Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 3
Þór Magnússon, þjóðminjavörður: Munir og menn Erindi flutt á fundi í Ættfræðifélaginu 24. apríl 1997. Ég þakka stj óm Ættfræðifélagsins fyrir það boð að koma ræða um nokkra fyrri tíðar menn og verk þeirra. Ég vil þó segja strax að ég er ekki ættfræðingur. Ég hef ekki fengizt við að rekja og setja saman ættir manna. Það sem ég hef helzt fengizt við og tengist ættfræðinni er að leita að ýmsum einstaklingum, sem tengjast varðveittum hlutum, mest þá í Þjóðminjasafninu eða öðmm söfnum, svo og í kirkjum landsins. Ég kalla þetta stundum með sjálfum mér leit að týndu fólki. Hin síðari árin hef ég verið að tína saman fróðleik um íslenzka gull- og silfursmiði fyrri tíðar og verk þeirra, bæði þau sem til em og ekki síður hin horfnu sem heimildir em um, og þá verður þetta einstaklings- leit. Sama er um marga aðra safngripi, ég hef oft þurft að leita þeirra manna sem gert hafa eða átt viðkomandi hluti. Hér ætla ég að fjalla um nokkra gullsmiði og verk þeirra. Má því vera að einhverjum, sem kannske hefur fléttað viðkomandi einstaklingi inn í ættartölur sínar, þyki að nokkur fróðleikur. í okkar fámennaþjóðfélagi kemur fólkið ævinlega mjög fljótt í hugann. Hafi maður fallegan, vandaðan og vel gerðan hlut milli handanna spyr maður sig fljótt: “Hver hefur gert þenna hlut, eða hver hefur átt hann?”. Stundum gefur hluturinn sjálfur einhverjar vísbendingar, fangamark eða jafnvel nafn, eða þá að gerðin og handverkið bendir til ákveðins uppmna sem er þá ef til vill hægt að rekja saman við aðra og skylda hluti sama manns. Handbragð segir oft til sín, yfirbragðið getur gefið vissa ábendingu um tímann. Svo er og það að heimildir urn fók em víst óvíða jafnmiklar og traustar og hérlendis, svo sem ættffæð- ingar þekkja bezt. Þá er að reyna að rekja saman þættina. Þetta er annað en víða erlendis, þar sem einstaklingurinn hverfur í fjöldann og skiptir oft næsta litlu máli í rannsóknum. Það Það er þá helzt ef hlutir snerta fýrirfólk eða annað þekkt fólk úr þjóðarsögu, að nöfnin þyki þar skipta máli. Þar er enda manngminn slíkur, að oft þýðir lítið að reyna að leita að einstaklingnum í röðum almúgafólks. Og menn þykjast jafnvel litlu nær þótt það takist. Erlendis rannsaka menn helzt stílbrigði hluta, hvemig þeir falla inn í stíltízku hvers tíma og hvemig hún breytist frá einum tíma til annars. í söfnum er auðvitað til ógrynni hluta, sem ekki þýðir að leita uppmna að. Það er til lítils að reyna að finna smiði að þeim fjölda af gjarðahringjum, skónál- um, tréílátum eða rúmljölum sem söfnin eiga. Þetta verða flest ógreindir hlutir um alla fram- tíð. Ogmestallurút- skurðurinn er ó- þekktur, einnig söðl- amir gömlu og kist- umar og jafnvel em margar hinar gönrlu þekktu altaristöflur eftir óþekkta í slend- inga. Stundum em þó fangamörk á hlut- unum, en þau em þá oftar fangamörk eig- enda eða gefenda, frekar en smiða eða þeirra sem bjuggu hlutina til. Það var um þá eins og fornu sagnaritarana, að þeir létu sín ekki getið. Það var miklu frekar að þess væri getið fýrir hvem bókin eða sagan væri skrifuð. Höfundur Njáls sögu segir aðeins “vér” er hann talar um sjálfap sig, “Og ljúkum vér hér Brennu Njáls sögu”, en við myndum mikið til vinna að vita hver þessir “vér” var. Hvílíkum ógnar heilabrotum lærðra hefði hann fækkað ef hann hefði sagt nafn sitt. Og eins vitum við stundum hvaða kona átti varðveitt söðuláklæði á safni, því að nafn hennar eða fangamark kann að vera ofið eða saumað í klæðið, en nafn konunnar sem óf þekkjum við sjaldnast. Hinir gömlu safnmenn á 19. og framan af 20. öld reyndu oft mikið til að heimfæra ákveðna hluti til ákveðins smiðs eða uppmna. Oft varð þeim talsvert ágengt. Stundum fylgdi reyndar hlutunum vitneskja eða ábending til safnsins. En þeir gömlu stóðu svo miklu nær fortíðinni en við gerum og voru oft í nánu sambandi við fortíðarfólk, ef svo má segja. Og þeir vom margir líka mjög athugulir og varfæmir í álykt- unum og köstuðu lítt fram óvissum hugleiðingum. Mér fínnst oft að við nútímasafnmenn mættum taka þá til fyrirmyndar, kannske fengjum við þá færri fullyrðingar eins og um stígvél Jömndar hundadaga- konungs, Graut-Atla fyrir austan eðahlóðahellu Hall- veigar. Ég ætla að nefna hér nokkur dæmi varðveittra merkilegra gripa, sem tekizt hefur með könnun að koma í samband við þekkta menn í íslandssögunni með meiri eða minni vissu eða í samband við menn, sem kannske eru því ekki mikið meira en nafnið eitt Þór Magnússon 3

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.