Prentarinn - 01.10.2003, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.10.2003, Blaðsíða 6
Kristín Helga Gunnarsdóttir Tölvuskrímslib Kvalalosti rekur íslenskan rit- höfund áfram. Hið furðulega jóia- bókafyllirí stýrir Iífi hans og veld- ur því að hann skríður ömiagna inn í híði sitt í janúar, leggst í laufíð og dæsir - ekki af vellíðan og ofeldi, heldur miklu ffemur af síþreytu og ofreynslu. Þar liggur hann hreyfingarlaus í óratíma, mænir á tölvuskrímslið sem bólgnar út á borðinu troðfúllt af hugmyndum. Því næst tekur hann á stóra sínum, drattast að skrímsl- inu og sest við úrvinnslu. Eins og grískur dans byrjar ballið hægt og rólega, taktföst dansspor á lyklaborði, skynsam- legur vinnutími, passa að borða, muna að þrífa kotið og hafa huggulegt í kringum sig. En svo verður dansinn hraðari. Um sum- armál er tölvuskrímslið með í far- angrinum hvert sem leiðir höfúnd- arins liggja. Það breiðir úr sér á tjaldborðinu í útilegunni, liggur á meltunni í bílnum, tekur sumar- húsið yfir, drattast með í hestaferð- ina, tekur pláss í bakpoka í fjall- göngunni og situr á bakkanum og vælir eins og óþekkt gæludýr í veiðiferðinni. Að hausti er skrímslið orðið stórt og fýrirferðar- mikið. Það kallar á þræl sinn dag og nótt og gefur ekki stundlegan frið. Loks fær þrællinn nóg, send- ir ofvaxinn tilberann frá sér og bíður óttasleginn eftir því hvemig honum reiði af hjá útgefanda. Við taka nokkrar ferðir með afkvæmið fram og til baka, vökunætur, martraðir og hjarta- verkur. Reglubundið mataræði, uppvask og þvottar eru nú úr sög- unni. Skítuga nærfatafjallið hækk- ar og fer að ná skráningu hjá Landmælingum. Gólfið er orðið klístrað og skyndifæði og pakka- matur er daglega á matseðlinum. Uhu, aha, ummhmm, jamm, ha og neibb eru einu viðbrögðin sem / Vangaveltur um staf og blað nánasta fjölskylda fær frá þræln- um um þær mundir. Hvar eru vettlingarnir mínir? A ég enga hreina sokka? Veistu að mjólkin er súr? Hver hellti kaffi yftr ensku- stílinn minn? Eg veit það ekki, tautar þrællinn, skellir hurð og sest fyrir framan skrímslið. Hann er fyrir margt löngu stokkinn inn í tölvuna og búinn að loka á eftir sér. Þar simr hann og rótar í orð- um og samhengi, orsök og afleið- ingu og þrasar við fólk sem er ekki til. Stöku skjálftaköst gera vart við sig hjá höfundi þegar fyrirbærið öðlast eigið líf, feimni við ferlíkið, móðurlegt stolt sem á örskammri stundu getur breyst í skömm og fyrirlitningu. Loks gefur hann ungann frá sér til ættleiðingar, sendir hann í útgáfu og prent- smiðju. Misvitrir markaðsfræðingar fá afkvæmið í hendur, ákveða út frá fræðunum að gleyma fyrirbærinu eða leyfa því að synda án björgun- arhrings í jólaflóðinu. Liggi vel á fræðingunum fær það vængi og flýgur á fyrsta fanými yfir flóðinu beint á áfangastað eða aðfangadag. Eins og bóndi með belju á land- búnaðarsýningu fer höfundur með fyrirbæri sitt um sveitir lands á aðventu og sýnir á því bestu hlið- amar, en reynir að leyna göllunum eins og hann best getur. Heppilegast er að rithöfúndur gerist vottur Jehóva þar sem jóla- hald er afskaplega fyrirferðarlítið. Lífið er bókin og bókin er lífið þar til skyndilega á hádegi á aðfanga- dag. Þá er eins og ekkert hafi gerst, líkt og dagblað hafi komið út á laugardegi og nú sé kominn sunnudagur. Höfúndur skríður í híði sitt og safnar kröftum, en tölvuskrímslið glottir á skrifborð- inu. Samkenndin í lokasinfóní- unni Við bókntenn höfúm sameigin- lega framtíðarsýn, þrátt fyrir allt. Við eigum hvor annan að eins og skefti og blað, líkt og segir í vísu þeirra félaga Tomma og Jenna. Höfúndur situr í koti sínu, ein- angraður með tölvuskrímslinu. Væl í viftu er hans félagi og kannski hundspott ef hann er lán- samur í lífinu. Leiðin í prentsmiðj- una er oftast löng. Hún trónir þarna uppi á fjallinu eins og kast- ali. Virkisveggurinn er hár og sík- ið sem umlykur hana er djúpt. Út- gefandinn einn kann lykilorðið að vindubrúnni. Hann valsar inn og út, en höfúndur stendur í mesta lagi úti á hlaði við kotið sitt og lætur sig dreyma um hvað fram fari í prentmusteri á fjallstindi. Útgefandinn ber ekki ábyrgð á því hve höfúndur ratar sjaldan upp fjallið. Þar er miklu heldur um að kenna framtaksleysi, feimni, heimóttarskap og ferðafælni höf- undar í kotinu litla. Ef ég vissi ekki betur héldi ég að bækumar prentuðust af sjálfú sér. Ég héldi að þær flæddu raf- rænt frá höfundi inn í tölvu útgáf- unnar og þaðan í sjálfvirkar prent- 6 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.