Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 16
- bókakynning - bókakynning - bókakynning - bókakynning - Eylenda EYLENDA I Mannlff í Flateyjarhreppi á Breiðafírði I. Ábúendur og þjóðlífsþættir II. Æviskrár og Saga Flateyjarhrepps Ritið segir frá mannlífi og örlögum við Breiðafjörð með nýjum hætti. Það er einstök heimild um jarðir og búenduríFlateyjarhreppi, ætt þeirraog afkomendur. Hér segir frá hlunnindum og sérstæðum atvinnu- háttum, ömefnum og þjóðháttum, slysfömm og munn- mælum. Um tvö þúsund myndir af bæjarhúsum, fólki og mannfundum, sem hvergi hafa birst, prýða ritið. Hér má heyra í víðómi sinfóníu mannlífsins í Flateyjarhreppi hljóma í æviskrám alþýðufólks, kaup- manna, presta, bænda, sægarpa og sveitarómaga. Allt kryddað með frásagnarperlum þeirrra sem þekktu fólkið og lifðu atburðina, svo sem þeirra Gísla Kon- ráðssonar, Hermanns S. Jónssonar, Sveinbjörns P. Guðmundssonar og Bergsveins Skúlasonar. Ritstjóm og rannsóknir Þorsteins Jónssonar og samverkamanna hans, Asgeirs Svanbergssonar og Eggerts Th. Kjartanssonar gera verkið sérlega að- gengilegt. Eylenda hefur fengið mjög góðar viðtökur. M.a. ritaði Sigurjón Björnsson ritdóm í Morgunblaðið: Breiðafjarðareyjar hafa mikið aðdráttarafl í hugum fjölmargra Islendinga. Fólk skynjar af frásögnum og myndum að þar sé að finna töfraheim sumarlandsins, einstaka snertingu við náttúruna. Fyrrum var hér mikið og fjölbreytilegt mannlíf, matarkista og forðabúr, þar sem aldrei var búsvelta þó að illa áraði og hungursneyð væri víða í landi. Margir nauðþurftarmenn áttu þar ath varf. Og í Flatey reis menning hvað hæst á síðustu öld. Nú er mannlíf í Breiðafjarðareyjum að mestu liðin tíð. Fiskur gengur víst ekki lengur í Kolluál og menn koma varla með 178 flyðrur á land úr einni veiðiferð. Og fáir eru til að verja æðarfuglinn fyrir vargi og flæðihættu. Hinir sérstæðu búskaparhættir eru sokknir í fyrnsku fortíðar. Eyjanna njóta nú aðallega ferðamenn, sem fer sífjölgandi með bættum samgöngum, aukinni velmegun og ferðagleði. Það er ekki að ófyrirsynju að út kemurritverk um Breiðafjarðareyjar. Margir munu telja sig þurfa að leita þangað fróðleiks. En ritverk eru mismunandi allt frá litlum ferðamannabæklingum til meiri háttar fræðirita. Þetta ritverk sem telur hátt á áttunda hundrað blaðsíður í stóru broti er að mínu viti einstakt í sinni röð. Það er allt í senn ábúendatal og æviskrár, héraðs- lýsing, saga og þjóðlífsþættir. Eg minnist þess ekki að hafa séð allt þetta fara saman í einu riti. Það getur varla talist annað en stórvirki. Um tvö þúsund myndir eru í þessum bókum báð- um. Margar þeirra eru stórfróðlegar og upplýsandi. Það er gaman að sjá svip þessara gömlu garpa og kvenna þeirra og virða fyrir sér ættarmót yngri kyn- slóðanna. Mikilla þakka er vert að hafa náð öllum þessum myndum saman. Það hefur ekki verið auðvelt verk. Eg finn ekki mikla galla á þessu verki og væri raunar ósanngjamt að fara að tína til það litla sem ég hef komið auga á. Því að ég hika ekki að fullyrða að ritverk þetta, svo efnismikið og glæsilegt sem það er sé eintætt í sinni röð. Það ertímamótaverk og verðugur minnisvarði um þennan “þjóðgarð Drottins”, eins og Jökull Jakobsson orðaði svo vel, þetta sérstæða mannlíf sem nú er horfið. Sá minnisvarði mun lengi standa. Útgefandi Eylendu er Byggðir og bú ehf., sem hefur nú í undirbúningi útgáfu fleiri ritverka með sama sniði. Tilboð á Eylendu I-II til félaga Ættfræðifélagsins meðan upplag endist er kr. 11.900. Pöntunarsími: 5658910. Greiðsluskilmálar. 16

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.