Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 163. tölublaš 
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						Keflavíkurstúlkur eru efstar í spá 
þjálfara, fyrirliða og forráðamanna 
í Iceland Express-deildinni. Í öðru 
sæti í spánni eru meistarar Hauka 
en liðið missti nokkra leikmenn fyr-
ir tímabilið og þeirra á meðal er Hel-
ena Ólafsdóttir sem valin var besti 
leikmaður Íslandsmótsins á síðasta 
tímabili og munar um minna. Eins 
fór Pálína Gunnlaugsdóttir úr Hauk-
um til Keflavíkur en hún var valin 
besti varnarmaðurinn á síðustu leik-
tíð. 
Stefnum á titilinn
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, fyr-
irliði Keflavíkur, telur liðið vera sterkt 
og stefna þær á titilinn. ?Mér líst 
mjög vel á spána enda er okkur spáð 
fyrsta sæti eins og við var að búast. 
Við misstum þrjá leikmenn, Maríu 
Benedikts-
dóttur í skóla 
í Bandaríkj-
unum og 
Birna (Val-
garðsdótt-
ir) og Svava 
(Stefánsdótt-
ir) eru báðar 
óléttar. En við 
erum samt 
orðnar sterk-
ari og ætlum 
okkur fyrsta 
sætið. Auk okkar og Hauka tel ég að 
Grindavík geti blandað sér í toppbar-
áttuna. Þær eiga eftir að fá sér ann-
an útlending og eiga ábyggilega eftir 
að verða sterkar þegar á líður,? segir 
Ingibjörg.
Mikið brottfall frá Haukum
Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari 
Hauka, segir sitt lið koma sterkt til 
leiks þrátt fyrir miklar breytingar á 
leikmannahópnum. ?Spáin kemur 
svo sem ekkert rosalega á óvart. Ef 
horft er á úrslit undanfarinna leikja 
á milli okkar og Keflavíkur og ef horft 
er til þeirra forfalla sem hafa orðið á 
okkar liði, þá er þetta eðlileg spá. Við 
höfum misst sex leikmenn frá síð-
asta tímabili og ef önnur lið hefðu 
lent í þessu er ég hræddur um að 
þau hefðu lagt upp laupana. En það 
sýnir ágætlega okkar styrk að okkur 
er spáð öðru sæti þrátt fyrir það. Við 
erum að vísu búin að fá nokkra leik-
menn í staðinn. 
Við erum með glænýtt byrjun-
arlið og erum að spila okkur saman 
en það tekur tíma. Ég hef fulla trú á 
Völsurum og KR-ingum líka. En það 
er athyglisvert að sjá að allir þjálfar-
arnir eru tiltölulega reynslulitlir. Svo 
það tekur ábyggilega nokkurn tíma 
fyrir þá að læra á deildina.
Svona heilt yfir er maður að von-
ast eftir jafnri deild og það væri gam-
an ef lakari liðin myndu ná að veita 
betri liðunum meiri keppni. 
Ég tel að það styttist alltaf í það og 
liðin sem eru nú í efstu deild að Val 
undanskyldu leggja mikla áherslu á 
yngri flokka þjálfun. 
Að sjálfsögðu er mikill metnað-
ur hjá Haukum og við viljum ná sem 
allra bestum árangri. Til að byrja 
með munum við leggja mótið upp 
í nokkrum hlutum og meta árang-
ur okkar eftir hvern hluta. En þrátt 
fyrir öll skakkaföllin höfum við líkt 
og aðrir trú á því að við munum 
ná að vera í toppbaráttu. Við erum 
hins vegar raunsæ og við vitum að 
það verður erfitt að fylgja viðlíka ár-
angri eftir og hefur verið undanfarin 
ár. Helsti styrkur okkar er sá að liðið 
er ungt og mikið rými til framfara,? 
segir Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari 
Hauka. 
DV  Sport miðvikudagur 10. október 2007 17
Toshack með 
áhyggjur af BeniTez
Liverpool-hetjan fyrrverandi John 
toshack hefur sagt að skiptikerfi Rafa 
Benitez sé í raun 
rugl. Helstu 
fyrirsagnir 
tengdar 
Liverpool eru 
um skiptikerfi 
stjórans enda 
hefur hann sett 
Fernando torres 
og Steven 
gerrard á 
bekkinn. Hefur þetta skapað slæmt 
andrúmsloft í búningsklefa Liverpool. 
eftir að hafa byrjað leiktímabilið vel 
hefur Liverpool ekki verið svipur hjá 
sjón undanfarið. ?Ég vona svo 
sannarlega að rafa viti hvað hann er að 
gera því fólkið í Liverpool er orðið 
taugaóstyrkt. Þetta skiptikerfi hans 
hefur vakið reiði stuðningsmanna og 
félagsins. ef það er alltaf verið að 
hringla við liðið hafa leikmenn ekki 
tíma til að slípa sig saman. Ég held að 
það sé einhver ringulreið þarna í gangi. 
Hann hefur eytt miklum fjármunum í 
um 40 leikmenn síðastliðin þrjú ár og 
ég vona að hann hafi ekki tekið of stórt 
upp í sig.
sTarf Bruce er öruggT
Stjórnarformaður birmingham City, 
david gold, hefur fullvissað Steve 
Bruce um að 
starf hans sé 
öruggt þrátt fyrir 
að yfirtaka sé 
yfirvofandi hjá 
félaginu. bruce 
hefur sagt að 
hann hafi 
áhyggjur af 
starfi sínu ef 
Carson Yeung 
tekur félagið yfir. bruce hélt að tap 
birmingham gegn blackburn um 
síðustu helgi hefði verið síðasti naglinn 
í kistuna eftir sex ára starf. ?Ég vona að 
þetta verði leyst sem fyrst þannig að 
allir geti haldið áfram. Síðast þegar ég 
hitti Yeung sagðist hann vilja að allir 
yrðu áfram.?
owen æTlar að spila
Michael Owen, framherji Newcastle, 
hefur sagt stjóra sínum Sam allardyce 
að segja honum 
ekki hvort eða 
hvenær hann 
megi spila fyrir 
land sitt og þjóð. 
einu ráðlegging-
arnar sem owen 
muni hlusta á 
komi frá ulrike 
muscha-
weck,sem gerði 
aðgerðina á honum. ?get ég spilað á 
móti eistlandi? af hverju ekki? 
Skurðlæknirinn sagði að það gæti 
ekkert farið úrskeiðis, varðandi 
uppskurðinn. Þó að stjórinn hér hafi 
sagt að ég hefði byrjað að fá verki í 
landsleikjunum, þá var ég farinn að fá 
verki löngu fyrir það. Ég gekk í gegnum 
eld og brennistein í sex vikur áður en ég 
fór í aðgerðina.? allardyce hefur varað 
knattspyrnusamband englands við að 
það sé eins gott fyrir þá að skila ekki 
owen til baka meiddum.  
gefið roBinson smá frið
ben Foster, markvörður manchester un-
ited, hefur beðið fjölmiðla að láta Paul 
Robinson fá smá frí. breska pressan 
hefur hreinlega farið hamförum í 
gagnrýni sinni á robinson og hreinlega 
tekið hann af lífi. Foster sem er að jafna 
sig af meiðslum er líklegur kandídat til 
að taka við af robinson þegar Steve 
mcClaren sér ljósið. ?ef Paul væri látinn í 
friði myndu allir hagnast á því. Það er 
ekki hægt að spila 50 leiki á tímabilinu í 
röð án þess að gera mistök. en mistök 
markvarða eru blásin upp sérstaklega 
þegar maður er aðalmarkvörður 
englands. Hvert einasta smáatriði er 
gagnrýnt og það er eitthvað sem fylgir 
starfinu. en það má ekki gleyma því að 
margir markmenn væru til í að vera í 
stöðu Pauls. að vera markvörður númer 
eitt hjá landsliðinu.? 
enski 
BolTinnKeflvíKingum
spáð sigri
Keflvíkingar eru 
efstir í spá fyrirliða, 
þjálfara og forráða-
manna Iceland Ex-
press-deildar kvenna:
ViðaR GuðjónSSOn
blaðamaður skrifar: vidar@dv.is
Spáin í 
kvennaflokki:
lið stig
keflavík 144 
Haukar  115
valur  92
grindavík  91
kr  70
Hamar  48
Fjölnir  28
Spáð sigri ingibjörg vilbergsdóttir er 
fyrirliði keflavíkurstúlkna en þeim er 
spáð sigri i iceland express-deildinni.
Valur á erfitt ferðalag fyrir höndum á meðan Stjarnan fer til Frakklands:
Tel okkur geta unnið þetta lið
Kvennalið Stjörnunnar mætir Mios 
Biganos frá Frakklandi í EHF-keppni 
kvenna og kvennalið Vals serbneska 
liðinu ZORK Napredak Krusevac í 
Áskorendakeppni Evrópu.
Stjarnan vann frönsku meistarana 
í HB Metz Moselle Lorraine í síðasta 
mánuði og Aðalsteinn Eyjólfsson, 
þjálfari Stjörnunnar, telur Mios Big-
anos vera með slakara lið en Metz.
?Ég met möguleika okkar til helm-
inga. Þetta lið er búið að vinna tvo 
leiki í frönsku deildinni og tapa þrem-
ur. Ég tel að þetta sé lið sem við get-
um unnið og farið áfram,? segir Aðal-
steinn.
?Þetta er þægilegt, við þurfum ekki 
að fara í langt ferðalag. Vissulega er 
þetta einhver spotti en þetta er þægi-
legra en að fara til Úkraínu eða Rúss-
lands. Þannig að ég tel okkur vera 
nokkuð heppin með drátt og það er 
skemmtilegt verkefni fram undan,? 
segir Aðalsteinn, sem segir þó að eng-
ar líkur séu á að Stjörnustúlkur van-
meti Mios Biganos.
?Íslenskur kvennahandbolti hef-
ur ekki efni á að vanmeta neina þjóð. 
Ég hef voða litlar áhyggjur af því. Öll 
þessi verkefni eru krefjandi fyrir okk-
ur og við erum að berjast fyrir eigin 
stolt og fyrir land og þjóð, þegar við 
förum í þessa leiki,? segir Aðalsteinn.
Fyrri leikurinn fer fram í Frakk-
landi 3. eða 4. nóvember og seinni 
leikurinn í Mýrinni 10. eða 11. nóv-
ember. ?Við erum búin að spila sex 
Evrópuleiki til þessa og erum með 70 
prósenta árangur. Þannig að við erum 
bara kokhraust,? segir Aðalsteinn.
Kvennalið Vals á langt og erfitt 
ferðalag til Serbíu fyrir höndum. Ág-
úst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að 
hann hafi vonast eftir því að þurfa ekki 
að ferðast eins langt og raunin varð.
?Þetta er bara staðan og við tökum 
því. Þetta er eitt af gömlu, góðu liðun-
um frá Serbíu. Ég hef svo sem engar 
upplýsingar um liðið og hef ekkert 
leitað að þeim. Það er bara eitthvað 
sem við kíkjum á í framhaldinu,? seg-
ir Ágúst. ?Ég held að við höfum ekki 
verið heppin með drátt. Þetta er rót-
gróið félag með sterkan heimavöll. 
Maður vonaðist eftir einhverju aðeins 
auðveldara en ég held að það ætti að 
vera hægt að vinna þetta lið,? segir Ág-
úst. dagur@dv.is
Á leið til Frakklands rakel dögg 
og samherjar hennar í Stjörnunni
 mæta franska liðinu mios biganos í 
eHF-keppni kvenna í handbolta.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32