Akranes - 01.02.1943, Blaðsíða 1

Akranes - 01.02.1943, Blaðsíða 1
II. árgangur. Akranesi, febrúar 1943. 2. tölublað. Sundlaug - Baöstofa Það væri þroskamerki AHir Akurnesingar hljóta að fagna því, að hér rísi upp sundlaug og almennings- bað. Eins og nú standa sakir væri óhugs- andi, að reka sundlaug upphitaða með kolum nema þá nokkra daga á ári; en að því væri næsta lítið gagn. Heita vatn laug- arinnar fæst með þeim hætti, að notað verður kælivatn Ijósamótoranna. Það fé, sem fyrir hendi er tii þessa er: í sundlaugarsjóði sjómanna kr. 25125.32 Upphæð, sem verja má til þessa úr Minningarsjóði Bjarna Ólafssonar — 12448.86 Eða samtals krónur 37574.18 Þá hefur verið sótt um styrk til verks- ins, ^5 hluta kotnaðar. Ennfremur eru til 5000 kr. sérstaklega ætlaðar til gufubað- stofu. Að sjálfsögðu er þetta ekki nóg, en þegar Akurnesingar sjá að hafizt er handa; laugin og áföst bygging rís af grunni, er víst að margir Ieggja þar hönd að góðu og nytsömu-verki, annað hvort með vinnugjöfum, peningagjöfum eða hvorutveggju. Fyrir drátt þann, sem orð- ið hefur á framkvæmd verksins, höfum vér sem betur fer ekki biðið til einskis; því fyrir það höfum vér komizt hjá ýms- um þeim skerjum, sem aðrir hafa steytt á um byggingu sinna lauga. Höfum vér því fyllstu vonir um að málið sé rétt og far- sællega til lykta leitt og endanlega komið í höfn. Rekstur laugarinnar ódýr en af- notin mikil, haldgóð og heillavænleg fyr- ir aldna og óborna á Akranesi. Þá hefur ekki verið til einskis barizt. Sundlaug þessa eiga Akurnesingar að byggja í minningu um allar sínar föllnu hetjur. Veglegra minnismerki getur ekki; því það er hvorttveggja í senn sístarfandi slysavörn og heilsuvernd ungra og gam- alla. Það væri því ánægjulegt og eftir- breytnisvert, ef öll vinna við þessa laug yrði framkvæmd ..f sjálfboðaliðum, eða af fé þeirra, sem ekki gætu komið vinnu við. Þá hefðu Akurnesingar sett met í vinnubrögðum í þriðja sinn. (Fyrsta sam- komuhús staðarins var þannig byggt, rétt eftir aldamót, og Skátahúsið 1929). Þá hefðu þeir gert viðeigandi skil minningu hinna mörgu sjómanna vorra, sem látið hafa lífið úti á svalköldum sævi eða upp við strendur Iandsins. Þetta er óskabarn vor allra án undan- tckningar. Rétt eftir 1880 var í Æfingarfélaginu rætt um sundnám og sundkunnáttu, en ekkert varð þó úr framkvæmdum fyrr en U. M. F. Akraness kemur til sögunnar ár- ið 1910. Líklega er það 1911, sem fé- lagið hefur námskeið í Leirárlaug. Fyrir pilta að verarlagi en stúlkur um vorið. Þar hefur félagið líka námskeið 1922. I ósnum í Miðvogslæk 1924 og í Teigavör- inni 1936. Árið 1929 byggir félagið sundskála nið- ur í Víkum, en flytur hann inn á Jaðars- bakka 1932. Skálinn fór í sjóinn í roki og stórbrimi 1933. Árið eftir byggir svo fé- lagið nýjan og vandaðan skála úr stein- steypu, með styrk úr sýslu-, ríkis- og hreppssjóði, svo og með gjöfum einstakra manna. 1932 byrjar hreppssjóður að styrkja Reykholtsferðir skólabarna til sundnáms, og hefur gert það síðan að undanteknum tveim síðustu árum. Eftir slysið mikla hér í Teigavörinni ár- ið 1939 kemst verulegur skriður á sund- laugarmálið. Það sama vor er hér haldinn fyrsti sjómannadagur. Stíga sjómenn þá á stokk og strengja þess heit, að vinna mál- inu allt það gagn, er þeir mega. Ágóðinn þennan dag gekk í sundlaugarsjóðinn og hefur svo verið árlega síðan. Þá kusu sjó- menn og sundlaugarnefnd af sinni hálfu til samstarfs um málið við stjórn Minn- ingarsjóð Bjarna Ólafssonar, um byggingu sundlaugar sem allra fyrst. Þessir menn hafa síðan unnið sameiginlega að lausn málsins, með því að athuga um hitun laug- arinnar og tilhögun alla. Um lóð undir laugina, svo og um fjárhagslega lausn málsins. Sótt hefur verið um styrk úr í- þróttasjóði ríkisins og hefur ;þróitafull- trúi, Þorsteinn Einarsson, venð áhugasam- ur leiðbeinandi nefndarLinar með allar upplýsingar sen? og teiknistofa húsameist- ara ríkisins um teikringar. Af ókunnuglciir i. var það frá upphafi ætlun allra þeir’a, sem við málið fengust, að byggja 25 metra langa laug. En vegna ýmsra vandkvæða og vaníandi gagna til endanlegrar ákvörðunar, hefur bygging laugarinnar dregist frá sl. sumri, sem ráð var þá fyrir gert. Þegar nú endanleg gögn liggja fyrir og máhð er fullrannsakað frá öllum hliðum, kemur í ljós, að ekki er mögulegt vegna skorls á licilu valni, að byggja slærri laug en 12,5 x 6—6.75 metra. Hinn 12. jan- úar var svo endanlega gengið frá málinu, þar sem mættir voru með nefndinni full- trúar frá íþróttafélögunum hér á staðnum og Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi. Eft- ir langar og ýtarlegar umræður var gerð og undirrituð svofelld fundarsamþykkt: „Ár 1493 hinn 12. janúar, var haldinn fundur á Unnarstíg 2. Mættir voru eftir- taldir fulltrúar: Fyrir íþróttafélögin: Óðinn Geirdal og Þórður Hjálmsson. Fyrir væntanlega gufubaðstofu: Árni Árnason. Sundlaugarnefndin: Ól. B. Björnsson. Guðmundur Sveinbjörnsson. Níels Kristmannsson. Þórður Ásmundsson. Axel Sveinbjörnsson. Gunnar Guðmundsson var fjarverandi íþréttaf ulltrúi: Þorsteinn Einarsson, Reykjavík. Á fundinum varð samkomulag um eftir- farandi, gagnvart byggingu sundlaugar og gufubaðstofu á Akranesi: 1. Að byggð verði á Bjargstúni sund- laug 12.5 x 6 metrar að stærð. 2. Að í sambandi við laugina verði byggðir búningsklefar, ræstiklefar, ásamt kennaraherbergi og anddyri. 3. Gufubaðstofa með tilheyrandi ræsti- baði og búningsklefa. 4. Að sótt verði um styrk til þessa til íþróttanefndar ríkisins, 2/£ hluta af kostnaðarverði. 5. Að byrja á framkvæmd verksins svo fljótt sem .tíð leyfir í vor. 6. Að komast að samningum við raf- veitu bæjarins um nauðsynlegt sam- band við mótorana, og rafmagn til nauðsynlegra nota fyrirtækisins. 7. Að semja endanlega við Kvenfélag- ið um lóðarkaup, enda verði lóðin svo stór, að hægt sé að stækka laug- ina, ef það reyndist síðar mögulegt. Fleira ekki gert“. Ó. B. B.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.