Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1996, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1996, Blaðsíða 3
Björk Ingimundardóttir deildarstjóri á Þjóðskjalasafni: Kynning á starfsemi Þjóðskjalasafns íslands Erindi flutt á fundi í Ættfræðifélaginu 22. febrúar 1996 Húsnæði og starfsaðstaða Húsnæðismál Þjóðskjalasafns íslands hafa alltaf sett rnikið mark á starfsemi safnsins. Þjóðskjalasafn bjó lengi við húsnæðiskreppu í vesturenda Safna- hússins. Örlítið rýmkaðist um, þegar Þjóðminjasafnið flutti úr húsinu um 1950, en síðan gerðist ekki neitt varðandi húsakost fyrr en á 8. tug aldarinnar, þegar farið var að leigja geymsluhúsnæði úti í bæ. Þetta setti starfseminni ýmsar skorður. Ekki var hægt að taka við skjölum nema fáránlega litlu magni. Megin áhersla var lögð á frágang skjala, sem fyrir voru í safninu, en engin ákveðin stefna hafði verið mörkuð varðandi frágang og skráningu. A 9. áratugnum varð í raun bylting í málefnum Þjóðskjalasafns Islands. Arið 1985 voru sett ný lög um safnið, sem gerðu miklu meiri kröfur til safnsins en áður hafði verið. I íyrri lögum voru aðeins ákvæði um innheimtu og varðveislu opinberra skjalasafna, skráningu þeirra, söfnun annarra heimilda þjóðarsögunnar og að halda opnum lestrarsal. Þessi ákvæði héldust í nýju lögunum, en við bættist skylda til þess að hafa eftirlit með skjalavörslu opin- berra embætta og stofnana og annast ráðgjöf og leiðbeiningar. Samkvæmt þessum lögum má t.d. ekki taka ný skjalavistunarkerfi í notkun, nema þau hafi verið samþykkt af Þjóðskj dasafni. Sömuleiðis varð það skylda Þjóðskjalasafns að setja reglur um grisjun opinberra skjala og fylgjast með henni, en í lögunum segir hreinlega, að engum skjölum megi farga án leyfis Þjóðskjalasafns Islands. Þetta verkefni hefur gert miklar kröfur til Þjóð- skjalasafns íslands og starfsfólks þess. I kjölfar lagasetningar færðust húsnæðismál safnsins í betra horf að vissu marki. Safnið keypti hús Mjólkursamsölunnar í Reykjavík að Laugavegi 162 árið 1986, ogþangað fluttust fljótlegaviðgerðarstofan og skrifstofa safnsins og starfsmenn fengu þar vinnu- aðstöðu. Hins vegar hefur aldrei verið veitt fé til þess að standsetja húsakynnin, sérstaklega geymslur, á fullnægjandi hátt. Hvað þá að útbúa lestrarsal og aðstöðu til þess að afgreiða gesti. Bráðabirgðahillum hefur verið komið fyrir í geymslum, en nýting húsanna verður alltaf takmörkuð, þegar svona er að verki staðið. Þá fékk safnið um síðastliðin áramót (1995-1996) enn aukið húsnæði, þegar keypt var hús ísgerðar Mjólkursamsölunnar á Laugavegi 164, en húsin eru samtengd, og skiptir miklu máli fyrir Þjóðskjalasafn að fá yfirráð yfir því húsi. Öll húsin á Laugavegi fengust með mjög góðum kjörum, og húsrými á að vera nægilegt nokkuð fram yfír aldamót, ekki síst ef fjármagn fæst til þess að ganga frá húsunum og til þess að kaupa nauðsynlegan búnað, svo sem hillur. Byggingamar á Laugavegi hafa marga kosti, ekki síst þá, að burðarþol gólfanna er mjög mikið, þar sem um verksmiðjubyggingar er að ræða, og gert var ráð fyrir þungum vélum og enn þyngri vöru. Þá er hægt að reisa nýbyggingar á svæðinu, bæði ofan á þær, sem fyrir eru, og í portinu milli húsanna. Einnig liggur staðurinn nokkuð vel við samgöngum, en skiptistöð strætisvagna er skammt undan og bílastæði við húsin og í nágrenninu, enn sem komið er. Einnig á fötluðum að vera auðvelt að komast á safnið í framtíðinni, sem nær ógerningur er í Safnahúsinu. En það hús er friðað, enda mundu umtalsverðar breytingar eyðileggja stíl hússins. Eins og flestum mun kunnugt er lestrarsalurinn enn í Safnahúsinu, en síðastliðið vor var tekinn í notkun gamli lestrarsalur Landsbókasafnsins. Ger- breyttist þar með lestraraðstaðan, en þar eru sæti fyrir 36 gesti, en í gamla lestrarsalr.um voru 12 sæti og 7 sæti í filmuherbergi, þannig að sætum fjölgar um 17. Jafnframt voru settir rafmagnstenglar við öll borð, þannig að menn eiga að geta komið með ferðatölvur, sem er að sjálfsögðu til mikils flýtisauka. Hins vegar er aðstaðan á lestrarsalnum að ýmsu leyti ekki mjög þægileg. Borð og stólar eru fyrst og fremst fyrir augað, en ekki til þæginda. Frágangur og skráning skjalasafna Með auknum húsakynnum hefur móttaka skjala og skjalasafna vaxið stórlega. Mörg embætti hafa ekki skilað skjölum, svo áratugum skiptir, og sum aldrei fyrr en nú, svo að skjalamagnið, sem berst, er mjög mikið. Mikil vinna ervið frágang og skráningu skjalasafna. I þeim embættum, sem skjöl hafa safnast upp svo áratugum skiptir, eru skjalageymslumar oft fullar af algerlega óskipulögðum skjalahrúgum. Þarf þó ekki alltaf mörg ár til þess, að skjölin lendi í óreiðu. Þjóðskjalasafn íslands hefur brugðist við þessu á tvennan hátt: Annars vegar með því að semja leið- beiningar um frágang skjala og gerð geymsluskrár og veita ráðgjöf og aðstoð, ef þurfa þykir, í upphafí verks. Hins vegar með því að gera kostnaðaráætlun 3

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.