Helgafell - 01.12.1954, Blaðsíða 49

Helgafell - 01.12.1954, Blaðsíða 49
BÓKMENNTIR 47 hefur verið skrifað um þá merkilegu ey Grímsey, og hef ég lesið ýmislegt af því, en ég hika ekki við að telja lýsingu Jónasar þá langskemmtileg- ustu Grímseyjarlýsingu, sem ég hef lesið, og eina af þeim fróðlegustu. Eg held það' væri þjóðráð af Ferðafélagi Islands að gera. Jónas út til að skrifa eina af árbókum félagsins, t. d. um eyjarnar á Breiðafirði. Það yrði dægi- leg bók. Pistilinn Stríð munu þeir kunna að meta, sem ferðast hafa í skipalest á stríðsárunum. Pistillinn Dagur í bugtinni ber beztu einkenni útvarpsþátta þeirra sem Jónas varð landskunnur fyrir. Ilann er upplifað- ur og ekta. Sigurðwr Þórarinsson. Hið töíraða land Baldur Ólafsson — Prentsmiðjan Rún h.f. — 1954 Engin kann ég skil á Baldri Olafs- syni. Hann stuðlar hv móti kv sem væri hann Norðlendingur, en yrkir um Akranes sem ætti hann þar heima. Raunar er og sama hvaðan gott kem- ur, og ýmislegt er dágott í ljóðabók hans, t. d. það litla Ijóð, sem er fyrsta ljóð bókarinnar. Pjnrst ! sæ, þar sera vakna árroðans eldar, eyja lítil rís úr dimmbláu kafi. Þangað heldur einn hvítur már þegar kveldar, — — einn hvítur már og berst yfir niðandi hafi. Að morgni, er eyjan baðar í bláum laugum, bergið af glitrandi ljósölduskál sinni heliir, og lítill már, sem flaug með óskina í augrnm — örþreyttan væng hjá strönd sinna drauma fellir. Hvað sem annars má finna að þessu ljóði, þá er það lýrískt. Enn sem kom- ið er nýtur höfundurinn sín bezt í lýrískum smáljóðum. Ljóðið Mær djúpsins, líklega byggt á hinni frægu mynd Botticellis, íæðing Venusar, má kallast ágætt. Hinsvegar fatast höf- undi oft tökin á stærri viðfangsefn- um. Samtal Gröndals og Djúnka virð- ist ort undir áhrifum frá Pétri Gaut. Það er út af fyrir sig ekki svo galin hugmynd að láta þessa herra ræðast við, en merkilegt er það ekki samtal- ið, sem hér er birt. Kvæðið Akranes er sízt verra en tugir kvæða af svip- uðu tagi, sem þekktari skáld hafa áð- ur ort. Baldur Ólafsson sækir ýms af yrkisefnum sínum út fyrir landsstein- ana, hann yi'kir um Taj Mahal, Sancho Panza, Narcissos og Ascle- pios. Þetta er góði-a gjalda vert. ís- lenzk ljóðskáld hafa á síðari árum notfært sér í viðfangsefnavali sínu minna en skyldi þann alþjóð’lega klassíska menningararf, sem við einn- ig eigum aðgang að. En svona yrkis- efni eru oft erfið viðfangs, og mjög tekst Baldi-i misjafnlega með þau. Kvæðið Ég skulda Asclepios hana er, þrátt fyrir augljósa galla, mjög at- hyglisvert. Það er veigamikið og mikil stemning í því. Hinsvegar er ljóðið Sancho Panza fyrir neðan allar hellur. Mér vitanlega er ekki til neitt orð Hispana er geti rímað móti vana og ekki er heldur hægt að búa til þágufallsmyndina Spán til að fá rím á móti lán. Það gildir um þessa Ijóðabók sem svo margar aðrar nú í seinni tíð, að hún hefði unnið mikið á að skei’ast verulega niður. En þess er ekki að dyljast, að' hér hefur kvatt sér hljóðs skáld, sem nokkurs rná af vænta. Sigurður Þórarinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.