Vísbending


Vísbending - 25.03.2013, Blaðsíða 4

Vísbending - 25.03.2013, Blaðsíða 4
4 V Í S B E N D I N G • 1 2 T B L 2 0 1 3 Aðrir sálmar Alvarleg atlaga Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Nýlega birti sérstakur saksóknari ákæru á hendur nokkrum stjórnendum í íslenskum bönk- um fyrir markaðsmisnotkun. Samkvæmt kærunni var stór hluti af viðskiptum á hlutabréfamarkaði með hlutabréf í Kaupþingi og Landsbankanum keyptur fyrir eigin reikning bankanna. Með atferli sínu hefðu hinir ákærðu leynt raunverulegri stöðu á markaði. En fór þessi aðgerð þeirra svo leynt? Öllu handstýrt Þann 31. ágúst 2007 birtist eftirfarandi pistill í Vísbendingu: „Það vakti athygli hve hratt hlutabréfavísitalan var að ná sér á strik hér á landi eftir áföllin fyrir miðjan mánuðinn. Eftir mikið hrap reis vísitalan aftur eins og ekkert hefði í skorist. Í stað þess að fara varlega af stað, eins og full ástæða virðist hafa verið til eftir hræringar á mörkuðum víða um heim, létu menn eins og engar áhyggjur þyrfti að hafa og aðeins hefði verið um lítilfjörlegan hiksta að ræða. Þeim mun ríkari var ástæðan til varfærni að boginn hefur verið hátt spenntur hér á landi og hækkun á markaði mjög úr takti við það sem hefur gerst alls staðar annars staðar í heiminum. Raunávöxtun af því tagi sem sést hefur á íslenska hlutabréfamarkaðinum undan- farin ár getur hreinlega ekki staðist. Hvers vegna hækkaði vísitalan þá um 10% á tæpri viku? Höfundur þessa dálks hitti fyrir nokkrum dögum einn mesta sérfræðing um markaði hér á landi og hann var ekki í neinum vafa um hvað væri að gerast: Þessu er öllu saman handstýrt. Með öðrum orðum þá er það ekki venjulegt framboð og eftirspurn sem ræður verði hlutabréfa heldur halda menn því uppi með því að vera með falska eftirspurn. Í flestum hlutafélögum hérlendis, ef ekki öllum, er framboð flesta daga ekki meira en svo að þeir sem hagsmuna eiga að gæta geta fjármagnað kaupin. Það er ekki nema þegar örvænting grípur um sig á markaðinum að fjármagnið þrýtur og menn verða að lækka verð. Hagsmunir kaupendanna af því að verðið sé hátt eru augljósir. Nær öll kaup eru mikið skuld- sett og hlutabréfin sjálf eru sett að veði. Ef verð á þeim lækkar rýrnar veðið og bankinn grípur til ráðstafana. Send eru út hraðbréf í ábyrgðarpósti um að menn Markaðsmisnotkun fyrir opnum tjöldum verði að setja meiri tryggingar fyrir lánum en áður. Þeir sem ekki vilja lenda í slíku hafa því mikla hagsmuni af því að verðið sé hátt. Menn kaupa ekki bréfin sjálfir í eigin nafni heldur láta ótengda sjóði sem þeir hafa áhrif á sjá um kaupin. Þetta þarf ekki að vera slæmt því að oft hefur sýnt sig að þegar stór hluti í félögum er seldur hefur verðið verið þetta „markaðsverð.“ Hættan er sú að verðið verði slitið úr öllum tengslum við raunveruleikann og menn komist í þrot með fjármagn. Þá er voðinn vís.“ Hagsmunir eigenda Í ákærunni segir: „Landsbankinn, sem útgefandi hlutabréfanna, hafði ríka hagsmuni af því að verð hlutabréfa í bank anum héldist sem hæst, þar sem hátt hlutabréfaverð var til þess fallið að hafa jákvæð áhrif á ímynd bankans gagnvart almenningi sem traustri og trúverðugri fjármálastofnun. Þá var hátt hlutabréfaverð einnig líklegt til að laða að nýja fjárfesta og viðskiptavini og hafa jákvæð áhrif í samskiptum bankans við lánveitendur. Auk þess tók Landsbankinn í miklum mæli veð í eigin hlutabréfum sem tryggingu fyrir endurgreiðslu lána bankana til viðskiptavina. Lækkandi hlutabréfaverð var því til þess fallið að hafa neikvæð áhrif á gæði útlánasafns bankans og versnandi tryggingastaða útlána gat skapað aukna afskriftaþörf sem rýrt hefði afkomu bankans verulega og jafnframt haft mikil áhrif á eiginfjárhlutfall bankans. Hagsmunir stærsta hluthafa bankans, Samsonar eignarhaldsfélags ehf., og eigenda félagsins af hlutabréfaverði Lands- bankans voru einnig verulegir þar sem meirihluti hlutabréfa Samsonar eignar- haldsfélags ehf. í Landsbankanum var veðsettur til tryggingar á endurgreiðslu skulda félagsins hjá innlendum og erlend- um lánastofnunum.“ Síðar stendur: „Í utanþings viðskipt- unum var viðskiptavinum Landsbankans í flestum tilvikum boðið að kaupa hlutabréf í Landsbankanum gegn fullri fjármögnun bankans og að jafnaði aðeins gerð krafa um veð í hinum seldu hlutabréfum til tryggingar endurgreiðslu lánsins. Markaðsáhætta kaupenda af kaupum á hlutabréfunum var því engin en þess í stað sat Landsbankinn uppi með hana.“ Óvenjulegur glæpur var framinn nýlega og munu engin dæmi vera um að sambærilegt afbrot. Opinberlega var fyrst upplýst um þetta alvarlega atferli með eftirfarandi tilkynningu: „Að gefnu tilefni vill stjórn SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar taka fram að flokkurinn mun hvorki bjóða fram í komandi kosningum né lýsa yfir stuðningi við önnur framboð. Stjórn SAMSTÖÐU harmar hvernig frambjóðendur annarra flokka beita blekkingum til að ná til sín stuðningsfólki, stefnu og lausnum flokka eins og SAMSTÖÐU.“ Undir tilkynninguna rita sjö stjórnarmenn í SAMSTÖÐU (en hluti af þýfinu mun vera, að öllum lágstöfum úr nafni hreyfingarinnar var rænt). Sérstakur saksóknari sagði Vísbendingu að rannsókn væri á frumstigi, en það bæri auðvitað að líta mjög alvarlegum augum ef einn flokkur tæki stefnu annars traustataki. Slíkt kynni að varða við höfundarréttarlög, en vildi þó benda stjórnmálahreyfingum á að hyggilegt kynni að vera að skrá stefnu sína og lausnir sem sérstakt vörumerki, til þess að þau verði sem allra best varin. Ríkislögreglustjóri hefur hneppt stuðningsmenn SAMSTÖÐU í gæslu- varð hald til þess að vernda þá fyrir blekk- ingum annarra flokka. Vandinn sem SAM STAÐA lýsir í yfirlýsingu sinni er þó ekki bundinn við hana eina. Samfylkingin (sem grunuð er um að hafa stolið Sam úr nafni SAMSTÖÐU) er líka í vanda. Kristófer Már Kristófersson segir nýlega á bloggi sínu: „Jafnvel Árna Páli hlýtur að vera ljóst að ástandið er grafalvarlegt, stór hluti félaga okkar í gegnum árin hefur gengið til liðs við önnur framboð og það sem meira er, eru á framboðslistum. Þú kýst ekki aðra en sjálfan þig ef þú ert í framboði, nema þú sért einstakur hálfviti!“ Augljóst er að hér vísar Kristófer til frambjóðanda sem bauð sig fram til formanns í Sjálfstæðisflokknum, en hvatti landsfundarfulltrúa til þess að kjósa sig ekki. Sá mun nú leita sér að nýjum flokki, en óvíst er að nokkur vilji taka upp þetta frumlega baráttumál meistarans: Kjósum einhvern annan! bj

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.