Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.10.2014, Blaðsíða 35
Anna Lára var í Reykjaskóla í Hrútafirði í tvö ár og fór síðan í Kvennaskólann í Reykjavík. Á sumr- in sinnti hún ýmsum störfum, af- greiddi í Verslun Sig. Pálmasonar á Hvammstanga og vann í pósthúsinu þar og á sjúkrahúsinu um skeið. Anna Lára útskrifaðist sem sjúkraliði 1978 og árið 2003 tók hún alþjóðlegt próf í brjóstagjafaráðgjöf. Anna Lára starfaði hjá borgarfó- getanum í Reykjavík á árunum 1979- 81. Þau hjónin fluttu í Stykkishólm og voru þar búsett í tvö ár þar sem Anna Lára starfaði við sjúkrahúsið og var síðan í barneignafríi. Hún hóf störf á 22-A, meðgöngu- og sængur- legudeild Landspítalans, árið 1986 og hefur starfað þar síðan. Anna Lára og eiginmaður hennar starfa bæði í Oddfellowreglunni. En þau eru einnig afar ferðaglöð: „ Mér og fjölskyldu minni þykir afar skemmtilegt að ferðast, bæði erlend- is og sérstaklega um hálendi Íslands. Ég var svolítið bílhrædd til að byrja með. En nú nýt ég þess að halda á vit óbyggðanna á góðum jeppum með tjöld, tjaldvagn og fjölskyldunni. Nú tek ég heilshugar undir með Magn- úsi Eiríkssyni: „Óbyggðirnar kalla, og ég verð að gegna þeim.““ Fjölskylda Anna Lára giftist 4.9. 1976 Hall- dóri Bergmann, f. 24.1. 1956, pípu- lagningameistara. Foreldrar hans voru hjónin Jón G. Bergmann, f. 31.10. 1920, d. 23.11. 2010, aðal- féhirðir í Iðnaðarbankanum, og Ágústa Jónasdóttir Bergmann, f. 21.3. 1922, d. 25.8. 2010, húsfreyja. Börn Önnu Láru og Halldórs eru Arnar Már, f. 16.12. 1977, verslunar- maður, nú hjá Ellingsen, kvæntur Ýr Hnikarsdóttur og eru börn þeirra Hnikarr Örn, f. 2005, Björgvin Þór, f. 2010, og Íris Anna f. 2013; Þor- björg, f. 5.3. 1982, nemi við HÍ; Gísli, f. 14.3. 1984, starfar hjá Odda. Systkini Önnu Láru eru Bjarnþór, f. 17.6. 1952, stærðfræðikennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi; Ragnheiður, f. 18.8. 1957, bóndi í Brautarholti í Skagafirði en maður hennar er Haraldur Stefáns- son og eiga þau 6 börn; Halldór f. 28.12. 1965, ljósmyndari og á hann tvö börn, og Eyþór Ingi, f. 3.10. 1971, tónlistakennari og skólastjóri Tón- listarskóla Reykjanesbæjar, en kona hans er Dagný Marinósdóttir tón- listárkennari og eiga þau þrjár dætur. Foreldrar Önnu Láru eru sr. Gísli H. Kolbeins, f. 30.5. 1926, fyrrv. sóknarprestur í Sauðlauksdal, á Melstað, V-Hún. og í Stykkishólmi, og k.h., Sigríður Ingibjörg B. Kol- beins, f. 13.7. 1927, prestsfrú, organ- isti og tónlistarkennari . Úr frændgarði Önnu Láru G. Kolbeins Anna Lára G. Kolbeins Ingibjörg Gísladóttir húsfr. á Fornustekkjum Sigjón Pétursson b. á Fornustekkjum í Hornaf. Ragnheiður Sigjónsdóttir húsfr. í Brekkubæ Bjarni Bjarnason organleikari og kórstjóri í Brekkubæ í Nesjum Sigríður Ingibjörg B. Kolbeins organisti, prestsfrú og tón- listarkennari Sigríður Jónsdóttir húsfr. í Brekkubæ Bjarni Jónasson b. í Brekkubæ Sigjón Bjarnason b., tónlistarkennari og kórstjóri í Brekkubæ í Nesjum Páll Kolbeins yfirféhirðir Eimskipafélags Íslands Eyjólfur Kolbeins cand.mag. og kennari við MA og í Rvík Aðalheiður H. Kolbeins ljósmóðir á Patreksfirði Erna H. Kolbeins handmenntakennari Þóey Mjallhvít Kolbeins yfirkennari Ólína Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja Ólafur Aðalsteinn Bergsveinsson bátasmiður Lára Ágústa Ó. Kolbeins prestsfrú á Stað, Mælifelli og í Eyjum Halldór E. Kolbeins pr. í Flatey, á Stað í Súgandaf., á Mælifelli í Skagaf. og í Vestmannaeyjum Gísli H. Kolbeins sóknarpr. í Sauðlauksdal, Melstað og í Stykk- ishólmi Þórey Bjarnadóttir prestsfrú á Melstað Eyjólfur Kolbeins pr. á Melstað Morgunblaðið/Kristinn Í vinnunni Anna Lára með sýni- kennslu fyrir nýbakaða foreldra. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2014 Páll fæddist á Vífilsstöðum íGarðahreppi 3.10. 1924 og ólstupp á Eskifirði, í Hafnarfirði og í Reykjavík. Foreldrar hans voru Gísli Pálsson, læknir í Reykjavík, og k.h., Svana Jónsdóttir húsfreyja. Bróðir Gísla var Stefán stór- kaupmaður, faðir Páls heitins, aug- lýsingastjóra DV. Gísli var sonur Páls Haralds Gíslasonar, kaupmanns í Reykjavík, bróður Sólveigar, móður Einars Olgeirssonar alþm. Móðir Gísla læknis var Stefanía, systir Carls, afa Gunnlaugs Snædals yfir- læknis. Svana var dóttir Jóns Árna- sonar, pr. í Otradal, og Jóhönnu Páls- dóttur húsfreyju. Eftirlifandi eiginkona Páls er Soffía Stefánsdóttir íþróttakennari og eru börn þeirra Rannveig læknir; Svana hjúkrunarfræðingur; Guð- björg stærðfræðikennari; Gísli húsa- smiður, og Soffía, forstöðumaður. Páll lauk stúdentsprófi frá MR 1943, kandidatsprófi í læknisfræði frá HÍ 1950, stundaði framhaldsnám í Danmörku, á Landspítalanum, hjá British Council í London og í Hous- ton í Texas. Hann var frumkvöðull á sviði æðaskurðlækninga, var yfir- læknir við Sjúkrahús Akraness 1955- 70 og við handlækningadeild Land- spítalands 1970-94, kennslustjóri læknadeildar HÍ, stundakennari þar og dósent. Páll var virkur í skátastarfi frá 1936, skátahöfðingi 1971-81, bæjar- fulltrúi fyrir sjálfstæðismenn á Akra- nesi 1962-70, borgarfulltrúi 1974-94, forseti borgarstjórnar 1984-90, for- maður heilbrigðisráðs Reykjavíkur og stjórnar Sjúkrastofnana Reykja- víkur, sat í stjórn Læknafélags Reykjavíkur og formaður Lækna- félags Mið-Vesturlands, sat í stjórn Skjóls og var formaður stjórnar Eir- ar, sat í stjórn Hjartaverndar á Akra- nesi, Krabbameinsfélags Reykjavík- ur og var félagi í erlendum læknasamtökum. Páll var ljúfur maður og stilltur í framkomu, vinsæll læknir og naut al- mennrar virðingar fyrir sín marg- víslegu félagsstörf. Ævisaga hans, Læknir í blíðu og stríðu, kom út 2010. Páll lést 1.1. 2011. Merkir Íslendingar Páll Gíslason 90 ára Guðjón Kr. Pálsson Gunnar Páll Guðjónsson 85 ára Gunnar Finnsson Ingibjörg Ólafsdóttir Margrét Magnúsdóttir Sigríður Magnúsdóttir Þórey Eiríksdóttir 80 ára Dagmar Ásgeirsdóttir Elísabet Auður Eyjólfsdóttir Emil Geir Guðmundsson Gunnar Páll Herbertsson Hulda Árnadóttir Ingunn Valtýsdóttir Kristín Sigurl. Eyjólfsdóttir Sigríður Pétursdóttir Sigurrós Benediktsdóttir 75 ára Einar Hálfdánsson Hanna S. Kjartansdóttir Katla Smith Henje Oddrún Jónasdóttir Uri Oddur Möller 70 ára Auður Samúelsdóttir Bjarni Hólm Hauksson Oddbjörg Sigfúsdóttir Soffía Sigurjónsdóttir 60 ára Anna María Karlsdóttir Guðjón Steinsson Guðmundur St. Maríasson Heiðrún Þ. Gunnarsdóttir Helga Margrét Geirsdóttir Herdís Klausen Jóna Helga Hauksdóttir Jón Gunnarsson Már Óskarsson Stefán Ragnar Egilsson Þórólfur Jónsson 50 ára Adam Piotr Kullas Arturas Arojevas Birgitta Guðjónsdóttir Edda G. S. Guðfinnsdóttir Friðný Björg Sigurðardóttir Guðlaugur Einarsson Hörður Hilmarsson Jón Ólafsson María Marta Sigurðardóttir Marín Björg Böðvarsdóttir Sóley Guðmundsdóttir Þorbjörg B. Sæmundsdóttir 40 ára Anna Björg Kristjánsdóttir Gauti Möller Vilhelmsson Guðbjörg Sigurðardóttir Gunnhildur Leifsdóttir Helgi S. Skagfj. Sigurðsson Hörður Sigþórsson Jóhann Pétur Leifsson Jón G. Geirdal Ægisson Kayoko Asakawa Lúðvík Jónasson Margrét H. Halldórsdóttir Ólafur Ægir Björgvinsson Reynir Logi Ólafsson Róbert Már Kristinsson Úlfur Þór Úlfarsson Viggó Karl Jóhannsson 30 ára Arna Rún Ómarsdóttir Autumn Lynn Pugsley Brynja Pétursdóttir Esther G. Gestsdóttir Hulda Lárusdóttir Linda Ösp Heimisdóttir Magnea H. Jóhannsdóttir Ólafur Páll Vignisson Sölvi Mar Guðjónsson Til hamingju með daginn 30 ára Sunna ólst í Lundi í Svíþjóð og í Reykjavík, býr þar, lauk BA-prófi í uppeldis- og menntunar- fræði og er í fæðingar- orlofi. Maki: Stefán Svan Stef- ánsson, f. 1981, sölumað- ur hjá Nýherja. Börn: Mikael Darri, f. 2006; Marikó Dís, f. 2011, og Manúel Kató, 2014. Foreldrar: Dúna Magnús- dóttir, f. 1954, og Kristján Sigurjónsson, f. 1958. Sunna Dís Kristjánsdóttir 30 ára Jakob ólst upp í Reykjavík, býr þar og stundar nám og vinnu í múrverki. Maki: Svana María Vals- dóttir, f. 1987 sem lengst af hefur starfað við fisk- vinnslu og í álveri. Foreldrar: Halla Magnús- dóttir, f. 1959, kennari og Marías Hafsteinn Guð- mundsson, f. 1958, mál- arameistari og sér um viðhald hjá Byggingafélagi námsmanna. Jakob Maríasson 30 ára Hulda ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk BA-prófi í bókmennta- fræði og MA-prófi í hag- nýtri ritstjórn og útgáfu- störfum, stundar nám í tölvunarfræði við HR og er hugbúnaðarprófari hjá Five Degrees. Foreldrar: Jóna Sveins- dóttir, f. 1959, kjólameist- ari, og Lárus Óli Þorvalds- son, f. 1954, starfsmaður hjá Hellusteypu. Þau eru búsett í Reykjavík. Hulda Lárusdóttir FRAKKAR – KÁPUR – ÚLPUR Við hreinsum yfirhöfnina fyrir veturinn GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.