Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Blaðsíða 10
Úrvinnslusjóður Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóös, og Guðmundur G. Þórarinsson, stjórnformaður sjóðsins. Aukin endurnýting úrgangs Nýr hugsunarháttur birtist í lögum um úrvinnslugjald. Með þeim verður kostnaður við endur- nýtingu og förgun færður inn í verðmæti vörunnar strax í upphafi. Markmið laganna er að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnotkun og endurnýtingu úrgangs í þeim tilgangi að draga úr magni úrgangs sem fer til endanlegrar förgunar og að tryggja viðeigandi förgun spilliefna. Lög um úrvinnslugjald tóku gildi um síð- astliðin áramót og móttaka á að hefjast 1. apríl næstkomandi. Til að stuðla að því að markmiði laganna verði náð verður sérstakt úrvinnslugjald lagt á vörur, sem falla undir lögin, við innflutning eða fram- leiðslu hér á landi. Gjaldið verður notað til að standa undir kostnaði við meðferð flokkaðs úrgangs á söfnunarstöðum, flutn- ingi hans frá söfnunarstöð til móttöku- stöðvar og endurnýtingu hans eða förgun eftir þvf sem við á. Sérstakri stofnun, Úr- vinnslusjóði, hefur verið komið á fót til þess að annast umsýslu gjaldsins og ráð- stöfun þess. Úrvinnslusjóður heyrir undir umhverfisráðu- neytið. Guðmundur G. Þórar- insson verkfræðingur er for- maður sjóðsstjórnar, Ólafur Kjartansson verkfræðingur, sem starfað hefur hjá Samtök- um iðnaðarins, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri og Már Karlsson verkfræðingur er einnig kominn til starfa hjá sjóðnum. Hluti af framleiðslukostnaði Guðmundur G. Þórarinsson segir að með lögunum um úrvinnslugjald sé bæði verið að móta nýjan hugsunarhátt og nýjar starfsaðferðir varðandi meðferð úrgangs. Með lögunum sé verið að leggja kostnað við úrvinnslu, endurnýtingu og förgun við framleiðsluverðmæti vörunnar þegar í upphafi þannig að neytandinn greiði hann þegar hann festir kaup á viðkomandi vöru. Með því sé verið að brjóta blað í umhverfismálum. Kostnaður sem hlýst af vörum eftir að raunverulegri notkun þeirra er lokið sé í raun og veru greiddur fyrir- fram þannig að hann falli ekki á samfélag- ið eftir á. Guðmundur segir að nýju lögin byggist á allt öðrum hugsunarhætti en eldri aðferðir. Með þeim verði endur- vinnsla ogförgun hluti af framleiðslu- kostnaði vörunnar og þar með verði henn- ar til kaupandans. Þannig sé stuðlað að því að loka eiginlegri hringrás hverrar vörutegundar þar sem upphaf hennar og endir tengist saman með endurvinnslu og endurnýtingu. Tíu þúsund fyrir bílinn Þessar breytingar eiga sér nokkurn aðdrag- anda. Frá árinu 1997 hefur verið lagt svo- nefnt spilliefnagjald á ýmsar vörur er geta valdið mengun í umhverfinu, sé ekki stað- ið rétt að förgun þeirra. í því sambandi má nefna smurolíu, kælivökva, rafgeyma, leysiefni og olíumálningu. Hin nýju lög um úrvinnslugjald taka yfir lögin um spiIiiefnagjald auk þess sem ýmsir nýir vöruflokk- ar bætast við. Ber þar að nefna hjólbarða og samsettar pappa- umbúðir fyrir drykkjarvörur og á næsta ári pappa- og plastumbúðir, veiðarfæri úr gerviefnum og heyrúlluplast. Annað ný- mæli í hinum nýju lögum er að sérstakt gjald að upphæð 1.050 krónur verður ár- Markmiðin ná til allra umbúða hvort sem um er að ræða flutnings-, milli-, eða neytendaumbúðir. Umbúðunum er skipt í efnisflokka; pappa-, plast-, gler-, málm-, og tréumbúðir. 10 ------

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.