Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 83

Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 83
ELVIS Fr iðr ik Ómar Miðvikudagskvöldið 24. nóvember kl . 20:00 Fimmtudagskvöldið 25. nóvember kl . 20:30 ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Í SALNUM KÓPAVOGI Friðr ik Ómar kemur f ram ásamt e invala l ið i h l jóðfærale ikara og söngvara og f ly t ja þau 25 v insælustu smel l i E lv is Pres ley á e inum v insælustu tónle ikum árs ins. Friðrik Ómar áritar glæsilegan hljóð og-mynddisk frá tónleikunum laugardaginn 20. nóvember: kl. 14:00-14:45 Hagkaup, Kringlunni kl. 16:00-16:45 Hagkaup, Smáralind 9 uppseldir tónleikar fyrr á þessu ári! Miðasala er hafin á www.salurinn. is og í síma 5 700 400. Miðaverð 3.300.- Tryggðu þér miða strax í dag. Fæst í öllum helstuverslunum Á hljómgrunnur.is er að finna að- gengilegt yfirlit yfir tónlistarviðburði sem eru fram undan. Rokk, djass, popp, klassík og allt þar á milli. Föstudagurinn 19. nóvember Hjaltalín tjarnarbíó kl. 21 Hjaltalín flytur glæný lög í bland við gömul auk þess að bæta við sig nokkrum aukahljóðfæraleikurum. Tilefnið er útkoma plötunnar Alpanon – Hjaltalín á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Balkanpartí-gleðisveitin Orphic Oxtra sér um upphitun. Húsið opnað kl. 20.00. Aðgangur 2.500 kr. Ívar Helgason salurinn, Kópavogi, kl. 20 Ívar Helgason fagnar sólóplötu sinni, Jólaljós, með glæsilegum útgáfutón- leikum. Rokkveisla Faktorý kl. 22 Endless Dark, Reason To Believe og Finnegan telja í og keyra upp hraðann. Aðgangur 500 kr. Konukvöld sódóma Reykjavík kl. 22 Sódóma Reykjavík kynnir fyrsta Konu- kvöldið í seríu sem verður í gangi í allan vetur. Tilgangur Konukvöldanna er að vekja athygli á sköpun, hæfileikum og athöfnum kvenna í íslensku tónlistarlífi. Fram koma: Pascal Pinion, Bárujárn, Hellvar, Skelkur í bringu, DJ flugvél og Geimskip. Hljóðmeistari kvöldsins er Guðrún Ísaksdóttir. Aðgangur 1.000 kr. – vinkonur fá 2 fyrir 1. Laugardagur 20. nóvember Auður Gunnarsdóttir Íslenska óperan kl. 17 Útgáfutónleikar Auðar Gunnarsdóttur og Salon Islandus. Leikin verða lög af geisladiskinum ,,Little Things Mean a Lot“ en á honum er að finna ljúflingslög á borð við Moon River, So in Love, Smoke Gets in Your Eyes, But not for Me og Over the Rainbow. Aðgangur 2.500 kr. Hjaltalín tjarnarbíó kl 21 Seinni tónleikar Hjaltalín í tilefni af útgáfu Alpanon. Sama dagskrá og á föstudagskvöld. sunnudagur 21. nóvember Íslenski saxófónkvartettinn norræna húsið kl. 15.15 Kvartettinn flytur verk eftir tvö frönsk tónskáld, Florent Schmitt og Pierre-Max Dubois, nýtt verk eftir Þórð Magnússon sem var sérstaklega samið fyrir Íslenska saxófónkvartettinn, og verkið Songs for Tony eftir breska tónskáldið Michael Nyman. Aðgangur 1.500 krónur, en 750 krónur fyrir nemendur, eldri borgara og öryrkja. Selma Björnsdóttir salurinn, Kópavogi kl. 20 Selma snýr sér að kántrítónlistinni og fagnar útkomu disksins Alla leið til Texas með þessum útgáfutónleikum, dyggilega studd af Miðnæturkúrekunum. Aðgangur 2.900 kr. miðvikudagur 24. nóvember Tríó Sunnu Gunnlaugs risið, Jazzklúbburinn Múlinn, kl. 22 Tríó Sunnu leikur efni af „The Dream“ sem kom út í sumar í bland við nýjar tónsmíðar. Aðgangur 1.000 kr. dægurmál 83 Helgin 19.-21. nóvember 2010 Mojito er súrsætur kokteill sem fá má á flestum betri börum bæjar- ins. Drykkurinn er upprunninn á Kúbu og var eftir- læti rithöfundar- ins Ernests Hem- ingway. Leikritið Mojito hverfist um spja l l t vegg ja vina um upplifun annars þeirra og drykkurinn gegnir þar ákveðnu hlutverki. Sagan sjálf er aldrei skýrð að fullu en þegar allt kemur til alls skiptir það litlu máli, styrkur sýn- ingarinnar er í stemningu frekar en bókstaflegri framvindu. Höfundurinn, Jón Atli, hefur feng- ist við ýmislegt í sínum ritstörfum og í þetta sinn skrifar hann um átök út af hugmyndum um fordóma og grunnhyggni með viðkomu í vin- áttusamböndum karlmanna, sam- skiptum kynjanna og reykvískum hversdagsleika. Textinn rennur vel, á honum er fáa hnökra að finna og mér finnst hugmyndin nokkuð góð.  leikdómur mojito Súrsætur kokteill Þetta er verk sem skil- ur áhorfandann eftir með sitthvað til að hugsa um. Það hefði hins veg- ar verið hægt að gera meira með textann, taka stærri skref og nýta krafta betur. Sú hugmynd að bjóða upp á kokteilinn fyrir sýn- inguna og blasta dans- vænni tónlist yfir leik- húsgesti er nokkuð smellin en missir marks. Sá forleikur er úr öllum takti við það sem á eftir kemur. Ef mark- miðið var einvörðungu að fá gesti til að slaka á er þetta svo sem fín leið en hún þjónar litlu öðru. Rýmið sjálft, hið nýja svið Tjarnar- bíós, er lítið notað og fjarska tómlegt; meira að segja mínimalísku leikmunirnir eru al- gjört aukaatriði og eiginlega fyrir. Öll tól- in sem leikhúsið býð- ur listamönnum sínum eru vannýtt í þessari uppfærslu, þetta gæti þess vegna verið fínt útvarpsleikrit. Fókusinn og haldið er allt á leikur- unum tveimur sem standa sig mjög vel. Þórir Sæmundsson er kameljón í gallabuxum, sjarmerandi og ákaf- lega naskur í raddbeitingu. Persóna hans hefur þó minna vægi í verkinu heldur en persóna Stebba, leikin af Stefáni Halli Stefánssyni. Stebbi er klæðskerasniðin persóna fyrir Stef- án, svo mjög að maður óskar þess á köflum að hann fari að leika fleira en heillandi egóista. En hann er frábær í rullunni – orkan, líkamsbeitingin og ekki síst sambandið við salinn var æði gott. Ég held að reyndari leikstjóri hefði komið auga á fleiri möguleika fyrir þetta verk. Hér er ekki brotið blað í leiklistarsögunni en ég fagna því að upp skuli vera settar sýningar með erindi án þess að vera boðandi, og með húmor án þess að fólk þurfi að grenja úr sér augun. Ég hef fengið ferskari kokteil en þessi var fjandi fínn. Kristrún Heiða Hauksdóttir  mojito Höfundur og leikstjóri: Jón Atli Jónasson Tjarnarbíó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.