Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 6
Söluaukningin á DVD-spilurum undanfar- in ár er sú mesta sem um getur á raftækj- um til almennings. Hún hefur leitt af sér mikla verðlækkun. Þegar Neytendablaðið gerði fyrstu markaðskönnun sína á DVD- spilurum árið 2000 kostuðu þeir ódýrustu 35-40 þúsund kr. en núna fást spilarar allt niður í 6.000 kr. Verð hefur einnig lækkað á DVD-diska- brennurum en þeir eru miklu dýrari en spilararnir. Myndbandstæknin er enn langódýrasta aðferðin til að afrita efni eða taka upp úr sjónvarpsdagskrá. Auk „venjulegra" DVD-spilara sem standa á borði eða hillu fást litlir og léttir ferðaspilarar. Þeir eru yfirleitt með litlum LCD-breiðskjá og rafhlöðurnar eiga að endast til þriggja klukkustunda spilunar eða jafnvel lengur. Ódýrustu ferðaspilar- arnir eru án skjás en hægt er að tengja þá sjónvarpstæki. ii » *T ta* JVC XV-N 33SL hlaut háa heildareinkunn, 4,2, og góðar einkunnir fyrir mikilvægustu þætti og fékkst á 19.990 í Sjónvarpsmiðstöðinni og Hag- kaup. Gæðin I gæðakönnun ICRT voru rúmlega 30 DVD-spilarar. Af þeim fundust sex á markaði hérog voru þeirallir í háum gæða- flokki með heildareinkunn 4,0-4,2 (af 5,5 mögulegum) eins og fram kemur í töflunni. Dýrasti DVD-spilarinn, Sony DVP-NS999ES. Hann er skiljanlega mjög vandaður að gerð og fjölhæfni og sérhannaður til að skila hljómgæð- um eins vel og unnt er. Hann var ekki í gæða- könnun ICRT. Reyndar skila nær allir DVD-spilarar mikl- um mynd- og hljómgæðum. Rétt er samt að kynna sér gæðin við venjulega spilun, í hægagangi (slow-motion) og kyrrmynd því sumir spilarar hafa ekki ráðið nægilega vel við slíkt. Einnig skal skoða hraðspólun á mismunandi hraða þegar leita á að ákveðnu myndskeiði eða atriði. Markaðurinn Spilararnir eru á breiðu verðbili, ódýrasti spilarinn, Matsui DVD 225, kostaði 5.995 í Elko en sá dýrasti, Sony DVP-NS 999 ES, var á 219.950 kr. í Sony-setrinu. Hægt að kaupa þokkalega spilara á innan við 10.000 kr. og góða spilara á innan við 20.000 kr. Allir þessir spilarar eru fjölhæfir og geta spilað margar gerðir af geisladiskum. Mest var úrval DVD-spilara í Sjónvarpsmið- stöðinni, 11 gerðir, en í Elko voru til 10, í Expert 5, í Hagkaupum 3, í Radíóbæ 3, í BT 3 og í Raftækjaverslun íslands 2 gerðir. Á markaðnum voru 11 gerðir til af Sony- spilurum, 6 af JVC, 5 af Philips og 5 af Pioneer en færri af öðrum gerðum. í Fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fengust 10 gerðir DVD-spilara og voru sömu gerðir þar um 5.000-6.000 ódýrari en í öðrum verslunum. Aiwa XD-AX 10 hlaut háa heildareinkunn, 4,2, og fékkst á 19.995 kr. f Radfóbæ. Ýmis búnaður Dýru spilararnir eru endingarbetri og fjöl- hæfari og skila stöðugari gæðum. DVD- spilarar veita sérstaklega marga möguleika á myndstjórn. Myndbrun (picture zoom) gerir kleift að stækka hluta af myndrammanum. Sumir spilarar geta spilað eina mynd í einu áfram og afturábak. Flestir spilarar bjóða upp á mismunandi spilunarhraða í hægagangi og hraðskoðun. Pioneer DV-360-K hlaut góða heildareinkunn, 4,1, og fékkst á 22.900 kr. f Bræðrunum Orms- son. Skuggastjórn (lack-level adjustment) gerir kleift að lýsa hluta myndflatarins til að sjá betur tilbrigði í skuggapörtum sem að öðr- um kosti yrðu alsvartir. Sumir spilarar geta sýnt sömu myndskeið og atriði frá mismun- andi sjónarhornum, sé sá kostur á annað borð fyrir hendi á diskinum. Kafla-forskoðun (chapter preview) gerir mögulegt að skoða fyrstu sekúndurnar í hverjum kafla myndarinnar þangað til þú finnur það sem þú leitar að. Líka er hægt að stilla á ákveðna klukkustundar- eða mín- útutölu til að lenda nákvæmlega á vissum stað í atburðarásinni. Stundum er hægt að festa slíkar tölur í minni. Flestar gerðir voru til af Sony DVD-spilurum, 11 talsins. Myndin sýnir Sony DVP NS-300 en nokkrir áþekkir spilarar fengust hér. Leiðréttingahæfni (error correction) skiptir miklu máli í DVD-spilurum enda nemur vægi hennar í ICRT-könnuninni 15%. DVD-spilararnir eru næmari fyrir skemmdum og óhreinindum á diskum en CD-spilarar, þeim gengur misjafnlega vel að spila mismunandi diskagerðir og sumir eru viðkvæmir fyrir hristingi. Þetta skiptir notendur sem skipta við mynddiskaleigur og bókasöfn miklu máli. Á diskum frá þeim er hætt við óhreinindum og rispum sem geta komið í veg fyrir spilun ef leiðréttinga- búnaðurinn er slakur. Margir DVD-spilarar hafa karaoke-búnað og geta spilað MP3 og Windows Media skrár. Fjarstýringar DVD-spilara eru mjög mis- munandi að gæðum og fjölhæfni. •»•»«.......—|------------------rrr Thomson DTH 211E hlaut 4 f heildareinkunn og fékkst f Expert á 15.900 kr. Tengingar Yfirleitt eru nægar tengingar á spilurunum fyrir hljóð. Hins vegar getur notandinn lent í erfiðleikum með að átta sig á því hvort nota skal stafrænar (digital) tengingar eða hliðrænar (analog). Ekki gengur að nota þær samtímis. Sú tenging úr DVD-spilara í sjónvarpstæki sem skilar mestum gæðum er „component video" en hana kann að vanta á ódýrustu spilarana. Ef spilarinn er með „composite- video"-tengingu næst ekki hámarksskerpa og litir kunna að blandast á jöðrum. Hægt er að bæta myndgæðin með því að nota „S-video"-tengingu. 6NEYTENDABtA0lfl4.TBL.2OO3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.