Fréttatíminn - 10.06.2011, Síða 40
Naipaul hinn breski hefur valdið miklu fári í
menningarlífi enskumælandi landa með niðrandi
ummælum sínum um kvenrithöfunda sem hann
segir sýnilega síðri karlpeningi í blekbændastétt.
Margir hafa stungið niður penna og hneykslast
á ummælum hans vestan hafs og austan. Frú
Athill, sem var útgefandi Naipauls um áratuga
skeið og er komin á tíræðisaldur, segir í viðtölum
í bresku pressunni að enginn skuli taka mark á
tuðinu í karlinum sem sé orðinn elliær og hafi
alltaf litið niður á konur og talið þær karlmönn-
um óæðri eins og framkoma hans við eiginkonu
og hjákonur hafi sýnt. Þeirri stund hafi hún sjálf
orðið fegnust þegar hún losnaði við hann af höfundalista sínum
því geðillska hans og dónaskapur eigi sér engin takmörk. -pbb
Karlar eru betri
höfundar en konur
Bókardómur 25 gönguleiðir reynir ingiBjartsson
r eynir Ingibjartsson hefur á forlagi Sölku sent frá sér aðra gormabók um gönguleiðir. Sú
fyrri var um göngutúra í nágrenni
Reykjavíkur en þessi telur 25 göngu-
leiðir á Hvalfjarðarsvæðinu, það er frá
Kollafirði upp í Andakíl og Skorradal.
Langt út fyrir Hvalfjörðinn. Heiti
kversins er því rangnefni. Nú, svo
vantar inn í kverið til dæmis Leggja-
brjótinn sjálfan og göngu um hverfis
Hvalvatn. Báðar þessar göngu leiðir
eru kjörið efni í bók helgaða Hval-
firði; höfundurinn hefur það eitt sér
til afsökunar að hann hefur ætlað að
hafa 25 í titlinum og því leitað fanga í
nálægum héruðum.
Að öllu öðru leyti er þetta dægileg
bók, með fínum ljósmyndum og kortum,
skilmerkilegum leiðarvísum og með
miklu söguefni um forn minni þótt þar
sé parturinn úr Íslendingasögum ansi
fyrirferðarmikill. Lítið eða ekkert er
vitnað til Jarðabókarinnar sem hefði ver-
ið fróðlegt; hverjar nytjar voru af þeim
jörðum sem farið er um. En bókin er
góð til síns brúks. Í hana vantar, eins og
margar viðlíka bækur, réttindaskrá sam-
kvæmt lögum um hvar menn mega fara
um annarra land. Meinfýsni landeigenda
er fræg á Íslandi ef göngumenn eru á
ferð og því skylt að greina göngumönn-
um frá sjálfsögðum réttindum þeirra ef
landið á ekki að lokast fótgangandi.
32 bækur Helgin 10.-12. júní 2011
kvikmyndagerð tvær stórmyndir í undirBúningi
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
Í ritröðinni Erlend klassík er komin út óvið-
jafnanleg þýðing Karls Ísfeld á sögum Jaros
lavs Hasek um þann góða dáta og hundakaup-
mann Svejk. Einar Kárason skrifar inngang að
sögunni þar sem hann gerir örstutta grein fyrir
Hasek og lífshlaupi hans eftir bestu fáanlegu
heimildum. Ekki leggur Einar í að greina eftir
hvaða þýðingum Karl Ísfeld þýddi söguna sem
kom fyrst út á stríðsárunum. Hitt segir Einar víst
að sagan sé ein af fyndnustu og skemmtilegustu
skáldsögum fyrr og síðar.
Útgáfa Forlagsins er 477 blaðsíður í kiljubroti,
sett með nokkuð smáu letri og skreytt frábærum
myndum Josefs Lada þótt þess sé ekki getið í
sjöttu útgáfu þessa ástsæla verks. Þær munu í
allt vera um 600 og hafa ráðið mestu um mynd-
hugmynd okkar um Svejk blessaðan. -pbb
Svejk í sjöttu útgáfu
Búsorgir og búkgleði konunga Íslands
Tak mal þinn og gakk
Önnur bók Reynis Ingibjartssonar um gönguleiðir er komin út hjá Sölku. Bókin er með skil-
merkilegum leiðarvísum, fínum ljósmyndum og kortum ásamt mklu söguefni um forn minni.
Danska pressan sagði frá því þegar
kvikmyndahátíðin í Cannes stóð
sem hæst að nú væru í undirbún-
ingi tvær stórmyndir byggðar á sög-
um frá veldistíma konunga okkar
sem sátu lengst af í Kaupmanna-
höfn. Sagan af lækninum Struen-
see (1737-1772) og ástamálum hans
við hirð Kristjáns VII hefur lengi
heillað menn: Erik Balling (79 af
stöðinni, Olsen banden og Mata-
dor) vann lengi að handriti um
maka Karólínu Matthildar, drottn-
ingar okkar (1751-1775), sem kom
loks út á bók 1997 undir nafninu
Skandallinn. Sama ár bað Nordisk
film Per Olov Enquist að skoða þetta
efni með handritsgerð í huga. Hann
setti þá saman bók um þennan þrí-
hyrning sem kom út tveimur árum
síðar og í íslenskri þýðingu 2002 og
heitir Líflæknirinn. Ekkert varð af
kvikmyndinni.
„Grand old man“ í danskri ný-
gildri tónlist, Bent Fabricus Bjerre,
samdi söngleik um Struensee
2001, en árið áður hafði komið út
skáldsaga, Prinsesse af blodet, um
málið eftir Bodil Steensen-Leth.
Hana tóku þeir Zentropa-bræður
og sömdu eftir henni kvikmynda-
handrit sem nú er í tökum og fer
Mads Mikkelsen með hlutverk
Struensees. Væntanlega verður þar
dvalið við síðustu andartök læknis-
ins þegar hann var slitinn í sundur
í opinberri aftöku danska aðals-
ins. Myndin er fullfjármögnuð og
verður frumsýnd á næsta ári með
völdum hópi ungra danskra leikara.
Önnur skáldsaga sem er á leið á
hvíta tjaldið er saga frá stjórnartíð
konungs okkar, Kristjáns IV. Hún
er eftir bresku skáldkonuna Rose
Tremain og verður leikstýrt af
Lone Scherfig. Sagan heitir Music
and Silence og lýsir búsorgum og
búksorgum kóngsins sem á þriðja
áratug sautjándu aldar fór illa út úr
þrjátíu ára stríðinu. Hér kemur við
sögu „hin konan“ í lífi hans, Kirs-
ten Munk, sem hann gat með tólf
börn fram hjá drottningunni sinni.
Samhliða kóngadramanu gerir Tre-
main sér mat úr ástum lútuspilara
og hirðdömu sem enda illa þegar
Kristján sendir frillu sína frá hirð-
inni í stofufangelsi á Jótlandi.
Norska og danska hirðin okkar
– því við vorum lengst af hluti af
uppihaldi þessa fólks – er morandi í
spennandi sögum ef einhver hefur
bara vit á að koma þeim á framfæri
við veröldina, eins og þau Scherfig
og Nicolaj Arcel fá nú tækifæri til í
velhöldnum höllum Danaveldis.
Heimsókn sænska
rithöfundarins Kajsa
Ingemarsson til Íslands
í síðustu viku vakti verð-
skuldaða athygli á bók
hennar, Allt á floti. Hún
er mest selda skáld-
sagan hjá Eymundsson
þessa vikuna.
vinsæl skvísuBók
25 gönguleiðir
á Hvalfjarðar-
svæðinu
Reynir Ingibjartsson
152 bls.
Salka 2011
Mógilsá og Esjuhlíðar
Kjalarnes
Saurbær á Kjalarnesi
Norðan Akrafjalls
Hvítanes við Grunnafjörð
Melabakkar
Ölver og Katlavegur
Hafnarskógur
Andakílsárfossar
Skorradalur og Síldarmannagötur
Umhverfi Draghálss
Saurbær á Hvalfjarðarströnd
Bjarteyjarsandur og Hrafneyri
Bláskeggsá og Helguhóll
Þyrilsnes
Kringum Glym
Botn Brynjudals
Fossárdalur og Seljadalur
Hvítanes í Hvalfirði
Hvammsvík
Hálsnes og Búðasandur
Meðalfell í Kjós
Vindáshlíð og Laxá í Kjós
Eilífsdalur
Hvalfjarðareyri
Hér er lýst 25 gönguleiðum á hinu svokallaða
Hval fjarðar svæði, sem teygir sig kringum Esjuna,
Akra fjall og Skarðsheiði, auk undirlendisins við
Hval fjörð. Göngu leiðirnar eru flestar hringleiðir,
að jafnaði 3-6 kílómetra langar og tekur um eina
til tvær klukkustundir að ganga þær. Oftast tekur
ekki nema hálfa til eina klukkustund að komast
á göngustað, náttúra Hvalfjarðarsvæðisins er því
sannarlega við bæjarvegginn.
Höfundur bókarinnar, Reynir Ingibjartsson, hefur
leitað uppi marga forvitnilega staði sem ekki eru
öllum kunnir og lagt sérstaka áherslu á minjar frá
tíma hersetunnar í Hvalfirði. Stórátak í skógrækt
og uppgræðslu hefur gert Hvalfjarðarsvæðið
að mikilli útivistarparadís. Hinar löngu strendur
Hvalfjarðar og Borgarfjarðar laða líka að fólk allan
ársins hring.
Kort og leiðbeiningar fylgja sérhverjum göngu-
hring, ásamt leiðarlýsingu og umfjöllun um það
sem fyrir augu ber.
Backside flap Back FrontSpine Frontside flap
Reynir Ingibjartsson
Þú
ek
ur
á
sta
ði
nn
, g
en
gu
r s
ke
m
m
ti -
leg
an
hr
ing
o
g
ky
nn
ist
fr
ið
sæ
lum
vin
jum
ná
ttú
ru
nn
ar.
N á t t ú R A N V I ð B æ j A R V E G G I N N
25 gönguleiðir
á hvalfjarðarsvæðinu
N á t t ú R A N V I ð B æ j A R V E G G I N N
25 gönguleiðir
á hvalfjarðarsvæðinu
N
á
t
t
ú
R
A
N
V
Ið
B
æ
jA
R
V
E
G
G
IN
N
25 g
ö
n
g
u
leið
ir
á
h
va
lfja
r
ð
a
r
svæ
ð
in
u
salka.is
Hraunin og Straumsvík
Ásfjall og Ástjörn
Garðaholt og Hleinar
Gálgahraun
Álftanes og Bessastaðatjörn
Kópavogsdalur
Fossvogsdalur
Öskjuhlíð
Seltjarnarnes og Grótta
Örfirisey
Laugardalur
Laugarnes og Sund
Kringum Grafarvog
Innan Geldinganess
Umhverfis Varmá
Hafravatn
Við Reynisvatn
Við Rauðavatn
Ofan Árbæjarstíflu
Elliðavatn og Vatnsendi
Vífilsstaðavatn
Vífilsstaðahlíð
Búrfellsgjá
Kaldársel og Valahnúkar
Hvaleyrarvatn
Bókin 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu færir okkur
ný tæki færi til að nálgast umhverfi okkar. Hér eru 25
hring leiðir í nágrenni þéttbýlisins sem allar eru auð farnar
og það tekur yfirleitt ekki meira en eina klukku stund að
ganga þær. Í flestum tilvikum er hægt að velja á milli hvort
genginn er stærri eða minni hringur.
Leiðirnar er flestar í útjaðri byggðarinnar, við sjávarsíðuna,
í dalverpum, meðfram ám og vötnum í friðsælum vinj um
náttúrunnar. Tilvaldir göngutúrar sem hægt er að skreppa
í þegar myndast óvænt glufa í þungan og gráan hvunn-
daginn eða til að glæða helgarnar lífi og fersku lofti.
Það er ótrúlegt hve víða er að finna leynistaði sem eru
fagrir og friðsælir. Fáir þekkja höfuðborgarsvæðið betur
en útivistar maðurinn Reynir Ingibjartsson, sem hefur
markað leiðirnar og skrifað um þær margvíslegan fróð-
leik varðandi minjar og sögustaði.
Kort og leiðbeiningar fylgja sérhverjum gönguhring,
ásamt leiðarlýsingu og umfjöllun um það sem fyrir augu
ber. Þessi bók er frábær félagi og er á við besta heimilis-
hund. Hún hvetur þig til dáða og auðveldar heilsubótina.
Nú þarftu ekki lengur að ganga sama gamla hringinn,
heldur geturðu kynnst náttúru höfuðborgarsvæðisins á
alveg nýjan hátt. Góða skemmtun.
25
Backside flap Back FrontSpine Frontside flap
Reynir Ingibjartsson
Þú
ek
ur
á
sta
ði
nn
, g
en
gu
r s
ke
m
m
ti -
leg
an
hr
ing
o
g
ky
nn
ist
fr
ið
sæ
lum
vin
jum
ná
ttú
ru
nn
ar.
N Á T T Ú R A N V I Ð B Æ J A R V E G G I N N
25 GÖNGULEIÐIR
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
N Á T T Ú R A N V I Ð B Æ J A R V E G G I N N
25 GÖNGULEIÐIR
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
N
Á
T
T
Ú
R
A
N
V
IÐ
B
Æ
JA
R
V
E
G
G
IN
N
25 G
Ö
N
G
U
LEIÐ
IR
Á
H
Ö
FU
Ð
B
O
R
GA
R
SVÆ
Ð
IN
U
salka.is
Í sama
bók flo ki
hefur komið
t met sölu-
bókin 25
GÖNGU-
LEIðIR
á HÖFUð-
BORGAR-
SVæðINU
Reynir Ingi
bjartsson
höfundur
bókanna 25
gönguleiðir
á höfuð-
borgarsvæð-
inu sem út
kom í fyrra
og hinnar
nýútkomnu
25 göngu-
leiðir á
Hvalfjarðar-
svæðinu.
Ein af mörgum frábærum myndum
Josefs Lada af góða dátanum Svejk.
Naipaul Geðvondur og elliær –
segir fyrrum útgefandi hans til
margra ára.
Bókardómur ólífulundurinn Björn valdimarsson
ólífulundurinn
Björn Valdmarsson
175 bls.
Næst 2011
Svik, tál og prettir
Kvartsár kapítalisti í hremmingum.
Svikasaga er undirtitill skáldsögunnar
Ólífulundurinn eftir Björn Valdimars-
son sem komin er út í kilju hjá forlaginu
Næst. Sagan er ekki löng, 175 blaðsíður
í kiljubroti, og gæti verið í snotrara um-
broti, með miklum eyðum við kaflaskil.
Hér er einfaldasta gerð glæpasögu-
formsins nýtt til að koma á framfæri
kjarnyrtri lýsingu á þróun fjármálakerf-
is á Íslandi frá bankafyrirgreiðslu-kap-
ítalismanum sem hér viðgekkst lengi til
hrunveldis hinna áköfu og nýríku við-
skipta- og lögfræðinga.
Ung blaðakona fær tilboð um að
koma til Ítalíu að hitta íslenskan kaup-
sýslumann sem kominn er yfir miðjan
aldur og situr sæll á sveitasetri í Tosk-
ana. Hún slær til, hittir kallinn og hann
rövlar mikið og lengi um hvernig hann
komst í álnir þrátt fyrir að allt hafi verið
honum mótdrægt í fyrirgreiðslukerf-
inu. Nú hefur hann styggt einhverja
krimma og þeir hóta öllu illu. Það er
góður kostur í Toskana og fer svo að
stelpan leggst með kallinum en þá fer
að kárna gamanið. Samfara sögunni af
samdrætti þeirra tveggja hefur lesandi
fylgst með sendli sem flytur bíl á milli
landa. Kominn á meginlandið er sá
strákur kominn í slagtog með dópuðum
ofstopamönnum og hvert liggur leið
þeirra? Suður í lundinn.
Þessi saga er ekki merkileg, efnisrýr
og dregur ekkert nýtt fram um hvernig
lánleysi okkar í efnahagsstjórn varð til
þess að sumir urðu ríkir en aðrir ekki.
Það virðist þó vera tilgangur skáldsins
Björns. Aldrei verður það of oft kveðið
í eyru almennings þótt ekki dugi það
meðan á þingi sitja enn menn sem eru í
forsvari fyrir svikafélög og setja okkur
hinum lög og álögur. -pbb
Alicia Vikander og Mads Mikkelsen, hér í hlutverki hirðlæknisins Johanns
Struensee. Ljósmynd/Zentropa
Meira í leiðinni WWW.N1.IS