Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 12

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 12
Ráðunautafundur 1999 Athugun á tækni við skurðahreinsun Inngangur í eftirfarandi pistli er ætlunin að Qalla nokkuð um hvaða tæki, aðferðir og tækni koma til álita við að endurbæta framræslu á ræktunarlöndum. Ekki verður ijölyrt um nauðsyn góðrar fram- ræslu og afleiðingar þess að henni er ekki viðhaldið. Um það efni er tiltækur mikill fróðleikur og hefur reyndar oft á ráðunauta- fundum verið fjallað um þann þátt ræktunarstarfsins. Ekki eru aðgengilegar tölulegar upplýs- ingar um hve mikið magn talið í hekturum eða lengdarmetrum er þörf á að hreinsa eða endurbæta. Hér verður þó út frá ýmsum gögnum varpað fram að tún í ræktun séu um 115 þús. hektarar og að um 70% þeirra séu á fram- ræstu landi. Ennfremur er gert ráð fyrir að hverjum hektara til- heyri um 300 m langur skurður. Þessar forsendur leiða til þess að lengd skurða á ræktuðu landi sé um 24.650 km. Flestir þessir skurðir eru komnir til ára sinna og hreinsun undanfarin ár hefur 1. mynd. Skipting tíma við hreinsun á skurði þar sem botn er hreinsaður og tekið ofan af öðrum bakka, tími í mínútum og %. eftir Grétar Einarsson og Eirík Blöndal Rannsókna- stofnun landbún- aðarins, bútækni- sviði verið í algjöru lágmarki. Þá hefur því einnig verið slegið fram að nýgröft þurfi að hreinsa eftir 12-15 ár og endurhreinsun þurfí að fara fram með 8-10 ára bili. Framangreindar tölur undirstrika því ótvirætt að ætli menn að halda núverandi ræktun í horfinu er mjög þýðingarmikið að velja heppilega tækni til þess, en í því sambandi eru ýmis ný viðhorf út frá tæknilegu sjónarmiði sem skoða þarf vandlega. í eftirfar- andi umfjöllun er ætlunin að viðra ýmsar hugmyndir sem hafa verið í umræðunni að undan- förnu. Magntölur varðandi skurðahreinsun Hreinsun á framræsluskurðum hefur urn nokkuð skeið verið til athugunar hjá Bútæknideild RALA í samvinnu við Bænda- skólann á Hvanneyri og með til- styrk Framleiðnisjóðs. Sumarið 1996 og 1997 voru gerðar athug- anir með tæknibúnað og jafn- framt gerðar mælingar á magntöl- um við hreinsun á 10 ára gömlum skurðum. Þar kom fram m.a. að á lengdarmetra var botnhreinsunin 0,16-0,3 m3, þ.e.a.s. að hæfilegt reyndist að hreinsa um eitt fet úr skurðbotninum. Úr hliðum skurð- anna kom um 0,3-0,4 m3 og væri tekið ofan af skurðbakkanum reyndust það vera um 0,24-0,45 m3. Alls reyndust þetta vera um 0,7-1,15 m3 á lengdarmetra til að ná eðlilegum halla fyrir rennsli og bakkanum nokkuð niður. Lík- legt er að magntölurnar endur- spegli nokkuð aðstæður þegar komið er að eðlilegu viðhaldi skurðanna, en þær hækka að sjálfsögðu eftir því sem lengri tími líður umfram eðlilegt við- hald. Hreinsun með skurðgröfu Haustið 1997 var á vegum Bú- tæknideildar gerð lausleg athugun á vinnubrögðum ATLAS 1302 (15,5 tn) skurðgröfu í samvinnu við Jörfa hf. á Hvanneyri. Mælingamar voru gerðar m.a. vegna þess að verið var að reyna tæki til dreifingar á búíjár- 0,6 Losa í vagn 7% 0,8 Grafa af bakka Snúa gröfu 38% 2. mynd. Tíðni aðgerða (mín og %>). Vinna vió að hreinsa skurði, botn hreinsaður og tekið ofan af öðrum bakka. 12 - FREYR 7/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.