Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 4
í stuttu máli Að mála skratt- ann á vegginn Trémálningin og viðarvarnarefnin norsku reyndust ekki sér- lega umhverfisvœn. Islenskirframleiðendur höfðu ekki áhuga á að taka þátt íþessari könnun, fannst það ofdýrt að sögn eins þeirra. Kominn tími til að mála húsið! Stóra málningar- könnunin okkar verður þér mikil hjálp til að fá úr því skorið hvaða málningarteg- und reynist þér best. Þetta er upphafið á leiðar- anum í síðasta tölublaði For- brukerraporten sem gefið er út af norsku neytendasamtök- unum. Ritstjórinn bætir við að starfsmenn blaðsins séu nokk- uð montnir yfir framtakinu, Innkaup fram- tíðarinnar Tækni nútímans er þeg- ar farin að breyta neysluvenjum okkar neyt- enda, og á einnig eftir að breyta ýmsum efnahags- legum forsendum. Hugtak eins og leiðbeinandi verð mun hverfa, en vörurnar verða seldar á því verði sem fólk vill gefa fyrir þær. Um þetta eru þegar komin dæmi - auðvitað á hinu alltumlykjandi Inter- neti, þar sem til dæmis annar af stofnendum Microsoft, Paul Allen (hinn heitir Bill Gates), hefur upplokið dyrunum fyrir markaðstorgið, mercata.com, en þar fer verð vörunnar eftir því hvað margir vilja kaupa hana; Því fleiri kaupendur, þeim mun lægra verð. Kóka-kóla risinn hefur líka reynt fyrir sér með svipaða hugmynd og hefur sett upp í Texas kóksjálf- sala sem breytir verðinu sjálfvirkt eftir veðurhorf- um. Sé kalt í veðri er verð- ið lágt, en stígur með hita- breytingum dagsins. en vissulega hafi gæðakönn- unin kostað sitt. Og ritstjórinn bætir við: „Málningarframleiðendur voru jákvæðir gagnvart því að blaðið færi rækilega ofan í saumana á framleiðslunni en töldu að það yrði að gera á þeirra forsendum, sem meðal annars hefði þýtt að könnunin tæki fleiri ár. Neytendur vilja hinsvegar fá upplýsingar strax um þá framleiðsluvöru sem verið er að selja. Við settum rannsóknaraðilann (Teknolog- isk institutt) inn í málið og gerðu þeir svokallaða veðrun- arrannsókn. Málningin fór í gegnum rok og rigningu í rannsóknarstofu, þar sem margra ára veðrun var fram- kölluð á fáeinum vikum. Nú neituðu framleiðendur að vera með. Þótt rannsóknar- aðilinn sé viðurkennd stofnun sögðu framleiðendur rann- sóknina alvörulausa, jafnvel áður en hún hófst. Veðrunar- rannsóknin væri ekki nægi- lega raunveruleg, stóð þar. Helmingur neytenda fer út í búð án minnisblaðs og ákveða kaup á 76,5% af vör- um í plastpokanum í búð- inni, og á það við um alla án tillits til aldurs, kyns eða tekna. Þessar tölur eru úr danskri aðferðafræðirannsókn sem Retail Institute Scandinavia í Árósum hefur gert. Stofnun- in hyggst gera svipaða könn- un á þessu ári í Noregi. Að- alniðurstaða rannsóknarinnar er að verslunin sjálf sé helsti markaðsmiðillinn. Þetta get- ur haft verulegar afleiðingar fyrir samvinnuna milli byrgja og verslanakeðja. Könnunin sýnir að tæpur Einnig var nú sett út á lang- tímarannsóknina. Það var tek- ist harkalega á - og verra varð það þegar við kórónuðum allt saman með því að fara fram á að fá að gera umhverfismat og sögðumst verða að fá að vita hverskonar efni væru í framleiðslunni. Framleiðend- urnir neituðu í fyrstu að gefa upp viðkvæmustu efnin, sennilega af hræðslu við að samkeppnisaðilar gætu hagn- ast á þeirri vitneskju. Málningarkönnunin er gott dæmi um hvað það getur ver- ið erfitt að vinna hagnýtar rannsóknir og hversu þýðing- armikið það er að við gerum hlutina á okkar forsendum þannig að neytendum komi sem best. Slíkar kannanir helmingur neytenda undirbýr innkaup sín í stórmarkaði með því að skrifa minnis- miða. Sá helmingur sem ekki skrifar slíkan miða gerir ráð fyrir að búðin minni þá á hvað þeir helst hafa þörf fyr- ir að kaupa. Aðeins 17% þjóna ekki aðeins neytendum heldur eru einnig hvati til vandaðrar framleiðslu.“ Um leið og Neytendablað- ið tekur undir þessi sjónarmið er rétt að fram komi að Neyt- endasamtökin könnuðu hvort íslenskir málningarframleið- endur hefðu áhuga á að greiða kostnað við að taka þátt í þessari rannsókn. Takmarkað- ur áhugi reyndist á þátttöku. Þess má einnig geta að í nið- urstöðum norsku gæðakönn- unarinnar kom í ljós að ótti framleiðenda við umhverfis- þáttinn var ekki ástæðulaus, og var það niðurstaða blaðs- ins að langur vegur væri enn til „grænnar" málningar og viðarvarnarefna. neytenda í Danmörku láta auglýsingabæklinga frá stór- mörkuðunum sem koma í póstkassana hafa áhrif á sig þegar þeir fara út í búð. Meira en tveir þriðju neyt- enda versla næstum stöðugt á sama stað. Neytendur láta búðina ráða Flestir neytendur í Danmörku láta verslunina um að ákveða hvaða vörur lenda í innkaupavagninum. 4 NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1999

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.