Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2013 Græjur og tækni er að „spóla“ til baka, safna þáttum til síðari tíma áhorfs og svo má telja. Sjónvarp Símans er sú þjónusta Símans að streyma sjónvarpsefni til notenda um nettengingar. Þeir sem hafa sjónvarp um ADSL (eða ljósleið- ara) fyrir tilstilli Símans nýta sér Sjónvarp Símans. Eftir helgi hyggst Síminn svo kynna snjallsíma- og spjaldtölvuforrit, app, fyrir þá sem eru með Sjónvarp Símans og gerir kleift að horfa á sjónvarpsefni í tækjunum. Í appinu eru tíu sjónvarpsstöðvar aðgengilegar; RÚV, DR1, SkyNews, Boomerang, Eurosport, BBC-Entertainment og svo Stöð2, Stöð 2 Sport, Stöð 2 Sport 2 og SkjárEinn fyrir þá sem hafa áskrift að þeim stöðvum. Áskrifendur muni líka hafa aðgang að Frelsi stöðvanna, geta nýtt sér SkjáBíó og Stjörnubíó (sarpur frá 365) og barnaefni í Skjákrökkum. Svokallað Tímaflakk verður líka virkt í appinu. Prófanir á þjónustunni / appinu hafa staðið undanfarna daga og skemmst er frá því að segja að þjónustan svínvirkar. Ég setti forritið upp á tvö Android-tæki, Samsung Galaxy S4 og Google Nexus 7, og tvö iOS-tæki, 2. og 4. kynslóðar iPad, og gekk mjög vel. Forritin sækir maður í Google Play eða App Store, eft- ir því sem við á, og virkjar þau síðan í gegnum myndlykilinn. Ekki beinlínis sáraeinfalt, en einfalt þó. Stafræn tækni er mörgum þyrnir í augum, meðal annars þeim semvéla um sjónvarpsefni. Það að efninu hafi verið snúið á stafrænt sniðhefur nefnilega skilað sannkallaðri frelsisvæðingu – í ljós kom að fólk vildi ekki endilega safnast saman við viðtækið allir á sama tíma til að horfa eða hlusta á tiltekinn þátt. Um leið og fólk fékk frelsi til að velja hvað það horfði eða hlustaði á og hvenær tók að halla undan fæti hjá hefðbundnum sjónvarps- og útvarpsrekstri. Sjónvarpsstöðvar hafa þó sitthvað upp í erminni til að svara breyttu neyslumynstri sem sjá má meðal annars á því hvernig íslenskar sjón- varpsstöðvar hafa gert spjaldtölvunotendum kleift að nálgast dag- skrá miðlanna og þannig býður Stöð 2 upp á það sem kallað er Netfrelsi og SkjárEinn upp á Skjáfrelsi, hvort tveggja vafraþjónusta. Til viðbótar er svo OZ- forritið sem beinlínis er ætlað til að streyma sjónvarpsefni í Apple-spjaldtölvur og farsíma, en með ýmsum viðbótum þó eins og að hægt SJÓNVARPIÐ Í SÍMANN STAFRÆN VÆÐING SJÓNVARPSEFNIS HEFUR LEITT Í LJÓS AÐ FÓLK VILL VELJA HVAÐ ÞAÐ HORFIR EÐA HLUSTAR Á OG HVENÆR. NÝTT FORRIT FRÁ SJÓNVARPI SÍMANS FLYTUR SJÓNVARPSEFNI Í SNJALLSÍMA OG SPJALDTÖLVUR. Græja vikunnar * Gagnanotkun er álíka ogfyrir vídeóstreymi almennt, til að mynda YouTube. Yfir þráð- laust net er enginn aukakostn- aður en ef streymt er yfir far- símanet getur það orðið dýrt ef notkunin er meiri en í gagna- pakka símaáskriftarinnar. Engu skiptir fyrir appið hvar viðkom- andi er með farsímaáskrift. * Appið er fín leið til aðhorfa á sjónvarpsefni í spjald- tölvu eða farsíma, en vissulega er hægt að horfa á ýmislegt sjónvarpsefni á slíkum tækjum í gegnum vafra. Upplifunin er þó allt önnur og mín reynsla er sú að mun betra sé að nota appið en vafra. ÁRNI MATTHÍASSON * Grunnáskrift að SjónvarpiSímans er 1.490 k. á mánuði og þá með í pakkanum sjö erlend- ar rásir og aðgangur að Skjá- Bíói, sem er efnisleiga þeirar Símamanna. Viðbótin, appið, mun kosta 490 kr. á mánuði, en ekkert fyrstu þrjá mánuðina. Á rið 2009 byrjaði þrítugur Svíi að nafni Markus Persson að fikta við að setja saman einfald- an tölvuleik sem hann kallaði Minecraft. Fjórum árum síðar er þetta einn söluhæsti tölvuleikur allra tíma og nýtur nú einnig sívaxandi vinsælda í kennslu- stofum. Tölvuleikurinn Minecraft hefur notið fá- dæma vinsælda frá því hann leit fyrst dagsins ljós árið 2009. Hann er þriðji mest seldi leik- ur fyrir einkatölvur frá upphafi, og fjórði mest seldi leikur sem komið hefur út fyrir Xbox-leikjatölvur. Samanlagt hafa selst rúmlega 33 milljónir eintaka af leiknum. Þessar fádæma vin- sældir eru athyglisverðar því Minecraft er talsvert langt frá því sem við ímyndum okk- ur alla jafna að nútíma-tölvuleikir séu. Við fyrstu sýn er það útlitið sem ein- kennir Minecraft. Ólíkt flestum nútíma- tölvuleikjum hafa framleiðendur leiksins ekki lagt mikla áherslu á að skapa hár- fínar teikningar sem helst minna á kvik- myndir til að gera leikinn sem raun- veruleg- astan. Þvert á móti er útlit leiksins mjög stórgert, leik- myndin er sett saman úr grófum ein- ingum í lágri upplausn og útlitið minnir meira á þá tölvuleiki sem voru spilaðir fyrir síðustu aldamót. Leiksviðið er stór sýndarheimur þar sem leikmenn geta labbað um, safnað mat til að við- halda heilsu, eða ýmsum hlutum sem hægt er að nota til að byggja aðra hluti. Meðan á þessu stendur þarf leikmaður að verjast árásum frá ófreskjum sem reyna að éta leik- menn. Einnig er hægt að spila leikinn í svokölluðum sköpunarham, en þá hefur leikmaður ótakmarkaðar birgðir til að byggja úr og þarf ekki að huga sérstaklega að því að halda lífi með því að safna mat og verjast árásum. Það er ekkert eiginlegt markmið með leiknum, annað en að halda lífi, en að sama skapi eru ákaflega litlar takmarkanir á því hvað er hægt að byggja. Og í því felst snilldin. Það má segja að takmarkanir leiksins felist einna helst í hugmynda- flugi leikamanna. Leikheimurinn er samsettur úr kubbum sem raðað er með línulegum hætti. Kubb- arnir eru ólíkir að lit og áferð, eftir því hvaða efni þeir standa fyrir, svo sem jarðveg, stein, málma, vatn eða gróður. Leikmenn safna þessum kubbum í eins konar námugreftri, og byggja svo úr þeim eftir eigin geðþótta. Leikheimurinn er því í stöðugri endursköpun í höndum leikmanna. Þetta er líklega ein helsta ástæðan fyrir vinsældum leiksins. En bæði börn og fullorðnir hafa notið þess að byggja ýmiss konar stórvirki í Minecraft- heiminum. Mun Minecraft breyta því hvernig börn skynja umhverfið? TÖLVULEIKURINN MINECRAFT HEFUR FARIÐ SIGURFÖR UM HEIMINN OG KEMUR VÍÐA VIÐ, EKKI SÍST Í SKÓLUM Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Minecraft hefur selst í 33 milljónum eintaka. Með því að slá upplýsingar um landfræði Reykjavíkur inn í grunn Minecraft gætu borgarbúar þróað borgina sjálfir í tölvunni heima.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.