Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 32

Sagnir - 01.10.1983, Blaðsíða 32
mjög svipaðrar skoðunar og Helgi Skúli. Hann leggur áherslu á það í bók sinni The Practice of History, að sagnfræði réttlætist af sjálfri sér: The study of history is an intellectual pursuit, an activity of the reasoning mind, and, as one should expect, its main service lies in its ess- ence.18 Hér má hins vegar staldra við og spyrja hvað felist nákvæmlega í „essence" Eltons og hinu sjálfstæða menningarlega gildi Helga Skúla Kjartanssonar. Það er e.t.v. tæplega nógu ljóst. Elton nefnir þau rök til gildis sagnfræði að margir hafi áhuga á fortíðinni, eins og Helgi Skúli, “for emotional or intellectual satisfaction."19 Eins og Marwick bendir á þá réttlæta listamenn og vísindamenn stundum viðfangsefni sín með sömu rökum.20 Mér finnst að Helgi Skúli hljóti að vera einhvers staðar á svipuðum slóðum og Elton og Marwick. Þegar Helgi Skúli talar um að söguþekking hafi sjálfstætt menning- arlegt gildi, þá gæti maður haldið að hann ætti við að sagan (fortíð okkar) sé einn hyrningarsteina menningar okkar, ásamt tungu og bókmenntum, og því beri okkur að leggja rækt við hana. En efasemdir hans um sagnfræði sem námsgrein hér að framan, beinast einmitt að þessu. Það er því ekki í mörg skjól að venda. Marwick ræðir nokkuð gildi sagnfræði í bók sinni The Nature of History og hann nefnir eitt þeirra „the poetic element": [—] there is inborn in almost every individual [—] a curiosity and sense of wonder about the past, an awareness as G.M. Trevelyan has put it, of „the quasi-miraculous fact that once, on this earth ... walked other men and women, as actual as we are today, thinking their own thoughts, swayed by their own passions, but now all gone, one generation vanishing after another, gone as utterly as we ourselves shall shortly be gone like ghosts at cockcrow“. There exists in the human imag- ination an „instinctive wish to break down the barriers of time and mortality and so to extend the limits of human consciousness beyond the span of a single life“.21 Mér finnst að það sem Marwick segir hér hljóti að felast í sjálfgildi sagnfræðinnar, jafnvel þótt einhverjir myndu segja að þetta væri ekkert annað en ytri réttlæting, gildi sem lægi utan hennar en ekki í henni sjálfri. En ef í orðinu sjálfgildi felst ekki ánægja (gleði, nautn, skemmtun ...) þá er hrein merkingarleysa að tala um sjálfgildi að mínu áliti. Sú fullyrðing verður þó ekki rök- studd hér nánar. B. Samfélagsleg nauðsyn sagnfræði. Algeng rök eru þau að sagnfræði sé nauð- synleg til skilnings á samfélagi okkar, okkur sjálfum og hún auki víðsýni okkar og þroska. Ingi Sigurðsson segirsvo: Það er lítill vandi að færa rök að því, að sagn- fræði sé nytsöm fræðigrein. Sagnfræði er nauðsynleg til skilnings á því samfélagi, sem við lifum í, og þar af leiðandi á okkur sjálfum.22 Svipað vakir fyrir Gunnari Karlssyni í bréfi til Helga Skúla Kjartanssonar: Ég held að það sé kannski stætt á því að segja að sagnfræði sé leið til að átta sig á veruleik- anum, leið sui generis, hliðstæð [—] vísind- um, skáldskap, heimspeki [—].23 Og Gísli Gunnarsson tók svo til orða: Ákveðin sameiginleg hugmyndafræðileg mótun er ein helsta forsenda þess að hægt sé að skipuleggja samfélag manna, með öðrum orðum menning er nauðsynleg fyrir fæðuöfl- unina. Eitt helsta sérkenni mannsins er sjálfs- vitundin og hugmyndir um eðli sitt og upp- runa. Það er næstum því fáránlegt að þurfa að ítreka nauðsyn þess að maðurinn hafi sögu- lega yfirsýn um samfélagsþróunina, ekki síst þegar breytingar gerast eins hratt og nú er raunin.24 Arthur Marwick, sem áður var nefndur, talar auk „the poetic element" um „the 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.