Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 24

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 24
80 TlMARIT VPl 1965 Dr. Þorbergur Þorvaldsson f. 24. 8. 1883, d. 4. 10. 1965 „ÞaÖ gerist stöku sinnum á hverju sviði mannlegrar viðleitni, að fram koma menn, sem verða miklir. Þeir vcrða hinir vísu menn, sem við lítum upp til með virð- ingu og hlýhug. Slikir menn voru Le Chatelier og Michaelis. Prófessor Þorbergur Þorvaldsson hefir helgað líf sitt rannsóknum á sementi og steinsteypu. Hann er betur þekktur en nokkur annar í heiminum fyrir afrek sín á sviði rannsókna á varanleika steinsteypu, sérstak- lega í sulfatmenguðu vatni. Persónueiginleiki hans er þannig, að enginn getur kynnzt honum, án þess að bera til hans hlýhug1)". Þetta er hluti af ávarpi, er Dr. R. H. Bogue flutti á þriðja alþjóðaþingi um sementsefnafræði, sem haldið var í London 1952. Með þessu ávarpi hefst 900 bls. skýrsla urn störf þingsins, og ber fyrirsögnina: Tribute to Professor Thorvaldsson. 1 þessari bók einni er vitnað I verk hans á 25 stöðum. Dr. Þorbergur Þorvaldsson var fæddur að Ytri-Hof- dölum í Blönduhlíð 24. ágúst 1883, sonur Þorvaldar Þor- valössonar, smiðs og bónda þar, og konu hans, Þuríðar Þorbergsdóttur. Þau fluttu til Kanada árið 1887 og sett- ust að í Árnesbyggð í Nýja-lslandi. Þorbergur var þvi aðeins 4 vetra, er hann fluttist af landi brott. Hann bar þó alla tíð mjög íslenzkt svip- mót, var lesinn í íslenzkum fræðum og talaði ágæta ís- lenzku2). Þegar Dr. Þorbergur kom síðast til Islands siðsumars 1959 flutti hann erindi í VFl, er hann nefndi „Vísinda- legar rannsóknir í Saskatchewan". Það er gott fyrir þá mörgu verkfræðinga, sem þann fund sóttu, og raunar alla íslenzka verkfræðinga, að geta yljað sér við endur- minningarnar um þennan mikla hógværa persónuleika, sem með vísindalegum störfum sínum auðnaðist að láta svo mikið gott af sér leiða. Dr. Þorbergur naut mikillar virðingar á æviferli sínum, og nú þegar hann er allur, er hans minnzt á margvís- legan hátt, eins og m.a. kemur fram i eftirfarandi grein Dr. R. P. Leggets, forstjóra byggingadeildar rannsókna- ráðs Kanada: ,,Dr. Þorbergur Þorvaldsson, heiðursforseti æðra náms við Saskatchewan háskólann, lézt í Saskatoon hinn 4. október 1965 á áttugasta og þriðja aldursári. Við lát hans hefir vísindaheimurinn misst einn af fremstu sem- entssérfræðingum sínum, — háskóli hans einn af mestu leiðtogum sínum, sem hafði þjónað honum vel í meira en fjörutíu ár, — Byggingadeild rannsóknaráðs Kanada einn af sínum beztu vinum, mann, sem gat talizt vis- indalegur fóstri deildarinnar, — og ótalinn fjöldi víða um heim, en þó sérstaklega í Kanada, hefir misst mik- inn og virtan vin. Dr. Þorbergur var fæddur á Islandi, en flutti með for- eldrum sínum til Kanada á unga aldri. Eftir að hafa lokið háskólaprófi með viðurkenningu í efnafræði 1906 við Manitoba háskólann, hélt hann áfram og tók meist- \ I N ara- og doktorsgráðu við Harvard háskólann. Árið 1914, eftir að hafa stundað nám í Evrópu um tveggja ára skeið, var hann útnefndur í starfslið Manitoba- háskólans, þar sem hann, árið 1946, varð hinn fyrsti forseti æðra náms (Dean of Graduate Studies). Hann lét opinberlega af störfum árið 1949, en hélt áfram eigin rannsóknum, án þess að draga af sér. Hið merka starf hans var í sambandi við skemmdir á steinsteypu vegna súlfatáhrifa. Hann fann upp og um- bætti súlfatþolið sement, sem nú er mikið notað um allan heim. Þetta starf hans var í samræmi við hinn mikla áhuga hans á sementsefnafræði, en fyrir hana varð hann heimsþekktur, og hinn langi listi af ritum hans skarar fram úr á þessu sviði. Höfundur þessarar greinar (PRL) minnist ánægju sinnar, en mikillar undr- unar Dr. Þorbergs, þegar þingheimur, á alþjóðaþingi um sementsefnafræði í Washington D.C. árið 1960, reis upp sem einn maður til þess að hylla hann, þegar hani'. ltom fram til þess að fiytja eina af sínum Ijósu, að því er virtist einföldu, samt efnisþrungnu skýrslum. Hann var ávallt hinn hæverskasti meðal manna. Hann fylgdist af lifandi áhuga með þróun Bygginga- deildar Rannsóknaráðs Kanada (DBR/NRC) frá stofnun. Sem félagi í Rannsóknaráði samþykkti hann með hlé- drægni að vera forseti ráðgjafanefndarinnar fyrir bygg- ingarannsóknir, en í henni sat hann frá 1953 þar til 1963, er hin langa ferð frá Saskatoon varð honum of erfið til þess að mæta reglulega. En áhuginn dofnaði ekki, og allir félagar Byggingadeildarinnar, sem heim- sót.tu Saskatoon, höfðu ánægju af að kynna honum fram- farirnar. Síðasta tækifærið, sem undirritaður hafði, var í hádegisboði 4. apríl 1965, þar sem Dr. Þorbergur var staddur. Byggingadeild kanadiska rannsóknaráðsins, ásamt öðrum vinum Þorbergs (aðallega i PFRA) höfðu ákveð- ið að heiðra hinn merka vin sinn, og viðurkenna opin- berlega hin miklu störf hans á sviði sementsfræða, með því að skipuleggja ráðstefnu um hegðun steinsteypu, með sérstöku tilliti til sulfatskemmda I Kanada. Til allrar hamingju hafði verkefnið verið rætt við hann og það fengið hæverska blessun hans. Sum af síðustu ritum hans, skrifuð i spítalarúmi, munu birtast 1967, þegar skýrslum hefir verið safnað saman fyrir ráð- stefnuna, og þær gefnar út i riti, sem verður minning- arrit til þess að heiðra þennan mikla mann.“ ■) R. H. Bogue, Proceedings of the Third International i Symposium on the Chemistry of Cement, London 1952, bls. XXX. -) Vestur-íslenzkar æviskrár, 1. bindi, bls. 341—342. 3) R. F. Legget, Building Research News, No. 17, DBR/ ^ NRC, Ottawa, Kanada, jan. 1966. H. Á. ) j sG/IÆvCcIa.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.