Nýi tíminn


Nýi tíminn - 20.11.1952, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 20.11.1952, Blaðsíða 3
Fimmtudagui- 20. nóvember 1952 — NÝI TÍMINN —(3 Árni Pálsson prófessor 13. sept. 1878 — 7. nóv. 1952 IN MEMORIAM Þegar mér barst andláts- fregn Árna Pálssonar prófess- ors, datt mér í hug lítið, löngu liðið atvik. Það var á Jóns messukvöld fyrir 15 árum, að við Árcii vorum báðir staddir í Kaupmannahöfn. Borgin var klædd sinni björtustu hásum- arsdýrð, að eyrum okkar barst ljóð Drachmanns um dýrling dagsins, er ungir menn renndu bátum sínum eftir síkjunum. Ég hef nú með öllu glejnnt út af hverju það spannst, en ég sagði við Árna: Ég skal segja frá því í erfimælunum um þig! Mér er það líka úr minni liðið, hvað það var, sem ég þóttist ætla að geta í erfiminningunni um hann. Áruii Pálsson leit snöggt til mín og svaraði: Ég á nú eftir að skrifa erfimælin um þig og alla þína jafnaldra! - Satt að segja þótti mér þá ekki ólíklegt, að Árni Pálsson j-rði sannspár, þvi að á þeirri stundu var hann með slíku yfir- bragði, að ekkert virtist honum fjær en feigðin, og trúlegast, að Iiann mundi standa kvikur og heill yfir moldum mínum og minnar kynslóðar. En hann fékk ekki efnt þetta heit — og ég raunar ekki heldur loforð mitt. Árni Pálsson varð rúmlega 74 ára gamall. Hann var úr flokki hinnar oftnefndu alda- mótakynslóðai', er lagði fram viðinn og telgdi stoðirnar í Is- Iand nútímans. Hann lifði undratíma íslandssögunnar, er þjóðin flutti úr kaldri sveita baðstofu 19. aldar í hverahituð og raflýst híbýli hinnar 20. Oft minntist Árni þessara um- skipta, þessarar byltingar, sem gerzt hafði í lífsháttum Islend- inga um ævidaga hans. En þó skipaði Árni Pálsson sérstæðan séss á’ bekk’jum þessáraf * kyn- slóðar. Hann varð stúdent árið 1897, þá ekki fullra 19 vetra, og sigldi samsumars til Kaupmanna- hafnar og lagði stuhd á sögu við háskólann. Þegar íslending- ar líta um öxl til aldamótanna, minnast hinna björtu vona og stóru drauma, er þjóðina dreymdi, þá' gleymist þeim oft, að þeir voru nálega einir um þessa vonglöðu bjartsýni. I Ev- rópu voru aldarlokin mörkuð lífsþreytu og að sumu leyti andlegri hnignun. Hin ferska bláeygða bjartsýni aldarinnar var sem ócast að víkja fyrir vaxandi bölsýni. 1 Danmörku hafði jafnvel hinn mikli for- ystumaður í heimi andans, Georg Brandes, kastað sjálfur þeirri t-rú, er hann hafði boðað af mestuin- funa þremur ára- tugum áður: trúnni á hinar endalausu framfarir, trúnni á „sigur sannleikans“. Hann var einmana og liðfár í ættlandi sínu — hershöfðingi með her sinn tvístraðan, flúinn eða fall- inn. Brandes játaði sjálfur, að hann ætti fáa vini aðra en ís- lenzka stúdenta, og Árni Páls- son var einn í hópi þeirra að- dáenda, sem mátu hann mest. Hann sagði rnér að ungur stúdent hefði hann elt Brandes á götu. Ilinir akádemísku ís- lenzku sveitapiltar voru enn ekki svo velktir í köldum sjó lífsins, að þeir mættu ekki kenna ylinn af liinum gamla lífsjátandi boðskap Brandesar. En þrátt fyrir Brandesar- dýrkun sína lenti Ámi Pálsson í útsogi þeirrar hreyfingar, er meistarinn hafði vakið. Hið ev- rópska bölsýni aldamótanna náði föstum tökum á hon- um og markaði hann alla ævi síðan. Viðburðir 20. aldar urðu enn til að auka þessa svart- sýni, því meir sem syrti að, því skvgg'nari varð Árni á bresti mannlífsins, því sannfærðari varð liann um, að vantrúin á þau verðmæti, er 19 öldin hafði undir lokin sagt upp trú og hollustu, væri veruleikanum samkvæm. „Ég trúi ekki á mannkynið!“ varð honum oft á orði á síðari árum, og stund- vun titlaði hann þetta æðsta sköpunarverk jarðarinnar „mannpakkið“, ef þannig lá á honum. Ég hygg, að þetta böl- sýni á manninn og framtíð hans, vantrúin á siðgæðismátt mannanna ,hafi verið einn rík- asti þátturinn í lífsskoðun Áma Pálssonar og mótað mest lund hans. Að þessu leyti beið Ámi Pálsson sögulegt skipbrot með allri stctt sinni — hinni borg- aralegu menntamannastétt. En bölsýni Árna Pálssonar varð aldrei að andlegum lcveif- ÚR HÚSAFELLSSKÓGI, MÁLVERK EFTIR ÁSGRÍM JÓNSSON SNORRI HJARTARSON: sgrms Hver er sá er gat af göfuglyndum æðri gjöf —? ÁRNI PÁI.SSON arskap, ekkert var honum fjær en volið. Aldrei fékkst hann til að lúta hinum ódým skurðgoð- um sem reist voru ölturu við þjóðveg 20. aldar. Hann gat orðiö bölsýnn að lífsskoðun, en í honum bjó írumefldur þorsti renesansemannsins, stoRur, heiðinn húmanismi, sem aldrei sleppti fmmburðarrétti mannsins: að maðurinn er mælikvarði allra hluta. Það mun vera margra mál, að lífsverk Áma Pálssonar hafi ekki verið í réttu hlutfalli við hæfileika hans. Satt er það, að rit hans, mæld í álnimi og pund- um, eru ekki mikil að vöxtum. Til mun vera margt óprentað eftir hann, sem hann fékk ekki unnið úr að fullu, en vandfýsi haus var svo mikil, að hann mátti ekki til þess hugsa, að neitt kæmi á prent eftir hann, er honum þætti ekki fullunnið. Virðing hans fyrir rituðu máii var nálega takmarkalaus. Feg- urðartilfinning hans var ákaf- iega næm, en hvergi var hún ciæmari -en frammi fyrir orðlist- inni. Þar gerði hann hinar ströngustu kröfur og við engan var hann strangari e.n sjálfan sig. Islenzkan var honum svo hjartfólgin, að svo var sem hainn kenndi líkamlegs sárs- auka, er henni var misboðið. Framhald á 7. síðu. 11. nóvemljer 1952. Skammur dagur og dimmt x lofti, útlit- ið sérkennasnautt að morgni og ólíklegt. að nokkurn hafi dreymt fyrir stómm tíðindhm og þó sízk góðum; En í dag hefur gerzt £&vintýr, okkur ér gefin gjöf, við erum einum helgurn dómi ríkari en við vorum i gær. Og íslenzk þjóð mun minnast þessa dags, bjarmann af hon- xxm mun leggja fram um aldir. Svo dýr er þessi gjöf, svo stór er gefandinn. Við vissum það reyndar allt- af að við áttum Ásgrím Jóns- son, enginn listamaður er tengdur sterkari böndum landi sínu og þjóð. Fi'á upphafi veg- ar hefur landið sjálft og fólk- ið í landinu, saga þess, þjóðtrú og iífsbarátta verið efniviður- inn í verkum hans, á þeim trausta grunni hefur hann reist þá höll íslenzkrar snilldar og fegurðar sem er ævistarf hacis, hver steinn er bi’otinn úr því litrika bergi. Hvað það starf héfur kostað af viljaþreki, lífs- sjálfsfórn og þrctlausri önn, því getur okkur ekki nema ór- að fyi'ir sem nú njótum verk anna, þökkum meistaranum. I meir en há’fa öld höfum við alizt upp við myndir hans, komizt i snertingu við þær á einhvei'n hátt þrátt fyrir erf- iðar aðstæður, og þó fæstir geri sér það eins ljóst og skyldi þá hefur hann mótað fegurðar- skynjun okkar, sem augu höf- um að sjá, i rikara mæli en nokkur listamaður annar, auðg- að hana og skýrt og sýnt okk- ur heiminn í kringum okkur í nýju og glöðu ljósi. List hans er löngu orðin sterkur þáttur og frjór í íslenzkri menningu, orðin hlnti af okkur sjálfum, samrunnin því sem fegurst er og bezt í vitund manns, eitt með landir.u 'eins og hann kenndi okkur að sjá þa.ð og unna því, í gróanda vórsins, í litskrúði haustsins. Og nú hcfur hann hniginn á efri ár, en þó ungur og starfsglaður sem fyrr þrátt fyrir löng og þung- bær veikindi, gefið okkur eftir sinn dag allt sem hann á og er þar á meðal meginið af beztu myndum hans, sem hann hefur safnað áratugum saman í þessum tilgangi einum. Nú er það tryggt að þessi verk verða ekki reidd á torg að honum látnum, verða ekki möngurum að bráð eins og svo fjölmörg ómetanleg verðmæti öimur fyrr og síðar, heldur komið fyrir á einum stað þar sefn aidir og óbornir geta leit- að þeirra og notið, ævarandi eign íslenzkrar þjóðar. Þetta stórbrotna örlæti er rökrétt íramhald af starfi og lífi As- gríms, alla tí’ð hefur hann £efið á báðar hendur og ekk liirt um önnur iaun en þau, að fá að he’ga list sinni hverja vinnubjarta stund. Fegurri gjöf höfum við ekki hlotið og held- ur eriga sem gefin var af skírri drenglund né heilli hug. En nú er ef.tir okkar hlutur. Það fy’gir þyí roikil ábyrgð og ströng skyldukvöð að taka við slíkri gjöf. Af hálfu Ás- gríms er hún engum skilvrð- um bundin, engri kvöð í þá átt að reist verði yfir myndir hans sérstakt hús, Ásgríms- safn, sem þó gæti virzt hin sjálfsagða lausn málsins; nei, hann lætur aoeins í 1 jós þá ósk að gjöf hans megi verða til að hraða framkvæmd þess mikla menningarrnáis, að reist verði hér almenr.t listasafn, og verði þá myndum hans búinn þar staður. Ekkert iýsir mann- inum betur, hógværð lians og veglyndi. Ef við getum ekki orðið við þessari ósk hans og. gerf það sem við erum umkom- in til áð slíkt hús megi risa eins tijótt- og vel og frekast er unnt, þá erum við ekki verðug slíkrar gjafar, ekki verðug þess að eiga slíkan mann. Og því ljúfari ætti okk- ur að vera að vinna að þessu marki sem viö vitum að bað er í þágu íslenzkrar menningar í nútí’á og framtíð. List Ás- gríms hefur þegar unnið hlut- verk sem ekki verður metið en áhrif hénnar munu enn magn- ast.gieð nýjugj,kyA$lófóum, sem eiga greiðari aðgang að mynd- unum en við sem nú lifum höf- um átt. Safn hans mun verða liíandi aflgjafi, ekki áðeins verðandi listamönnum heldur öllum almemiingi, og ungu fó'ki akki.hvað sízt. Það mun venja komur sínar í sali Ásgríms, i heígidóm "Iisfcár hans, og ’læra þar enn betur en okkur var unnt, að sjá landið í þeim Ijóma ást.ar og fegurðar sern stafar af myndum hans. Og því mun verða sögð saga lista- mannsins, ævintýrið af hinum unga manni sem úr umkomu- leysi og fátækt hófst af eigin rammleik til svo hárrar snilld- ar. Sú hetjusaga mun iifa með verkum liar.s, í þau spor getur ekki skef’t. Mér kemur í hug birkið íslenzka sem orðið hefur Ásgrími svo kært viðfangs- efni á síðari árum: hinir seigu djúprættu stofnar sem lyfta Framhakl á 7. siðu . Héraðsskólinn á Laugar-vatni var settur 2. nóv. sl. Við menntaskólanám eru 63 nemendur í þremitr bekkjum. I mið- skóiabekk eru 49 nemendur í tveimur bekkjardeildum, en 66 í unglingabekkjum tveimur. Við smíðanám éru 5 piltar, þeir læra einnig nokkrar bóklegar greinar. Á undan skólasetningu mess- aði sóknarpresturinn, séra Ing- ólfui' Ástmarsson. Um kvöldið var sýnd kvikmýndin „Sólskins- dagar á íslandi11. Áður hafði verið kenat þvjár vikur mennta- skólanemeadum og rniðskóla, en unglingsbekkirnir komu 1. nóv- ember. Nokkrar breytingar urðu á starfsmannaliðinu i skólunum á Laugarvatni frá því, sem var síðast liðið ár. Að héraðsskólanum kom Benedikt Sigvaldason cand. mag., að íþróttakennaraskólan- um Árni Guðmundsson kennari, að húsmæðraskólanum hús- mæðrakennararnir Jensíná Magnúsdóttir forstöðukona og Gerður Jóhannsdóttir kennari. að barnaskólanum Eirikur Har- aldsson kennari, og að heima- vist héraðsskólans húsmæðra- kennararnir Jónína Bjarnadótt- ir og Sigurlaug Eggertsdóttir. 8. nóvember s.l. fóru mennta- skólanemendur í Þjóðleikhúsið. daginn eftir skoðuðu þeir Þjóð- minjasafnið.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.