Nýi tíminn - 12.03.1947, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 12.03.1947, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 12. marz 1947. Á víif og dreif Leirhver Alþýðublaðsins, Guðm. Gíslason Hagalín, ffaus 5. h m „ P- m. 0g jafnframt ooðuð tvö gos í viðbót. Ann- ars hefur hverinn verið ó- venju rólegur nú um skeið, þótt nokkrar smœrri slettur hafi sézt á siðum Alþýðu- blaðsins. Samkvæmt Alþýðu- blaðinu er ástœðan til þessa goss sú að „það varð kunnugt á landi hér nú fyrir stuttu, að Sögur herlæknisins eftir Zakarias Topelius hafi verið bannaðar af stjórnarvöldum i Finnlandi — og þá auðvitað gerðar upptœkar og brennd- ar hvar sem þær finnast.“ Það þarf varla að taka þa.ð fram að þessi fregn er upp- spuni einn. Sögur herlæknis- ins hafa hvorki verið bannað ar, gerðar upptækar, né brenndar. Hins vegar hefur verið komið í veg fyrir að þær séu notaðar sem lestrar- bækur í barnaskólum, vegna þess að þær eru taldar ala upp í óþroskuðum bömum stríðsrómantík, þjóðrembing og hatur. Mun flestum finn- ast sú ráðstöfun hófsamleg og skynsamleg. Annars lýsa þessi vinnu- brögð vel innræti Guðmund- ar Gíslasonar Hagalíns. Fyrst býr hann til ofsalega æsi- fregn — og síðan þeysir hann leirnum útaf þeirri frétt sem hann hefur siálfur búið til. Frú Kannveig Kristjánsdóttir húsmæðrakennari gefur, í útvarpserindi því er hér birtisf, allnákvæma lýsingu á húsnæði er liéraðslæknirinn í Keykjavík hefur dæmt heilsuspillandi, en ekki er mikið útlit fyrir að rýmt verði á næstunni. Er það holl lesning fyrir þá sem ekki gera annað en yppta öxhun þegar mhmst er á húsnæðisneyð alþýðunnar í höfuðstaðn- um. — Erindið er hér nokkuð stytt. Nýtt tímarit: 91JÍHZZ" 6. þ. m. hófgöngu sína nýtt tímarit; er það rit íslenzkra jazzunnendua, og nefnist „Jazz“. í fyrsta heftinu eru greinar um hljómsveit Woody Hermans og hljómsveit Billich á Hótel Island. 1 heftinu er leitað álits les- enda á þvi hver sé bezta jazz- hljómsveit fslands árið 1947. Er laust blað í hverju hefti með þessum spurningum, og á að senda það til afgreiðslu rits- ins: Drangey, Laugaveg 58. A O A Framh. af 1. siðu. f' '' ' tíðkazt hefur á þessum leið- uim. Yimsuim amerískum blaða- mönniím og stjórnarerindrek- um, ennfremur Thor Thors,- sendiherra og frú hans, hef- ur verið boðin þáttaka í fyrstu flugferð A.O.A., sem farin verður í kringum 15. þessa imánaðar milli Ameríku og Keflavíkurflug'vallarins. Einnig hefur íslenzkum blaða mönnuim verið boðin þátttaka í fyrstu ferðunum til Ame- ríku og Norðurlanda, og loks munu sænskir blaðamenn og stjórnarerindrekar verða með al farþega í fyrstu ferðinni milli Stokkhólms og Kefla- víkurvallarins. Um þessar mundir er hér sýnd kvikmynd með nafninu Reykja- vík vorra daga. Eg hef ekki séð myndina en ég býst við að hún lýsi nokkuð öðrum hliðum á líf- inu en þeim, sem ég geri hér að umræðuefni í kvöld. Dagblöðin skýra nú frá hús- næðisrannsókn, sem fram fór á síðastliðnu sumri og sem bæjar- læknirinn nú hefur til endur- skoðunar. Samkvæmt frásögn eins dag- blaðsins voru 2210 íbúðir skoð- aðar, þar af 326 braggaíbúðir og 1884 kjallaraíibúðir (innan sviga sagt er ekki leyfilegt að byggja kjallaraíbúðir í Reykjavík) Blaðið skýrir ennfremur frá því að bæjarlæknirinn sé nú að endurskoða umsagnir nefndar- innar. Af hinum 2210 íbúðum hafi hann þegar dæmt 652 heilsu spillandi. Auk þess telji hann rannsóknina ekki íuillnægjandi, þar sem hún einungis nái til bragga og kjiallara en ekki íbúða í skúrum, háaloftum og einbýlis húsum. Mér fannst hinar ofannefndu tölur ískyggilega háar og áræddi því að snúa mér til bæjarlæknis og biðja hann um heimilisfang nokkurra þeirra sem byggju í hei'lsuspil'landi íbúðum. Hann veitti mér fúslega það sem' ég bað um og ég lagði af stað út í bæ til þess að skoða lífið bak við tölurnar. Fyrst kom ég í kjallaraíbúð aust'ur á- bæ, en þar bjuggu mæðgur. Stúlkan var í vinnu. — Snyrtileg og vingjarnleg eldri kona bauð mér inn og leysti fús- lega úr því sem ég spurði um. íbúðin var eitt lítið herbergi óg , ■ -f, eldunarp'lass. Lofthæðin undir 170 cm. í fyrra vor höfðu mæðgd'r þessar verið í húsnæðishraki og þá séð au’glýsingu í Morguniblað- inu. Eina af þessum venjulegu. Herbergi og eldunarpláss til leigu gegn standsetningu. I>ær áttu ekki annars úrkosta, létu klæða innan kjallarknn, setja ú glugga, veggifóðra, dúk'leggja og mála. — Kostnaðurinn varð um það bil 4 þús. krónur. — Tveir frændur konunnar höfðu stand- sett, svo vinnan var nú ekki hátt reiknuð. Við héldum áð þetta yrði látið ganga upp í húsal'eigunia, en það var nú ekki ætlunin, sagði konan. Húsaleig- an var svo 300 krónur á mán- uði. Þegar við vorum búnar að láta stand'setja, kom húseigand- inn með samning. Samning- urinn var upp á það áð við tækjum íbúðina, á leigu til eins árs. Hann lét í veðri vaka áð við gætum auðvitað verið leng- ur ef við vi'ldum. En ég S'agði við dóttur mína að hún mætti ekki skrifa updir þetta til ems árs. Hún hafði samt ekki kjark í sér tif þess að mótmæla. Hún skrifaði undir og nú er búið aó segja o'kkur upp í vor. — Á þá að leigja íbúðina öðrum, spurði ég. — Ætli það ekkþ svaraði konan. Skoðunarmennirnir sem komu hér í •. vor frá bænum sögðu, að, heilibrigðisnefnd hefði bannað að leigja þennan kjall- ara. En svo sögðu þeir ekki meira. Nú var búið að dúk'leggja og veggfóðra og setja hér inn glugga. Rétt fyrir kosningarnar í sumar kom svo vatn í gegnum vegginn, og ég, hef staðið við að vinda og þurrka í allt sumar. Annað slagið í vetur hafá komið lækir í gegn um eld'hússkápinn þarna. Nýi gólfdúkurinn sem lagður var í vor staðfesti orð konunnar. Hann er sundurgrotn- aður og horfinn af hálfu eldhús 'gólfinu svonefnda. Vitanlega er ekkert vatn í eldhúsinu og eng- in eldavél og skápurinn sem kon an talar um getur heldur varlaj kallazt skápur. Mæðgurnar elda á olíuvél og hita stofuna með kolaofni. Við áttum að fá að þvo á elda vél héma frammi ií þvottahús- inu, en svo var hún tekiri og ég verð að þvo hér líka, heldur konan áfram. Þetta árið verður okkur dýrt, fyrst standsetning- in, svo leigan, hiti og Ijós þar að auki. Vitið þér hvernig það er rneð íbúðirnar á Skúliagötunni, spyr konan að lokum. Við erum að •sækja þar úm. Eg get ekkert sagt henni um þær nema það að Hannes á horninu segi að þær muni verða dýrar. Og að komn- ar muni mörg hundruð umsókn- ir um 50 íbúðir. Já, segir hún undarlega æðru- laust. Við höfum heldur ekki bæjarleyfi. Höfum verið hér 3 ár og þurfum báðar að vera und- ir læknis'hendi. — Svo fyl'gir hún mér til dyra. Hatturinn minn nemur við ljósastæðið sem þó er fellt upp í loftið. — Háir menn standa ekki uppréttir hér. ★ Næst er ég stödd í bragga. Það er sólríkur frostmorgunn eins og þeir gerast í Reykjavík núna. Kuldann finn ég þó fyrst þegar ég er komin inn í eldhús. Komið þér hérna inn til min, segir korn ung kona^ með mánaðargamalt barn í fanginu. Það er ekki búið að kveikja upp í eldhúsmu og hér er ailt beingaddað á morgn- ana. — Mér hefur oft verið sagt að húsmóðirin sé eins og drottn- ing í ríki sínu. R'íki þessarar ungu drO’ttningar er kompa, 3 m. á annan kantinn og 1.80 á hinn. Þar býr hún með manni sínum og tveim börnum, öðru mánaðar gömlu og hinu 16 mánaða. Kvef- ið suðar í eldra barninu og ung- barnið hnerrar. Ofninn hefur ekkert við, segir konan. Við höf- um verið hér í þrjú ár og ekki er enn von um neitt. Vitið þér nokkuð um Skúlágötuhúsin, spyr hún eins og fyrri konan. Yngra barnið liggur í fóðiuð- um kassa uppi á kommóðu. Gólfflöturinn er ekki svo ríf- legur að veita megi hinni ný- bornu dóttur drottningarinnar nokkuð af honum. Heimilisfaðir- inn er fæddur og uppalinn í Reykjavík og í atvinnu hjá bæn- um. Bragginn er frá húsaleigu- nefnd. í honum býr alts ellefu manns. Tengdamóðir ungu kon- unnar sýnir mér hin tvö her- bergi braggans. Þau eru rúmgóð en í þeim býr líka samtal’S átta manns. f öðru herberginu eru tvö smáibörn enn í bólinu. Þetta er á 10. tímanum, en konan seg- ir afsakahdi: Það er ekki von að greyin séu viljug að fara á fætur í þessum kuída. Það er Utþráin var ætíð sterkur þátt- ur í skapgerð Nordahls Griegs. Þegar er hann var nýútskrifað- * ur stúdent, sigldi hann suður fyrir Góðrarvonarh'öfða til Ástral íu og heim aftur gegnum Súez- skurðinn. Hann hafði þá og kom- ið til allra landa í Evrópu og auk þess til Kína. Það var því mjög eð'iilegt, að hann vildi einn ig komá til Moskvu. f lok ársins 1932 kom hann þangað. Það var á dögum fimm ára áætlunarinnar. Rússneska þjóðin gerði þá tröllaukið átak að bæta það upp, hversu hin sögu- lega þróun hafði gengið hægar þar en í öðrum löndum álfunnar og skapa hinu nýja þjóðskipu- lagi traustan hagfræðilegan grundvöll. Víðast hvar, nema í Sovétrikjunum, var þessi fimm ára áætlun iMa séð. Hagfræðing ar fuiíyrtu að draumóra ihiminn þessarra bolsévíka myndi fyrr en varði hrynja saman yfir höfð- um þeirra. Ötulir fréttaritarar kepptu'st við að .útmála hungurs- neyðina í Ukrainu. Enn aðrir vildu hefja baráttu gegn þessu nýja þjóðfélagsformi, sögðu að fimm ára áætlunin væri h'íun gegn auðvaildslöndunum, því að Rússar myndu yfirfylla markað. ina af ódýrum vörum. sem fram leiddar væru með þrælavinnu. Almenningur botnaði hvorki upp né niður í þessu. Hvað var það eiginlega, sem var að gerast þarna. í Rússlandi? Voru. þrátt fyrir allt, möguleikar á, að þet.ta væri ekki einungis boilséviiskar blekkingar? Það var ný bylting, sem atti sér stað fyrstu árin eftir 1930. Stjórnmálaibyltingin 1917 hafði ekki að neinu verulegu le.yii breytt hinni þjóðfélagslegu eða hagfræðilegu stöðu sovétborgar- ans. Meirihluti íbúanna var eft- ir sem áður bændur, sem lifðu við írumstæð lífsskilyrði, drógu fram lífið á hinum. lélegu jarð-. arskikum sínum. Iðnaðurinn var lítiil að vöxtum og langt á eftir t.ímanum, enda unnið að honum með úreltum atvinnu- tækjum. Það sem orkaði tví- mælis, var hvort Sovétríkin myndu af eigin rammleik geta . iyrað í því kapphlaupi, sem þau hlutu að eiga fyrir höndum við auðvaldsríkin. Eftir aðra heimsstyrjöldina er það auðskil- ið. hvers vegna leiðtogar Sovét- '•íkjanna lögðu svo milda á- heralu á að flýta hinni efnalegu og and’egu þróun. Hún var Sov- étiiíkjunum sá varnarveggur. sern allar árásir afturhaldsins strönduðu á. Án þessarar þróun- ar hefðu þau verið lögð í rústir. En þetta var ekki auðsótt verk. Jafnvel innán Sovétiiíkjanna sjálfra voru til'öfl, sem voru al- gerlega í andstöðu, öfl, sem vildu kyrrstöðu enf‘ekki framfarir. Baráttan mi'Ui'tiþessarra tveggja andstæðu afla'var bæði löng og hörð. Andbyltingarmennirnir höfðu sterk sambönd utan Sovét Nordahl Grieg í Moskvu 1933. ríkjanna. Það lágu margir leyni- þræðir milli fjandmanna sovét- skipulagsins í Rússlandi og her- foring.jaráða og fréttastofnana auðvaldslandarina. í Moskvu- hafði 3. internatsjónalið aðsetur sitt, yfirstjórn alþjóðasambands kommúnista. í Rússlandi var

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.