Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013 ✝ Steinunn BirnaMagnúsdóttir fæddist 22. janúar 1947 í Vest- mannaeyjum. Hún lést 21. október 2013 á sjúkrahús- inu á Akranesi. Kynforeldrar hennar voru hjónin Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir, f. 8. ágúst 1921, d. 26. apríl 1994, og Anton Guð- jónsson, f. 20. ágúst 1907, d. 15. september 1991. Kjörforeldrar hennar voru hjónin Hjördís Guðmundsdóttir, f. 5. júní 1907, d. 24. maí 1998, og Magnús Sig- urbergsson, f. 2. júní 1902. d. 17. júní 1975. Systkini Stein- unnar eru Ingigerður Antons- dóttir, f. 20. júní 1945, maki Bjargmundur Júlíusson, Hlyn- ur Þór Antonsson, f. 2. maí 1949. d. 3. janúar 1951, Hlynur Þór Antonsson, f. 10. desember 1952, og Guðmundur Bergur Antonsson, f, 24. nóvember 1956. Steinunn giftist Björgvini hjónabandi eru þeir Árni Stein- ar Guðnason, f. 27. maí 1992, og Jónas Heiðarr Guðnason, f. 10. febrúar 1995. 3) Magnús Heið- arr, f. 20. apríl 1972, maki Eva Guðríður Hauksdóttir, f. 11. desember 1977. Börn þeirra eru þær Ingibjörg Svava Magn- úsdóttir, f. 26. janúar 2005, og Dagbjört Birna Magnúsdóttir, f. 11. janúar 2009. 4) Sigurður Heiðarr, f. 9. október 1979, maki Berglind Rós Helgadóttir, f. 10. september 1981. Börn þeirra eru þau Helgi Heiðarr Sigurðarson, f. 10. júní 2003, Hrafnkell Heiðarr Sigurðarson, f. 24. desember 2005, Vésteinn Heiðarr Sigurðarson, f. 26. maí 2008, og Bjarghildur Birna Sig- urðardóttir, f. 25. janúar 2012. 5) Björgvin Heiðarr, f. 7. apríl 1983, maki Gunnhildur Vil- hjálmsdóttir, f. 13. apríl 1984. Barn þeirra er Vilborg Anna Björgvinsdóttir, f. 3. júlí 2012. Steinunn ólst upp í Keflavík. Þegar þau Björgvin giftu sig fluttust þau í Hveragerði og bjuggu þar til 1975. Þá fluttust þau til Keflavíkur þar sem þau bjuggu til 1987. Þau bjuggu síð- an á Hvanneyri til 1997. Þau fluttu síðan 1998 á Akranes og hafa búið þar síðan. Útför Steinunnar fór fram í kyrrþey frá Akraneskirkju 29. október 2013. Heiðari Árnasyni, f. 27. júní 1941, 3. febrúar 1968, móð- ir hans var Svava Jóndóttir, f. 13. júní 1918. Fóstur- foreldrar Björg- vins voru hjónin Anna Guðjóns- dóttir, f. 13. mars 1907, d. 4. desem- ber 1995, og Sig- urður Árnason, f. 26. júní 1903, d. 19. janúar 1989. Systir Björgvins er Guð- björg Jóna Sigurðardóttir, f. 25. september 1943, maki Valdimar Ingvason. Börn Steinunnar og Björg- vins eru þau 1) Hjördís, f. 11. desember 1967, börn hennar eru þau Björgvin Ágúst Ás- grímsson, f. 26. desember 1991, Birgir Björn Hjördísarson, f. 9. ágúst 1996, Steinunn Ásta Ás- grímsdóttir, f. 5. janúar 1998, og Ásgrímur Heiðarr Ásgríms- son, f. 11. nóvember 2001. 2) Anna, f. 7. apríl 1970, maki Guðbjartur Agnarsson, f. 14. júní 1967. Börn Önnu af fyrra Elsku amma mín. Ég sakna þín ekkert smá mikið en ég er líka fegin að þú þjáist ekki leng- ur. Ég á samt ennþá frekar erfitt með að meðtaka það að þú sért farin. Ég græt ennþá þegar ég fer að sofa, en það er samt frek- ar af því að ég er svo glöð og ánægð með það að hafa fengið að eiga næstum því 16 ár með þér. Alltaf þegar ég verð leið yf- ir því að þú sért farin þá fer ég að rifja upp allskonar minning- ar. Eins og síðasta sumar þegar ég kom til ykkar afa eftir að hafa verið í útilegu með fé- lagsmiðstöðinni minni og ég hafði bara sofið í tvo tíma um nóttina. Þú varst alltaf að reyna að fá mig til að leggja mig en ég vildi það ekki strax. Þú sagðir örugglega þrisvar við mig: „Steinunn viltu ekki fara að leggja þig?“ og ég svaraði alltaf eins: „Neeeei amma mín, ég er ekki þreytt. Svo get ég líka far- ið að sofa þegar ég kem heim.“ Og svo þegar afi var að fara út þá sagðir þú: „Jæja Steinunn mín, nú er afi þinn að fara út og ég ætla að leggja mig. Viltu ekki halla þér líka?“ Þá gafst ég bara upp og lagði mig og þú hringdir sigri hrósandi í mömmu og tilkynntir henni að þú hefðir látið mig leggja mig. Ég fer líka alltaf að hlæja þegar ég hugsa um það þegar ég var að fara í fermingarbúðir í Vatnaskóg. Ég kom heim til ykkar afa, en afi var ekki heima, og það fyrsta sem þú gerðir var að pota í brjóstin á mér og segja „Mikið rosalega ertu orðin brjóststór, barn,“ og svo sagðir þú „Sæl elskan mín“. En þetta varst bara þú. Sagðir það sem þú varst að hugsa. Ég held að ég líkist þér svolítið með þetta. Ég er líka voða dugleg að rifja upp hlýjuna í faðmlögunum þínum og blíðu röddina þína sem sagði alltaf þegar ég faðm- aði þig: „Búbba mín.“ Þú kall- aðir mig oftast Búbbu eða Búb- bulínu, þessi tvö gælunöfn eru eitthvað sem ég á aldrei eftir að gleyma af því að þú sagðir þau alltaf með svo mikilli hlýju í röddinni. Svo man ég líka eftir því að þegar ég var minni þá lögðum við okkur alltaf saman á daginn og þú last fyrir mig bækurnar um Kugg, Aladdín, Draugasúp- una og fleiri skemmtilegar bæk- ur. Og líka bara allt það áhuga- verða sem þið afi sögðuð mér sem var oft eitthvað sem ég hafði engan áhuga á, nema þeg- ar þið afi sögðuð mér það. Þið gátuð látið allt hljóma áhuga- vert. Elsku amma mín, ég sakna þín endalaust og þú veist að mér þykir óendanlega mikið vænt um þig. Ég veit að þér líð- ur miklu betur núna og þú ert á næstum því jafn góðum stað og heima hjá afa. Góða nótt, amma mín. Við sjáumst svo seinna. Ég elska þig, þín, Steinunn. Hún var lítil og hnellin. Með tvær síðar fléttur sem skreyttar voru með hárborða. Hún hélt dauðahaldi í tuskubrúðuna sína og starði óttaslegin á okkur systurnar. Við höfðum verið sendar yfir til að leika við hana. Hún var að koma af upptöku- heimilinu í Elliðahvammi og Dísa og Magnús bakari, sem bjuggu í húsinu á móti, áttu að verða mamma hennar og pabbi. Við systurnar, sem þekktum ekkert nema öryggi æskunnar , gátum ekki skilið vegna hvers stelpan var ekki hjá mömmu sinni og pabba. Mamma sagði að foreldrar hennar væru með berkla. Að þau væru á hælinu. Hún sagði líka að við ættum að vera sérstaklega góðar við hana. Svona voru fyrstu kynni okk- ar systranna á Smáratúni 4 af Steinunni Birnu Antonsdóttur, síðar Magnúsdóttur. Þau kynni hafa varað ævilangt. Þrátt fyrir allt andstreymið var Steina samt ein af heppnu börnum berklakynslóðarinnar. Hún fékk gott heimili. Hún fékk góða for- eldra. Hún var umvafin ást og kærleika. Hún ólst upp í fallegu húsi með fallegasta garði Kefla- víkur. Henni gekk vel að læra. Hún var afar fróðleiksfús og mikill lestrarhestur. Hún var góðhjörtuð, skemmtileg og fyndin. Samt var alltaf eitthvað sem minnti hana á sára lífs- reynslu barnsins. Eitthvert sár í sálinni. Árin liðu. Gangverkið í lífi Steinu var eins og hjá flestu öðru fólki. Hún mætti sorg og hún mætti gleði. Hún giftist góðum manni og saman eign- uðust þau fimm mannvænleg og góð börn. Fjölskyldan að Smáratúni 4 sendir eftirlifandi eiginmanni Steinu, Björgvini Árnasyni, og börnum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Megi sál góðrar konu hvíla í friði. Auður, Björk og Ingibjörg Guðjónsdætur. Steinunn Birna Magnúsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma mín. Þú gerðir bestu kjötboll- ur í heimi. Þær eru uppá- haldsmaturinn minn. Manstu þegar ég var óþekkur og þú danglaðir í hausinn á mér með rauðum takkaskó. Það eru ekki allir sem eiga ömmu sem hefur gert það. Við vorum einmitt að hlæja að því fyrir þrem- ur vikum. Ég sakna þín. Þinn Ásgrímur Heiðarr. Fyrr í þessum mánuði var ég viðstaddur erfisdrykkju eftir Guðna heitinn Sigurðsson, sam- býlismann Erlu og varð þá ekki annars var en hún væri tiltölu- lega hress en nú, hálfum mánuði síðar, frétti ég lát hennar. Það var stutt milli ágætra hjóna. Fyrstu minningar mínar um hana Erlu ná svo óralangt aftur í tímann er hún var afgreiðslu- stúlka í verslun sem amma mín og afi ráku að Vitastíg 10 í Hafnafirði. Það voru mikil for- réttindi að þekkja slíka stúlku. Þar lágu jafnan á lausu vínar- brauðsendar og jafnvel fleira góðgæti sem var vel til þess fallið að bæta litlum polla í munni. Svo lauk þessum kafla í lífi okkar, hún gekk í hjónaband með Gísla heitnum og eignaðist fjögur Erla Gísladóttir ✝ Erla Gísladótt-ir fæddist í Hafnarfirði 17. október 1930. Hún lést á Landspít- alanum Hringbraut 29. október 2013. Útför Erlu fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 7. nóvember 2013 í kyrrþey að eigin ósk. börn og þá hefði heimsóknum mínum kannski átt að fækka. Þau fengu fyrst leigt í húsi for- eldra minna og ég varð fljótlega heimagangur á heimili þeirra. Svo, er þau byggðu sér hús, fylgdi ég með þangað og þegar ég kvæntist sjálfur tók ekki betra við því nú urðum við tvö heimagangar hjá þeim. Ég hef oft undrast það, og undrast það enn, hvílíkur húskross ég hlýt að hafa verið þeim öll þessi ár. Þessar unglingsskjátur sem töldu sig hafa leyst lífsgátuna í eitt skipti fyrir öll. Við hreiðr- uðum um okkur í besta sófanum og þóttumst fara með meirihátt- ar speki. En þó varð ég aldrei var við annað en að við værum sannir aufúsugestir því kvöld eftir kvöld var borið fram kaffi og svo vel útilátið meðlæti að ég minnist þess enn í dag. Og svo langt gekk þessi gestrisni hennar að hún kom með okkur í veiðitúra, m.a. austur í Hlíðarvatn, og höfum við hjónin ekki lifað skemmtilegri veiðitúra. Og enn, tæpum sextíu árum síðar, má heyra tillögur á borð við þessa þegar lítið veiðist: „Gætum við ekki reynt að veiða á flugu og flot eins og Gísli og Erla kenndu okkur?“ Sjálfsagt hefð- um við ekki veitt meira með þessu lagi en öðru, en þetta sýnir hvað góð kennsla heldur velli þótt árin líði. Þegar ég svo flutti úr bænum tóku mjög að strjálast komur mínar til Erlu. Og þegar hún flutti einnig burt úr bænum sáumst við orðið mjög sjaldan. Það var þá helst við ýmiskonar stórveislur í fjölskyldunni að maður hitti hana og alltaf var hún jafn glöð og kát og alltaf áminnti hún okkur um að koma nú sem fyrst í heimsókn, – af þeirri heimsókn verður nú því miður ekki. Það sem mér fannst alla tíð einkenna Erlu var þessi upp- gerðarlausa, einlæga gleði, eng- inn hló af sannari gleði en hún. Erla var að sönnu glæsileg kona og annaðist heimili sitt af sömu snyrtimennsku og allt ann- að sem hún tók sér fyrir hendur. Hún fylgdist einstaklega vel með og bærist talið að afkomendum var hún með allt þessháttar á hreinu, lítil börn sem maður hafði kannski óljósan grun um að væru yfirleitt til, hún var kýr- skýr á öllu sem þeim viðkom. Börnum hennar og öllum að- standendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Föðursystur minni, Erlu Gísla- dóttur, þakka ég samfylgdina. Ásgeir Árnason. Í dag minnist ég Hauks Jónssonar bónda frá Haugum en ég réð mig sem vinnumann hjá honum sum- arið 1978 eða fyrir 35 árum. Hlut- verk mitt var að aðstoða við bú- störfin eftir því sem þurfti og var ætíð af nógu af taka í þeim efnum í kringum búskapinn á Haugum. Þeim bændum leiddist nú ekki heldur að fá að slípa til borgarbarn sem mætti í „Grease“-leðurjakka sem snarlega var tekinn og hengd- ur upp í skáp enda ekki tilhlýði- legur klæðnaður við sveitastörf. Það voru mikil forréttindi að fá að njóta handleiðslu Hauks og hef ég búið að því alla tíð að hafa verið skólaður til í bústörfum. Mörg skemmtileg atvik komu upp á þess- um árum og er mér m.a. minnis- Haukur Jónsson ✝ Haukur Jóns-son fæddist á Haugum í Skriðdal 24. apríl 1947. Hann lést á heimili sínu 27. október 2013. Útför Hauks fór fram frá Egilsstaða- kirkju 8. nóvember 2013. stætt þegar Haukur hafði mig með sér þegar þurfti að færa Bedford-vörubílinn í skoðun í Egilsstaði. Var mér uppálagt að snarast undir bílinn þegar komið var með hann í skoðun og smyrja alla koppa þannig að ekki fynd- ist slag í hjólalegun- um. Gekk það allt eft- ir nema hvað skoðunarmaðurinn kom þegar ég var að klára verkið og spurði hvað við værum að gera. Það stóð ekki á svari, nota tímann til að smyrja, til þess eru vinnu- mennirnir. Bíllinn fékk að sjálf- sögðu fulla skoðun og ekki varð vart við neitt óeðlilegt. Ég vil þakka þann góða tíma og stundir sem við höfum átt í gegnum tíðina, við fylgdumst alltaf vel hvor með öðrum hvor í sínum landshlutanum og það var gaman að hitta þig þeg- ar maður átti leið um Egilsstaði. Ég votta fjölskyldu og sérstaklega börnum og barnabörnum, sem nú sakna afa síns, samúð. Lifi minn- ingin um góðan vin og félaga. Ágúst Þór Bragason. ✝ Okkar bestu þakkir fyrir samúðarkveðjur og hlýhug við fráfall ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVANHILDAR GUÐMUNDSDÓTTUR, er lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 25. október. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólkinu á Eir fyrir góða umönnun og hlýja nærveru. Pétur Eiríksson, Marta Pétursdóttir, Ragnheiður Karítas Pétursdóttir, Pétur Hörður Pétursson, Unnur Lea Pálsdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær systir okkar, VALBORG ÞORGRÍMSDÓTTIR, Gullsmára 7, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð Kópavogi þriðjudaginn 5. nóvember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtu- daginn 14. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Systkini hinnar látnu. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR PÉTURSSON fv. kaupfélagsstjóri, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 14. nóvember kl. 15.00. Valdís Ragnarsdóttir, Pétur Ragnarsson, Jónína Ragnarsdóttir, Ólafur Jónsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Sigurjón Ásgeirsson, Hanna Ragnarsdóttir, Kristinn Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR THORARENSEN, Birkihólum 4, Selfossi, áður Eyrarbakka, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands laugardaginn 9. nóvember. Útför fer fram frá Eyrarbakkakirkju föstudaginn 15. nóvember kl. 14.00. Guðrún Ólafsdóttir Thorarensen, Ólöf Dagný Thorarensen, Helgi Bergmann Sigurðsson, Ari Björn Thorarensen, Ingunn Gunnarsdóttir, barnabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.