Akranes - 01.02.1943, Blaðsíða 2

Akranes - 01.02.1943, Blaðsíða 2
n AKRANES Vegir eöa Hið nýstofnaða bæjarráð hefur á fund- um sínum undanfarið rætt vegamál bæj- arins. Nýlega gerði bæjarráð það að til- lögu sinni við bæjarstjórn að rækileg rann- sókn færi fram í þessu efni og bæjar- stjórnin setti sér fastar reglur um vega- gerðir yfirleitt. Þetta mál er þess eðlis að það snertir alla bæjarbúa, og mjög veru- lega einstaka lóðareigendur, svo eðlilegt er að gera það að umtalsefni hér í blað- inu, þótt engar tillögur hafi verið sam- þykktar enn. Vegakerfi bæjarins. Samkvæmt upplýs- ingum byggingarfulltrúa bæjarins eru göt- ur þær, sem þegar hafa verið lagðar, hér um bil 6.3 km. að lengd eða 330 m. á h/erja 100 íbúa. í Reykjavík er lengd þess vegakerfis, sem þegar er lagt, kring- um 20 km. eða 62 m. á hverja 100 íbúa. Forráðamenn Reykjavíkur telja þetta vegakerfi of langt og lftt viðráðanlegt, sem sjá má m. a. af því, að nú nýlega hefur bærinn tekið upp þá stefnu að byggja margra hæða íbúðarhús til þess að hamla móti of mikilli útþenslu vegakerf- isins. Þega: reynst hefur illframkvæman- legt að leggja og halda við 62 m. löng- um vegum á hverja 100 íbúa í Reykja- v:k, er ekki óeðlilegt að Akurnesingum gangi la að halda uppi 320 m. vegum á hverja 100 íbúa. — Ef vegakerfið hér á Akranesi væri hlutfallslega jafnlangt vega- kerfinu í Reykj&vík væri það 1.2 km., eða lítið eitt lengra en Vesturgatan er ein saman. Væri þá ólíkt viðráðanlegra að korna vegunum í betra horf en nú er, svo ekki sé minnzt á allt annað, sem vegunum fylgir, svo sem skólpleiðslur, vatnsleiðsl- ur, göíulýsingu, gangstéttir, rafleiðslur, símalagnir og göturennur. Þetta, sem að framan greinir, sýnir ljós- lega, að ef hér á Akranesi eiga einhvern- tíma að koma vegir í stað vegleysu, þarf að breyta um stefnu í vegamálum bæjar ins. Nú þegar eru vegirnir orðnir það langir, að lítt er viðráðanlegt að koma þeim í þolanlegt lag, enda er það mun kostnaðarsamara en eðlilegt er og mikið þyngri byrði á bæjarbúum að halda við vegunum en raun væri á, ef fyrr hefði ver- ið komið í veg fyrir hóflausa útþennslu veganna. Orræði. Það fór líkt fyrir bæjarráði í þessu vegamáli og hinni nýju ríkisstjórn í dýrtíðarmálunum. Bæjarráðið sá ekkert bjargræði betra en það að reyna þegar í stað að stöðva frekari vegalagningu, um- fram það, sem brýn nauðsyn ber til á sama hátt og ríkisstjórnin stöðvaði aukna dýrtíð, þótt hún væri orðin óbærileg, þeg- ar þetta ráð var tekið. Það er erfiðara en ætla mætti að stöðva frekari útþenslu veganna. Fyrst má á það benda, að slíkar ráðstafanir hljóta að hafa ranglæti í för með sér. Margir einstakling- ar, sem hugsa til húsbygginga, eiga lóðir sjálfir, sem þeir vilja nota sem byggingar- lóðir, en geta ekki byggt sökum þess að vegleysur vegur liggur ekki að lóðinni. Undanfarið hefur þessu verið bjargað við með því móti að bærinn „opnaði“ veg að lóðum þeirra, en þetta er í því fólgið að bærinn kaupir lóð undir vegina, lætur taka burtu þær girðingar, sem fyrir eru og aka nokkr- um bílhlössum af ofaníburði í vegarstæð- ið. En þetta er skammgóður vermir. Að því kemur að bærinn verður að leggja í götuslóðina vatnsleiðslu, skólpveitu og síðar fullgera veginn. Þetta verður einung- is til þess að auka vegleysuna í bænum. Ef bæjarstjórnin tekur fyrir slíkar aðgerð- ir verða margir lóðareigendur fyrir órétti, þegar þeir bera sig saman við þá menn, sem þegar hafa fengið vegi „opnaða“. Við þessu er aðeins til eitt svar: Hagsmunir almennings krefjast þess, að vegamálin séu tekin föstum tökum og vegakerfinu haldið í skefjum, hvað lengd þess snertir. Ekki er hægt að ætlast til þess, að bæjarbúar almennt greiði með opinberum gjöldum óeðlilegt vegaviðhald og vegalagningu, einungis vegna þess að nokkrir einstakl- ingar þurfa að reisa hús á lóðum, sem hafa ekki samband við vegakerfi bæjar- ins. Þrátt fyrir þetta er ekki hægt að neita því, að nýbreytni í þessum efnum hefur margskonar rangiæti í för með sér gagn- vart einstaka lóðareigendum. Þá er og þess að geta, að á einhvern hátt verður að sjá bæjarbúum fyrir bygg- ingarlóðum. Svo er háttað, að enn eru margar óbyggðar byggingalóðir við þá vegi, sem þegar eru Iagðir, en lóðir þess- ar eru flestar í einstaklingseign og þá sjaldnast falar til kaups. Einn bæjarfulltrúanna hefur lengi hald- ið því fram, að eðlilegasta lausnin sé sú, að bærinn leggi veg í landi sínu, vísi mönnum á byggingarlóðir við hann, en leggi síðan ekki fleiri götur fyrr en sá vegur er fullbyggður. Með þessu móti er hægt að byggja bæinn skipulega, en á þenpa hátt hafa í Reykjavík verið byggð heil bæjarhveífi. í bæjarráði kom fram sú skoðun, að ekki væri eðlilegt að taka með öllu fyrir vegalagningu eða opnun vega eftir beiðni einstaka manna, sem eiga lóðir, er ekki liggja að vegi, en allar slíkar framkvæmd- ir þyrfti að athuga í hverju einstöku til- felli og leggja veginn því aðeins að það lengdi ekki vegakerfið meir en nauðsyn bæri til, og legði ekki of miklar fjárhags- legar kvaðir á bæinn. í Reykjavík hefur síðan árið 1919 ver- ið fylgt alveg ákyeðnum reglum í þessu efni. Þær eru í stuttu máli þær, að ef ein- staklingur fer þess á leit við bæinn, að hann breyti lóð í byggingarlóð, er það einungis gert með þessum skilyrðum: 1. Lóðareigandi leggur fram ókeypis lóð undir veginn. 2. Lóðareigandi greiðir vegna vegagerðarinnar kr. 2.00 fyrir hvern fermeter byggingarlóðar, sem mynd- ast við hinn nýja veg. 3. Lóðareigandi greiðir '/5 af söluverði lóðanna í bæjar- Hver verðnr rnest? Fyrir nokkru síðan var Kvenfélagi Akurnesinga afhentar þúsund krónur, dán- argjöf frá Jóni Guðmnudssyni skósmið til húsmæðraskólasjóðs Akraness. Mun eigi fjarri sanni að ætla, að Jón sálugi hafi með því að styrkja einmitt þessa stofnun, verið að sýna, hversu hann mat samfylgd hinnar góðu konu, Gróu Jónsdóttur. Er mér kunnugt um frá nákomnum ættingj- um, að honum var síðustu æviárin tíð- hugsað til hennar og þess alls, er hún hafði honum gott gert. Nú munu þeir menn eigi vera allfáir, sem varðveita dýrar minningar einhverrar konu, er þeim hefur veitt ástúð og um- hyggju. Varð þessi áður umgetna gjöf til þess, að mér datt í hug að vekja máls á því hér í blaðinu, hvort enginn væri sá Akurnesingur, ungur. eða gamall, sem vildi minnast konunnar, er hann unni, með ein- hverri gjöf til húsmæðraskólans. Hver veit nema að sú gjöf geti á sínum tíma borið margfalda ávöxtu. Hver veit nema að svo kunni að fara, að með bættri menntun húsfreyjunnar sé lagður traustur grund- völlur að lífshamingju þjóðarinnar. Hver og einn getur spáð í þær eyður svo sem honum sýnist. En eitt er víst, að fjölmarg- ar íslenzkar húsfreyjur, Iífs og liðnar, mundu unna kynsystrum sínum, hinum ungu og ófæddu, að ganga betur undir- búnar út í baráttu og vanda húsfreyju- og móðurstöðunnar en þær sjáifar áttu kost á. Því er þeirra allra minnzt á viðeigandi hátt með því að leggja stein í byggingu húsmæðraskóla. Akurnesingar, utan bæjar og innan! Hver verður næstur til þess að minnast konunnar, sem honum var kærust, með því að senda húsmæðraskólasjóði Akra- ness minningar- eða dánargjöf? Kvenfélag Akurnesinga og Kvennadeild V. A. veita slíkum gjöfum viðtöku. Svafa Þórleifsdóttir. sjóð. Vegagerðaskylda hvílir þó aðeins á bæjarstjórn, að vegurinn eða holræsið liggi ekki yfir lóðir eða erfðafestulönd einstakra manna, sem óbreytt eru í bygg- ingarlóðir. Hér er kostnaðinum af vegagerðinni skipt niður eftir vissum reglum milli bæj- arins og lórðaeigenda. í bæjarráði komu fram raddir um það að eðlilegt væri, að lóðareigendur tækju á sig nokkurn hluta kostnaðarins við vegalagningu, þegar veg- ur er lagður að beiðni einstakra manna, legðu a. m. k. fram vegarstæðið ókeypis. Enn sem komið er hafa ekki verið gerðar ákveðnar tillögur um þetta mál. Eg tel því ekki tímabært að ræða það frekar en orðið er, á því stigi sem það er nú. Hinsvegar er vert að gera sér það ljóst, að málið er ekki auðvelt viðfangs. Ef hér á Akranesi eiga einhverntíma að koma sæmilegir vegir í stað vegleysu, verður það ekki gert án róttækra aðgerða, sem geta komið illa niður á einstaka mönnum. A. G. 1

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.