrar sýn- ingar á Gullna hliðinu við á- gæta aðsókn og góða dóma. Kariakórarnir þrír eru allir að störfum, og einn þeirra, Heimir undir stjórn Jóns Björnssonar á Hafsteinsstöðum, hélt að venju opinbera söngskemmtun á iþrettándanum. Var samkom- au vel sótt og söngurinn Heimi til sóma. Má það raunar undra- vert kalla, að sveitakór skuli geta, á hálfum öðrum mánuði æft lög — viðamikil sum og varidmeðfarin — svo vel, að flutningur þeirra er prýðilega frambærilegur á opinberum vettvangi. Á bak við slikan ár- angur liggur mikið starf,* unnið af ómældri óeigingirni j)g fórn- fýsi. Tónlistarskóli Skagafjarðar Sá gleðilegi atburður hefur nú gerzt, að tónlistarskóli er tekinn til starfa á Sauðárkróki. Á stofnun hans sér eðlilega nokkurn aðdraganda, og skal hann ekki rakinn liér, enda hef- ur það áður að nokkru verið gert hér i blaðinu. Ekki er þó riðið úr hlaði með neinum fyrirgangi, enda sígandi lukka bezt. Eyiþór Stefánsson, tón- skáld á Sauðárkróki, hefur á hendi skólastjórn og kennir jafnframt tónfræði og tónlistar- sögu, en frú Eva Snæbjörns- dóttir, Sauðárkróki, annast kennsiu í hljóðfæraleik, og þá fyrst og fremst orgel- og píanó- leik. Er það mikið lán fyrir okkur Skagfirðinga, að eiga Ey- Þór og frú Evu hér heima, því ella væru engar líkur til þess að skólinn hefði tekið til starfa nú eða á næstunni. Hvort tveggja er, að fylking tónlistar- kennara er þunnskipuð og höf- uðborgardýrðin vill draga þá til sjn eins og annað. Að sjálf- sögðu verður reynt að auka á fjölbreytni hljómlistarkennsl- unnar í skólanum þegar að- staða leyfir. Þegar skólinn tók til starfa nú í byrjun mánaðar- ins, voru skráðir nemendur , um 20. Það er hið tiltöluleg nýstofn- aða Tónlistarfélag Skagfirðinga, sem bei-tt hefur sér fyrir skóla- stofnuninni, en það samanstend ur af mönnum víðs vegar úr héraðinu og hefi ég, á þessari stundu, saririast að segja enga hugmynd um tölu félagsmanna. Stjórn Tónlistarfélagsins skipa: Eyiþór Stefánsson, Ólafur Stef- ánsson og Jón Karlsson, allir búsettir á Sauðárkróki, Jón Björnsson, Hafsteinsstöðum, og Magnús H. Gíslason, Frostastöð- rim. Sem að líkum lætur þarf ær- ið fjármagn til þess að reka tónlistarskóla, og þó einkum til ]>ess að hleypa honuin af stokkunum. Mátti það því að- eins takast að héraðsbúar al- mennt sýndu málinu velvilja og áhuga. Hann liefur heldur ekki brugðizt. Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu veitti 20 ])ús. kr. framlag til skólans. Kven- félag Sauðárkróks færði skól- anuin 10. þús. kr., og fleiri fé- lagssamtök og fjölmargir ein- staklingar liafa einnig lagt myndarlega hönd á plóginn. öllum þessum aðilum ber að þakka velvild og veittan stuðn- ing við |)nnn sprota, sein hér hefur nú skotið rótum, og sem á, ef allt fer að auðnu, að geta orðið mikils vísir. Prestar í Skagafirði Hafi verið þörf fyrir þá tölu presta, sem verið hefur hér i Skagafirði fram á sl. ár — og sem ég er ekki að draga 1 efa — mætti ætla, að slaklega væri nú séð fyrir sálarheill liéraðs- búa það sem af er þessum vetri, nema þá því aðeins að þeir, sem viðlátnir eru, leggi á sig meira erfiði við embættisstörf- in en hæfilegt má kalla. Prest- arnir hafa lengst af, hin síðari ár, verið 8, fjórir austan Hér- aðsvatna og fjórir vestan. Nú eru þeir hins vegar aðeins 4 í héraðinu. Sr. Helgi Tryggvason á Miklbæ hvarf á ný til Reykja-i víkur. Hefur enginn komið í hans stað. Sr. Oddur Thoraren- sen í Ilofsósi er að heiman vegna heilsubrests. Sr. Gunnar í Glaumbæ á þingi, (það hefur hann að vísu verið áður), og sr. Þórir Stephensen í Þýzka- lendi. Eftir eru sr. Björn Björnsson, prófastur á Hólurn, sr. Guðmundur, á Barði i Fljót- um, sr. Bjartmar á Mælifelli, og sr. Finnbogi, í Hvammi í Laxárdal. Væntanlega rætist úr þessu með vordögunum. Sjálf- sagt kemur sr. Þórir endur- nærður frá Þýzkalandi, ein- hvern tíma lýikur alþingi, og vonandi nær sr. Oddur heilsu á ný. En hvað skeður á Mikla- bæ? Ekki hef ég fregnað, að brauðinu liafi verið slegið upp. Er það e.t.v. vegna þess, að fullvíst þyki að enginn muni sækja? Ég veit það ekki, en hitt er víst, að ýmsir munu telja það miður farið af riiörg- um ástæðum, að Miklibær liverfi úr tölu prestsetra. —mhg Brotizt um Langadal einu sinni í viku Blönduósi, 21. jan. Ilér hefur verið norðiæg átt, snjókoma og mikið frost að undanförnu. Færð á vegum víða slæm, einkum fram til dala, og ófært um Langadal. Erfitt út á Skaga en dágott i vesturhluta sýslunnar. Holtavörðulieiði er ófær nema á þriðjudögum og föstudögum. Þá er bílalestum FJÁRLÖGIN Framhald af 4. síðu. Til Blönduóss ...... 50 iþús. — Hofsóss ....... 400 — — Hvammstanga 50 — — 'Sauðáríkróks .... 100 — — Sigluifjarðar .... 400 — Fyrir utan framlög til skólahúsa í smíðum, eru iþessar f járveitingar til nýrra skólahúsa í kjördæminu: Á Blönduósi ....... 700 þús. — Reykjum, Hrút- 700 — — Sauðárkróki .... 600 — Afgreiðslu vegaáættlunar fyrir árið 1965 varð ekki lokið fyrir þinghlé, svo að það mál bíður framhaids- þingsins. ÞAÐ KOSTAR 311 MILLJ Rekstrarkostnaður ríkis- ins er mikill og sívaxandi. Þar sézt enginn sparnaður, þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnarinnar. Á 8., 10. og 11. gr. fjárlaga er færður kostnaður við stjórn lands- ins, utanríkismál, dómgæzlu, lögreglustjórn og álagningu og innhieimtu tolia og skatta. í nýju fjárlögunum eru þessi gjöld láæltluð samtals um 311 millj. kr. Hafa hækkað á einu ári um 53 millj., en samtals nemur hækkun þeirra á valdatíma núver- andi stjórnarflokka 216 millj. kr. — Hér er miðað við áætlanir fjárlaga, en eins og venjulegt er má bú- ast við að þessi gjöld, og mörg önnur, verði hærri en fjárlögin gera ráð fyrir. Skúli Guðmundsson. hjálpað y.fir heiðina, og í dag er verið að moka, því á morg- un er föstudagnr. 1 dag er frostlaust og lítur út fyrir hláku. Einu sinni í viku er reynt að brjótast fram Langa- dal og sækja mjólk til bænda. Um aðra hluta 'sýslunnar liafa mjólkurflutningar gengið sæmi- lega, þótt erfitt sé að fara. Hér er lítið um atvinnu, og nokkur hópur manna atvinnu- laus. Framkvæmdir úti við liggja niðri vegna tíðarfars. Er það nuinur eða í fyrra, þá var byrjað á stórri byggingu í febrúar. Verzlun er Mtil og um- ferð um Blönduós sama og eng- in nema í sambandi við bíla- lestina að sunnan. Leikfélag Blönduóss sýndi gamanleikinn „Hringurinn“ nú eftir áramótin. — Ö. S. Skagaströnd, 23. jan. Lionsklúburinn gaf barna- skólanum tæki til að kenna öndunaraðferðir. Er það brúða í líkamsstærð og fylgja henni pípur o.fl. áihöld við kennsl- una. Kvenfélagið gaf kirkjunni vandaðan orgelstól og kross. Er hvort tveggja hinir beztu grip- ir, gefnir til minningar um frú Sigríði Guðnadóttur, er lézt á sl. ári. Frú Thyre Loftsson gaf bóka- safninu 300 bindi bóka. Er gjöfin gefin til minningar um móður frú Thyre, Þuríði Ja- kobsdóttur, en hún var fædd að Árbakka í Ilöfðahreppi. • Tíð liefur verið stirð síðan um áramót. Fyrir áramót var afli báta mjög tregur, en hefur lieldur glæðst í siðustu róðrum, en ógæftir hamla sjósókn. Einn bátur, Húni II. er á síldveið- um fyrir sunnan, og gert er ráð fyrir að stærri bátarnir tveir fari suður um miðjan febr. á netaveiðar. Annað frystihúsið, Hólanes, hefur ekkert starfað í vetur, en frystiliús kaupfélags- ins unnið úr aflanuin og vinna við það sæmileg þegar róið er.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.