Helgafell - 01.12.1954, Blaðsíða 10

Helgafell - 01.12.1954, Blaðsíða 10
Eigum við að rækta kaffi í Ecuador? Síðastliðið sumar var ég í nokkra daga í banana-ekru í Ecuador, þar sem talið er að muni vera einhver mesta bananarækt í heimi. Það er sænskt fyrir- tæki, Astral-Fruktkompani, sem á þessa stöð og hefir rekið hana í tæpan ára- tug. Hér eru ræktaðir allir bananar sem inn eru fluttir til Svíþjóðar og miklu meira en það, því að uppskeran er svo mikil, að margir skipsfarmar eru flutt- ir árlega til New Orleans í Bandaríkjunum og til Hamborgar, auk alls þess sem flutt er til Gautaborgar. Félagið hefir alls um 8000 hektara á fjórum stöðvum á þessu svæði, en stöðin í Quinindé, þar sem ég var, er stærst, um 4000 hektarar. Utflutningsverðmæti banananna er um 150 milj. kr. á ári, eða réttara sagt 1 50 milj. sucres, en einn sucre er mjög svipaður að verð- gildi og ein íslenzk króna, því að fyrir einn dollar fá menn 1 7.50 sucres. Þess skal getið, að gjaldeyrismarkaður í Ecuador er frjáls og því ekkert svarta- markaðsbrask með hann, þar sem menn geta pantað hann fyrir skráð gengi í bönkunum. Eg bjó hjá framkvæmdastjóra þessa fyrirtækis, Kurt Fischback, sem er Þjóðverji, eitthvað innan við fertugt eftir útliti að dæma. Hann stjórnar þarna stóru liði af innfæddu verkafólki, sem mestmegnis er Indíánar og negrar og gerir það af mikilli röggsemi, eins og herforingi, en er góður við sitt starfs- fólk og jafnan boðinn og búinn að taka hvern sem er upp í bíl sinn þegar hann er að aka um landið og hefir sýnilega gott lag á fólkinu. Bananaræktin gengur vel og á hverri viku eru margir bátar, fullhlaðnir banönum sendir eftir ánni Rio Blanco (Hvítá) til Esmeraldas, sem er út- flutningshöfn. Við Fischback töluðum margt saman þessa daga sem ég dvaldi hjá hon- um, og þegar ég sá að hann hafði allstóran blett skammt frá húsi sínu alsáð- an kaffi, þar sem litlar kaffiplöntur voru að koma upp, fór ég að inna hann eftir möguleikum á kaffirækt, og hvort við íslendingar ættum ekki að rækta kaffi þarna, eins og Svíar rækta banana handa sér. „Auðvitað eigið þið að gera það,“ svaraði hann. „Kaffiræktin er rekin með gífurlegum hagnaði um alla Suður-Ameríku og er vafasamt hvort nokkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.