Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 49

Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 49
Helgi Þorláksson: Utflutningur íslenskra barna til Englands á miðöldum Á15. og 16. öld voru íslensk börn flutt til Englands. Framan af 15. öld hét að þeim væri rænt á Islandi eða þau væru seld þaðan en síðar var viðkvæðið að foreldrarnir gæfu þau. Enskir mannræningjar? Á 17. öld bar oft við að Islendingar tækju sér far með enskum duggum til Englands, einn þeirra var td. Jón Indíafari. Sumif fóru til að sjá sig um í heiminum eins og Jón gerði, sumir fluttu varning milli landa og einnig voru sakamenn sem flúðu réttvísina og áttu þeir víst fæstir afturkvæmt. Þannig var þetta líklega einnig á 15. og 16. öld og Carus-Wilson og Björn Þorsteinsson (Bf>) segja okkur að íslendingar séu nefndir víða á Englandi á þessum tíma.1 Björn Þorsteinsson hefur dregið fram athyglisverða skýrslu um útlendinga bú- setta í Bristol árið 1484, þá sem voru í þjón- ustu borgara þar; þeir eru taldir vera 51, þar af 49 íslendingar og eru sveinar, þjónar og þjónustustúlkur borgara í staðnum, þám. ýmissa íslandskaupnianna (sjá mynd). Björn telur hætt við að ekki hafi allir þessir íslendingar slegist í för með Englendingum af fúsum og frjálsum vilja. Máli sínu til áréttingar bendir hann á að Bristólmenn hertóku 11 Hansakaupmenn í Hafnarfirði árið 1486 og seldu þá ásamt öðru herfangi í Galway á írlandi.2 Ásakanir á hendur Englendingum fyrir mannrán á íslandi komu fram árin 1425, 1432 og 1533. Árið 1425 áttu þeir að hafa rænt „fjölda fólks, börnum og unglingum“ á íslandi.3 Árið 1432 fellst Englakóngur á að þegnar sínir skili fólki sem þeir hafi flutt brott úr ríkjum Dana, Svía og Norðmanna „en sérstaklega frá löndunum íslandi, Finn- mörku og Hálogalandi" og að þetta fólk „hljóti hæfileg laun erfiðis síns og þrældóms . . .“4 Loks segir í dómi alþingis frá 1533, um landsnauðsynjar, að duggarar „ræni bæði fé og fólki 'ourt af þessu fátæka landi“ en þetta fær nokkurn stuðning af kæru á hendur duggurum við ísland frá 1535 fyrir að ræna fólki (þrælum) og fé í Orkneyjum.5 Vel er líklegt að yfirvöld hafi kallað það rán ef vinnumaður kom sér í skip án þess að kveðja; vinnuafl var takmarkað lengi vel eftir pláguna miklu 1402-04 (svarta dauða)6 og pláguna síðari 1494-95 og var því bændum mikið áhyggjuefni ef vinnumenn stukku úr landi. í Lönguréttarbót, sem alþingi mun hafa samþykkt árið 1451, er lagt blátt bann við að útlendingar flytji aðra úr landi en þá sem vilji fara pílagrtmsför „til heilagra staða eða til Noregs en hver sem öðruvís burt flytur eða kaupir fólk af land- inu“ sé stórsekur.7 Ekki er ljóst hvað „kaupir“ merkirþarna. Erátt viðkaupgjald 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.