Franskir dagar - 01.07.2010, Blaðsíða 15

Franskir dagar - 01.07.2010, Blaðsíða 15
Franskir dagar - Les jours frangais Á ferð flugi í Frakklandi HAFÞOR EIDE Frönsk menning hefur heldur betur fært sig upp á skaftið í mínu lífi síðastliðin ár. Ég datt inn í skipulagsnefnd Franskra daga sumarið 2008 og síðan þá hefur ekki verið aftur snúið. Það má segja að síðustu mánuði hafi þessi áhrif náð nýjum hæðum því ég fékk tækifæri til þess að dveljast í vinabæ Fáskrúðsfjarðar, Gravelines, í tæpt hálft ár. Þama stend ég ásamt frönsku mömmu minni, Edmonde Jourdain, fyrir utan hús fjölskyidunnar við Jean Moulin götu númer 13. Ég var svo heppinn á fá að fara sem sem einn af fulltrúum Fjarðabyggðar í september 2009 á Íslandshátíðina í Gravelines þar sem hjólin fóru að snúast. Tengslin mynduðust, sem var síðan grundvöllurað brottför minni. Þann 8.janúarvar ég síðan á leið í flugvél til Frakklands, þar sem heimkynni yrðu næstu mánuðina. Ég vissi í raun ekki við hverju ég átti almenni- lega að búast. Ég hafði gengið í gegnum áþekka reynslu áður því ég hafði verið skiptinemi í eitt ár á Spáni. Þetta var þó allt annað, að prófa að búa í vinabænum títtnefnda, Gravelines, og kynnast hinum endanum á línunni. Þegar ég mætti til Gravelines var snjór á götum úti, og þar sem ég var með vitlaust símanúmer hafði allt farið í vaskinn með hvernig átti að ná í mig, ég stóð þarna eins og álfur á lestarstöðinni, gjörsamlega grænn af undrun og algjörlega mál- laus í þokkabót. Það reddaðist þó fyrir rest, þökk sé því að Gravelines, sem er þó 13.000 manna bær, er mjög persónulegur bær og maður skynjar ein- hvernveginn að margir kannast við marga. í norður Frakklandi, þar sem Gravelines er stað- sett, ertengingin við ísland mjög sterk. Frá sjávar- svo í ofanálag var annar ungur strákur sem þau hýstu, hundur og síðan köttur síðar meir, svo að það vantaði alls ekki fjörið inn á það heimili. Fyrst leið mér eins og geimveru þarna inni, gat lítið sem ekkert tjáð mig og franskan er nú ekki beint auðveldasta málið sem hægt er að læra. Þetta var svolítið menningarsjokk eins og við var að búast, en þó svipaði þetta meira til íslands en mig grunaði. Til dæmis voru oft sósur með matnum sem ekki er venjan í mörgum löndum, þetta er miklu frjálslyndara allt en ég bjóst við, krakkarnir vaka fram eftir nóttu eins og margir kannast við hérna, mataræðið í heild var nokkuð svipað, þeir borða til dæmis mikið af fiski. Sá hluti neyslumenningarinnar sem snýr að áfengum drykkjum er þó allt annar en hér á íslandi. Mér er mjög minnistætt að ég fór á frumsýningu heimildarmyndar um ísland þar sem ég sá ísland eiginlega með augum útlendings og þar vartalað mikið um drykkjumenningu íslenskra ungmenna, og í augum Frakka eru íslensk ungmenni í raun frábær staður til að vera á. Fólkið er vingjarnlegt og hjálpsamt, fjölskyldan mín var æðisleg, öll að- staða til íþróttaiðkunar er í toppklassa, innviðir samfélagsins eru mjög sterkir, miklu sterkari en ég bjóst við, þetta er mjög menningarlegt samfélag og með mikla og langa sögu að baki. Þessi tími sem ég eyddi þarna rennur mér seint úr minni. Þetta verður vonandi til þess að fleiri ungmenni frá Fjarðabyggð fari til Gravelines og öfugt. Þó ekki nema til þess að keppa í fótbolta eða fyrir minni erindi. Þetta hefur gefið mér allt Kveðjuhóf sem var haldið fyrir mig i ráðuhúsi Gravelines, starfsmenn bæjarins, bæjarfulltrúar, bæjarstjórinn, mömmurnar tvær og maður að nafni Alain, sem er mjög góðurmaðurog hjálpaði mér mikið. Þarna má segja að það sé f]ölskyldumynd. á vinstri hönd fremst erAlain, Edmonde mamma, Bernard pabbi, á hægri hönd fremst er Jóna mamma. ég, Alisia, eldri tengdadóttirin við hliðin á Franfois sem er eidri sonurinn á heimilinu. Ég gat að sjálfsögðu ekki verið hálft ár i Frakklandi án þess að kíkja á Eiffel turninn! byggðunum á þessum slóðum sóttu sjómenn mikið á íslandsmið og markaðist samfélagsgerðin mikið af því. Þeirfrönsku sjómenn sem fóru til íslands eru kallaðir „íslendingarnir" og það er magnað að sjá hvernig minningu þeirra er haldið á lofti. Þarna eru minnisvarðar, kapellur, hátíðarhöld, söfn, félaga- samtök og vinarbæjartengsl sem öll eru tileinkuð lífi þessara sjómanna. Það var því gaman að vera „íslendingurinn" á svæðinu. Allar móttökur voru höfðinglegar og mér leið eins og einhverjum kon- ungbornum á köflum. Ég var það heppinn að fá að búa hjá franskri fjölskyldu sem var samansett af hjónum, tveimur sonum og tengdadætrum þeirra, bara áfengissjúklingar! Það kom einmitt ein spurn- ing utan úr sal: „Hvað er verið að gera til þess að sporna við áfengissýki íslenskra ungmenna?" og ég sem tek yfirleitt virkan þátt í samræðum var alveg að fara yfir um því franskan mín var nú ekki orðin það góð að ég gæti rökrætt mikið um þjóð- málin almennt. Ég kom því þó á brenglaðan hátt frá mér að þetta væri nú ekki jafn stórt vandamál og þau héldu. Frakkar eru miklu meira í þeim gír að fá sér einn og einn drykk við og við. Ég komst svolítið inn í vín- og kampavínsmenninguna þeirra, sem var mjög gaman. Þegar öllu er á botninn hvolft er Gravelines samt aðra sýn á frönsku tengslin og ég geri mér miklu betri grein fyrir því núna að Franskir dagar snúast ekki bara um hoppukastala og tryllta dansleiki, heldur vináttu tveggja bæja sem er ómetanleg fyrir Fáskrúðsfjörð. Það verður gaman að sjá frek- ari afrakstur vináttunnar þegar Franski spítalinn verður endurbyggður, okkur öllum til heilla. Að lokum vil ég hvetja alla til þess að mæta á Franska daga 2010, unga sem aldna, fólkaföllum stærðum og gerðum..það er eitthvað fyrir alla á boðstólnum! Takkfyrirmig! 15

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.