Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 137-43 137 Tómas Helgason AÐFERÐAFRÆÐILEGUR VANDI VIÐ KANNANIR Á ÁFEN GISNEY SLU Samanburður á niðurstöðum póstkönnunar 1984 og símakönnunar 1985 ÚTDRÁTTUR í greininni er fjallað stuttlega um aðferðafræðilegan vanda í sambandi við kannanir á áfengisneyslu og misnotkun. Svipaður vandi getur verið uppi ef kanna á ýmis viðkvæm atriði í lífi fólks. Vandinn er athugaður frekar með því að bera saman nokkrar niðurstöður úr tveimur nýlegum könnunum á áfengisneyslu, annars vegar bréflegri póstkönnun frá 1984, og hins vegar símakönnun Hagvangs, sem framkvæmd var ári síðar. í símakönnuninni, sem var hluti af spurningavagni Hagvangs, voru mun færri spurningar um áfengi en hins vegar var spurt um ýmislegt annað óviðkomandi. Hærra svarhlutfall fékkst með símakönnuninni, bæði í heild og við einstökum spurningum sem hægt var að svara með einu orði, en tilhneiging var til að gera minna úr vandamálum og e.t.v. til að giska á þægilegar tölur. Þrátt fyrir lægri svarprósentu og meira innra brottfall gefur póstkönnunin líklega réttari mynd af neysluvenjum og misnotkunareinkennum, en niðurstöður símakönnunarinnar varðandi heildarneysluna eru mun nær því sem kemur fram í söluskýrslum. INNGANGUR Þegar lokið var gagnasöfnun í rannsókn á áfengisneysluvenjum 1984 og Ijóst var að 40% þeirra, sem fengu spurningalistana senda, svöruðu ekki þrátt fyrir ítrekanir var sýnt, að nauðsynlegt væri að gera einhverja athugun á áreiðanleika þeirra niðurstaðna sem fengust. Fyrri athuganir hafa sýnt gildi rannsókna til þess að fá mynd af áfengisneysluvenjum fólks (1), hvort sem þær hafa verið framkvæmdar með spurningalistum, sem sendir hafa verið i pósti, eða með persónulegum viðtölum. Að vísu er myndin nokkuð smækkuð því að áfengismagn, sem svarendur segjast neyta, er ekki nema 40%-50% af því áfengismagni sem selt er í viðkomandi landi samkvæmt opinberum Frá Geðdeild Landspítalans. Barst 16/09/1987. Samþykkt 04/01/1988. skýrslum (2). Flestar hinar viðtækari kannanir hafa verið framkvæmdar annað hvort með spurningalistum, sem sendir hafa verið í pósti, eða með persónulegum viðtölum. Margir hafa talið að viðtalskannanirnar væru öruggari og gæfu betri upplýsingar. Aðalkostir þeirra eru, að vitað er nákvæmlega hvort sá svarar sem til er ætlast og hægt er að fylgja einstökum spurningum eftir og gæta þess betur að öllum spurningum sé svarað. Viðtölin eru hins vegar kostnaðarsöm vegna mannafla sem þarf til að framkvæma þau. Nauðsynlegt er að spyrlarnir séu þjálfaðir í að leggja spurningar fyrir með ákveðnum hætti og læri hvers konar svör eru gild. Persónuleg viðtöl kunna að vera sumum óþægileg og því hætta á að ekki séu gefin rétt svör um viðkvæm efni. Hægt er að bæta úr ófullnægjandi svörum við einstökum spurningum á spurningalistum, ef aðstaða er til að láta fara yfir listana og hafa síðan samband við þá sem svöruðu, til að óska fyllri upplýsinga. Slíkt er kostnaðarsamt og kann að brjóta í bága við tölvulögin. Áður en hafist var handa um áfengisneyslukannanirnar 1972 og 1974 reyndum við bæði viðtöl og spurningalista. Fljótt kom í ljós, að viðtöl við nægan fjölda kommu ekki til greina vegna kostnaðar og var því ákveðið að nota spurningalista sem fólk svaraði sjálft. í Svíþjóð hafa verið kannaðar áfengisneysluvenjur hjá tveim sambærilegum 506 manna hópum á aldrinum 15-70 ára (3). Annar hópurinn fékk spurningalista i pósti og átti að senda þá til baka með sama hætti, en spyrlar lögðu svörin fyrir hinn hópinn. Niðurstöður þessarar athugunar voru í samræmi við niðurstöður sumra annarra að bréflegu spurningalistarnir dygðu til að safna gögnum til að lýsa ákveðnum atriðum, þrátt fyrir þá annmarka sem áður eru nefndir og hefðu líka vissa kosti fram yFir viðtölin hvað varðar spurningar um viðkvæm atriði. Mörgum er það vafalitið viðkvæmt að veita nákvæmar upplýsingar um áfengisneyslu. Þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.