Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Harmonikublašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Harmonikublašiš

						Fróðleikur
HARMONIKUBLAÐÍB
Ómur frá æskunnar dögum
Þann 20. október síðastliðinn kom út
hjá forlaginu Publishlslandica bókin:
„Brolinn ernú bærinn minn", endurminning-
ar Hákonar lónssonar frá Brettingsstöð-
um í Laxárdal. í þessum endurminning-
um segir Hákon frá fyrstu æviárum sínum
í Víðum í Reykjadal. Frá heimils- og
venslafólki þar og nágrönnum.
Hann lýsir tuttugu ára búsetu á Brett-
ingsstöðum í Laxárdal og inn í þá frásögn
fléttar hann lýsingu á staðháttum og bú-
skaparlagi. Einnig segir hann frá mörgu
samferðafólki sínu, ísveitasamfélagi tutt-
ugustu aldar, og frá minnisstæðum
atburðum. Þá segir hann frá dvöl sinni í
Reykjavík, á millistríðsárunum, þar sem
hann nam orgelleik hjá dr. Páli ísólfssyni.
Hann lýsir búskaparárum sínum á
Tjörnesi og ýmsu þeim tengdum. Einnig
segir hann frá búsetu, störfum og fólki á
Húsavík og í Reykjadal.
Síðast, en ekki síst, segir hann frá tón-
listarlífi í heimahögum á fyrri helmingi
tuttugustu aldar. Einnig frá áratuga langri
þátttöku sinni í tónlistarlífi Suður-Þing-
eyinga, nú síðast með harmoníkufélaginu
þar.
Hákon þekkja margir harmonikuunn-
endur, enda einn af stofnendum Harm-
onikufélags Þingeyinga árið 1978 og virk-
Hákon Jónsson.
Hákon Jónsson á Húsavík þekkja margir
harmonikuunnendur enda búinn að
leika á harmoniku til fjölda ára. Þeir sem
komið hafa á Breiðamýrarmótin hafa séð
þennan aldna heiðursmann leika þar
fyrir dansi ásamt félögum sínum.
Á millistríðsárunum nam hann orgel-
leik hjá dr. Páli ísólfssyni. Hann hefur um
áraraðir tekið þátt í tónlistarlífi í Suður
Þingeyjarsýslu og er einn af stofnendum
Harmonikufélags Þingeyinga 1978. Hann
hefur m.a. leikið í hinu víðfræga „Stráka-
bandi".
Hákon hefur nú nýverið ritað endur-
minningar sínar.
F.v.Kári Árnason, Jóel Friðbjarnarson og Hákon.
Strákabandið á dansleik á Tjörnesi. F.v. á harmonikur: Hákon, Rúnar Hannesson, Jóel Frið-
bjarnarson, Kári Árnason, Kristján Kárason og Kjartan Jóhannesson. F.v. á bassa: Grímur Vil-
hjálmsson, gítar Benedikt Helgason og trommur Bragi Ingólfsson.
ur félagi allar götur síðan. Hann hefur
sótt landsmót og farið í utanlandsferðir
ásamt félögum sínum í harmonikufélög-
unum vítt um landið. Hann tekur ennþá
virkan þátt í störfum félagsins, nú orðinn
hálf níræður.
Hákon er fæddur í Víðum í Reykjadal
6. ágúst 1918. Foreldrar hans voru hjónin
|ón Sigurgeirsson, búfræðingur og bóndi
þar og kona hans Guðrún Erlendsdóttir.
Árið 1925 flutti hann með foreldrum að
Brettingsstöðum í Laxárdal og þar bjó
hann til ársins 1945. Hann flutti þá ásamt
foreldrum, Sigrúnu Hólmgeirsdóttur, eig-
inkonu sinni, og Jóni, syni þeirra, íTungu-
gerði á Tjörnesi. Hákon var bóndi í
Tungugerði til 1958, en flutti þá með fjöl-
skyldu sína til  Húsavíkur. Á Húsavík
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16