Málfríður - 15.10.2012, Blaðsíða 24

Málfríður - 15.10.2012, Blaðsíða 24
24 MÁLFRÍÐUR „Heimsborgarafabrikkan“ Á Hugvísindasviði Háskóla Íslands starfar Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda . Deildin er ein sinnar tegundar á Íslandi . Við DET – eins og deildin er alla jafna kölluð – eru kennd 13 og stundum 14 erlend tungumál, sum frá grunni (gríska, ítalska, japanska, kínverska, latína, rússneska) en önnur sem framhald tungumálakennslu í grunn- og fram- haldsskólum landsins (enska, danska, norska, sænska, franska, spænska og þýska) . Nú leggja tæplega 1000 nemendur stund á nám í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands og eru þá nemendur á meistara- og doktorstigi og nemar við Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands taldir með . Á öllum námsstigum leggja nemendur stund á ýmis- legt fleira en eiginlegt tungumálanám . Námskeið í stjórnmála- og menningarsögu viðkomandi landa eða málsvæða eru iðulega kennd strax á fyrsta ári B .A .- náms . Sama á við um námskeið í ritun og tjáningu, texta- greiningu, málskilningi og málnotkun, vísindalegum vinnubrögðum, bókmenntafræði, málfræði og mörgu öðru . Á síðari stigum fá nemendur þjálfun í greiningu bókmenntatexta og í kvikmyndarýni . Hugmyndasaga, þýðingar og málvísindi eru einnig meðal þess sem glímt er við . Hverjum nemanda er þannig gefinn kostur á að auka skilning sinn og þekkingu á þjóðlífi og menningu þeirra landa og málsvæða sem tilheyra því tungumáli sem hann leggur stund á . Nemendur öðlast þjálfun í því sem kallað hefur verið menningar- læsi og geta borið titilinn „heimsborgari“ með réttu – enda hafa margir þeirra dvalið og búið erlendis um lengri eða skemmri tíma . Yfirskriftin „heimsborgarafa- brikkan“ á því vel við þegar fjallað er um starfssemi og starfsvettvang DET – Deildar erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda við Háskóla Íslands . Fjölmargir nemendur DET dvelja hluta námstímans við erlenda háskóla . Annars vegar nýta þeir sér sam- starfssamninga sem gerðir hafa verið við háskóla víða um heim . Hins vegar sækja þeir í sér-evrópska sjóði, m .a . til Erasmus-áætlunarinnar, um dvöl við samstarfs- skóla í Evrópu . Nemendur velja námskeið ytra í sam- ráði við kennara sína hér heima og fá þau síðan metin inn í nám sitt við Háskóla Íslands . Dvölin ytra seinkar því ekki námsframvindu nemandans heldur stuðlar að því að hún eða hann öðlist innsýn í starfshætti erlendra háskóla, kynnist nýjum vinnubrögðum, víkki sjón- deildarhringinn og lifi og hrærist í því málsamfélagi sem áhuginn beinist að . Þessi reynsla verður enn eitt lóðið á vogarskálar verðandi „heimsborgara“ sem eiga eftir að láta til sín taka á öllum sviðum íslensks menn- ingar- og þjóðlífs . Hólmfríður Garðarsdóttir, Ph.D., deildarforseti og prófessor við Deild erlendra tungumála, bók- mennta og málvísinda á Hugvísindasviði Háskóla Íslands Háskóli Íslands Háskólatorgi S. 570 0777 - Háskólinn í Reykjavík Sólinni Nauthólsvík S. 599 6469 boksala@boksala.is www.boksala.is

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.