Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 6
Af norrænum valkyrjum ... KVENNARÁÐSTEFNA í MIÐDAL Sólveig Jónasdóttir Helgina 9. og 10. september tóku íslenskar bókagerðar- konurá móti norskum starfs- systrum sínum í sumarbústað FBM íMiðdal. Norsku konurnarátta sem hingað komu eru allar bókagerðar- konur og meðlimir í Landssamtökum norskra bókagerðarkvenna - GKL. íslensku gestgjafarnir voru ellefu talsins og höfðu flestar þeirra tekið þátt í kvennaráð- stefnu sem haldin var í Finn- landi í fyrra, sællar minningar. GKL (Grafiske Kvinners Landssammenslutn- ing) eru landssamtök kvenna í norskum prent- iðnaði og eiga sér langa sögu, elsta deild sam- takanna, Osló-deildin er t.d. rúmlega sextug. Hlutverk samtakanna er að konur innan þeirra styðji og styrki hver aðra og berjist fyrir mál- efnum kvenna innan NGF. Þær halda reglulega fundi og gefa út blað, auk þess sem samtökin mynda öflugt samtaka- og samskiptanet um allan Noreg. Eftir margra ára baráttu er svo komið að samtökin eru virt og vinna með stjóm NGF að ýmsum málum. Þeim hefur orðið vel ágengt og jafnréttisumræða er opnari og já- kvæðari í norskum prentiðnaði. Iilgangurirm með komu þessara góðu kvenna var kvennaráðstefna FBM í Miðdal. Þar var ætlunin að kynnast, ræða sameiginleg mál- efni, miðla af reynslubmnnum og síðast en ekki síst stofna tengslanet norrænna kvenna innan prentiðnaðarins, því sameinaðar stönd- um við en sundraðar föllum við. Tildrög þessarar ráðstefnu má rekja allt til þátttöku íslenskra bókagerðarkvenna í kvenna- ráðstefnunni í Turku í Finnlandi í ágúst 1994, en þá settu íslenskar konur sig í samband við þær norsku til að Norðurlöndin mættu sam- ræma krafta sína á einhvem hátt. Úr varð sam- eiginlegur fundur norrænna bókagerðarkvenna sem Danir stóðu fyrir. Tuttugu konur mættu á þennan fund í Turku, ræddu málin sín á milli og skýrðu stöðu mála í hverju landi fyrir sig. Það sem heitast brann á konunum var stytting vinnudagsins, barátta gegn kynferðislegri áreitni og einnig var mikill áhugi fyrir því að norrænar bókagerðarkonur kæmu sér upp tengslaneti, sem auðveldaði þeim þessa sam- eiginlegu jafnréttisbaráttu. Þama var hug- myndin um netið komin og þær sem höfðu áhuga skrifuðu sig á þátttökulista en síðan lá framkvæmdin í dvala í nokkurn tíma. Margréti Friðriksdóttur jafnréttisfulltrúa FBM og Mai Gythfeldt formanni GKL þótti hugmyndin hins vegar of góð til að gleymast og því var þessi ráðstefna ákveðin hér á landi með litlum fyrirvara þegar ljóst varð að GKL konur höfðu fengið styrk til íslandsfararinnar. Þær komu síðan til landsins laugardaginn 9. september og dvöldu á landinu fram til þess 17. Ráðstefnan tókst í alla staði vel enda ráð- stefnustaðurinn einstakur - ró og friður í ís- lenskri haustnáttúru. Þrátt fyrir ólíkar aðstæð- ur í löndunum tveimur fundust margir áhuga- verðir og sameiginlegir fletir á jafnréttisum- ræðunni. Meðal annars vom hugmyndir um styttingu vinnudagsins og reglur um þak á yf- irvinnu ofarlega á baugi. Auk þess var ákveðið að stofna sameiginlegt samtaka- og samskipta- net og nýta til þess þá reynslu sem GKL kon- umar hafa þegar af slíku neti í Noregi. Eftir árangursríka ráðstefnusetu var haldið með gestina til höfuðborgarinnar með viðkomu á Gullfoss og Geysi, í rigningu auðvitað! Mánudagsfundurinn Eftir helgardvöl í Miðdal var kallað til fundar um jafnréttismál í húsi FBM á mánudagskvöldi 12. september undir yfirskriftinni karlar - kon- ur - jafnrétti. Til fundarins mættu 27 manns, 24 konur og 3 karlar. Fyrir fundinum lá að ræða þau málefni sem samkomulag hafði tekist um á ráðstefnunni í Miðdal, svo sem stofnun tengslanets, styttingu vinnudagsins og aukna baráttu gegn kynferðis- legri áreitni. Frummælendur vom bæði norsk- ir og íslenskir, þeirra á meðal var Lisbeth Gundersen sem á sæti í stjóm NGF og er full- trúi í jafnréttisnefnd NGU, en hún flaug til landsins þá um morguninn sérstaklega til að flytja erindi á fundinum. Þau góðu samskipti og persónulegu kynni sem tekist höfðu milli kvennanna í Miðdal settu frjálslegan svip á umræðuna og varð hún að sama skapi árang- ursrík. Einhliða samþykkt fundarins lá fljótlega fyrir, konur innan FBM ætla að taka sér GKL konur til fyrirmyndar og stofna kvennahóp innan FBM sem hefur það að markmiði að koma „kvennamálunum" á framfæri, styðja hver aðra og styrkja til að berjast fyrir jafnrétt- ismálum við hlið karlanna. Af því tilefni er rétt að vísa til orða Mai Gythfeldt en hún segir að hlutverk slíkra hópa sé ekki að brjóta niður verkalýðsfélögin heldur byggja þau upp! Von- andi eigum við eftir að geta notað okkur reynslu norskra starfssystra okkar en þær eru komnar mun lengra en við í jafnréttisumræð- unni allri. Eitt getum við þó lært af þeim; hlut- imir gerast ekki af sjálfu sér og við verðum að vera bjartsýnar og jákvæðar þó stundum gangi hægt. Við verðum sjálfar að skapa þá framtíð sem við viljum! Niðurstaða mánudagsfundarins var sú að stefna skyldi að samnorrænni kvennaráðstefnu 6 PREHTARIHH 3/95

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.