Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 14
Markaðskönnun - kaffivélar 140 vélar á markaði Markaðskönnun Neytendablaðsins á sjálfvirkum kaffivélum nærtil 112 hefðbundinna kaffivéla og 26 véla til þess að gera espresso og cappucino kaffi. Verðið á hefðbundnu vélunum er allt frá 1.690 krónum upp í 18.300 krónur og hægt er að laga frá 2 og upp í 55 bolla í þeim. Hægt er að fá espresso/- cappucino vélar á bilinu 5.719-34.900 krónur eins og fram kemur í töflunni hér á síðunni. Kaffivél er ómissandi á flest- um heimilum og þeir sem standa frammi fyrir því að þurfa að kaupa þetta þarfa- þing eiga úr um 30 mismun- andi vörumerkjum að velja eru um að hægt sé að stilla vélamar þannig að vatnið renni út með hliðunum. Sjá miðopnu Kaffi er stundum nefnt þjóðardrykkur Islendinga og víst er að enginn hörgull er á kaffivélum til þess að laga hinar ýmsu gerðir þessa umdeilda drykkjar. hjá ótal seljendum á höfuð- borgarsvæðinu. Urvalið er slíkt að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. I töflum er getið um helstu eiginleika vélanna, svo sem magn og ýmsan búnað. At- hygli er hins vegar vakin á því að margar vélanna hafa fleira til brunns að bera en það sem getið er um í töflum. Verð í töflunum er stað- greiðsluverð. Seljendur veita almennt fimm prósent stað- greiðsluafslátt en Raftækja- verslun Islands veitir örorku- og ellilífseyrisþegum átta pró- sent staðgreiðsluafslátt. Leiðarvísir er almennt ekki á íslensku. Þó er að finna eft- irfarandi undantekningar á þeirri reglu: Moccamaster Clubline KB 741, Moulinex Arome Extra EX 076, Siem- ens Espresso og espresso/- cappucino vélar frá Glóey. Þriggja ára ábyrgð er á Ufesa vélum en annars aðeins hin lögbundna eins árs á- byrgð. Abyrgð á viðgerð og varahlutum er í öllum tilvik- um eitt ár. Dæmi eru um að föst kaffi- sía sé á vélunum án þess að getið sé um það í töflu. Þá má í sumum tilvikum kaupa svo- nefnda gullsíu. Algengast er að vatnið renni niður í miðju síunnar í einni bunu en dæmi Espresso og cappucino vélar Tegund Fram- leiðslu- land Stað- greiðslu- verð Gerð Fjöldi bolla Wött Kenwood ES 310 Bretland 5.719 c/e 4 870 Ariete Café Cappucino Ítalía 5.662 c/e 4 600 Ufesa Espresso Plus Spánn 6.490 c/e 4 840 Rowenta ES 02 Þýskaland 6.536 c/e 2 700 Ufesa CE 300 Spánn 6.640 c/e 4 840 Krups 868 Sviss 6.891 c/e 1 640 Philips Espresso Duo Bretland 6.900 e 2 840 Siemens TC 45004 Þýskaland 6.900 c/e 4 840 Krups Espresso Logo CE Þýskaland 7.150 c/e 4 650 Siemens TC 42004 Þýskaland 7.550 c/e 4 840 Salton Café Cappucino Kína 8.230 c 4 850 Russel Hobbs Sviss 8.235 c/e 4 800 Krups Þýskaland 8.295 c/e 4 840 Philips Espresso Duo Holland 8.589 c/e 2 840 Moulinex Duomo Café mini Frakkland 9.599 c/e 4 850 Rowenta ES 03 Þýskaland 9.890 c/e 4 840 Fagor Expresso Crema 162 Sviss 9.900 e 1 1200 Ariete The Best Ítalía 9.462 c/e 2 650 Siemens Espresso TC 48002 Þýskaland 11.115 c/e 4 1700 Fagor Express Crema 165 Sviss 11.900 e 1 1260 Siemens Espresso Þýskaland 12.550 c/e 4 1700 La Pavoni Ítalía 16.500 c/e 2 960 Ariete Centro Café Ítalía 23.370 c/e 4 1250 De Longhi Ítalía 24.980 c/e 2 1700 Rowenta ES 15 Þýskaland 25.061 e 4 1065 La Pavoni Ítalía 34.900 c/e 2 200-1000 Athugasemdir • Þrjár vélar geta hellt upp á tvo bolla í einu; Ariete the best, De Longhi, Siemens espresso TC 48002. • Eftirfarandi vélar geta hellt upp á fjóra bolla í einu: Melissa Butler Royal, Siemens espresso og Siemens espresso 48002. 14 NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1996

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.