Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 14
Gæði barnabílstóla hafa aukist verulega, sérstaklega fyrir yngstu farþegana, en með hækkandi aldri minnkar öryggið. Vörn gegn hliðarárekstrum er oft ófullnægjandi. Enn eru varhugaverðir stólar til sölu hérlendis. Olís býður upp á einn þeirra. Markaðskönnunin Í markaðskönnun Neytendablaðsins í apríl-maí sl. reyndust vera um 50 gerðir barnabílstóla á markaði á Íslandi. Ódýrustu stólarnir kostuðu um 8.000 kr. en þeir dýrustu um 50 þús. kr. Einnig fengust sjö gerðir af bílsessum en þær eru fyrir stærri börn, þ.e. 6-12 ára eða 22-36 kg. Margar verslanir með barnavörur selja bílstóla en einnig tryggingafélög. Einfaldari og ódýrari gerðir fást oft í byggingavöruverslunum og á bensínstöðvum. Markaðskönnunin er birt í heild á www.ns.is og þar koma fram ítarlegar upplýsingar um alla stólana. Gæðakönnunin 74 gerðir barnabílstóla voru prófaðar í gæðakönnunum International Consumer Research and Testing (ICRT) árin 2007 og 2008. Í maí-apríl síðastliðnum reyndust 14 af þessum stólum vera á markaði hér og eru helstu niðurstöður um þá birtar hér í töflu. Margar gerðir af góðum og öruggum stólum eru seldar hér. Það kann samt að vekja spurningar að hér fást aðeins þrjár gerðir stóla af 35 nýjum gerðum sem ICRT hefur prófað á þessu ári. Hinar gerðirnar 11 á íslenska markaðnum prófaði ICRT fyrri hluta árs 2007. Könnunin var framkvæmd í samræmi við staðalinn ECE R44.04 en ICRT gerir meiri kröfur en felast í honum. Varðandi stóla sem hægt er að nota hvort heldur er með eða án Isofix-festinga miðast heildargæðaeinkunnin við notkun með Isofix. Val á stól Æskilegasta vörnin felst í því að kaupa þrjá bílstóla handa barninu meðan það stækkar og þyngist. Auðvelt er að hafa uppi á góðum stólum fyrir yngstu börnin (0-13 kg) Allir stólarnir í þessum flokki í gæðakönnuninni eru bakvísandi (barnið snýr bakinu í akstursstefnu). Æskilegt er að nota bakvísandi stóla handa börnum upp að 18 kg, eða til tveggja eða þriggja ára aldurs, en erfiðara verður að finna viðeigandi stóla af því tagi eftir því sem barnið stækkar. Árekstrapróf sýna alltaf að rétt festir bakvísandi stólar milda hnögg á hnakka og höfuð. Gæðakannanir ICRT hafa sýnt að almennt eru barnabílstólar varhugaverðari ef þeir eru gefnir upp fyrir breitt þyngdarflokkasvið. Þar er um málamiðlun að ræða; stóllinn mun passa einhverjum þyngdarflokki eða aldri betur en öðrum. Að jafnaði er æskilegt að bílarnir séu með Isofix-festingum. Þær eru staðalbúnaður í nýjum bílum. Sérstaklega þarf að vera á varðbergi gagnvart öryggisvandamálum í stólum fyrir börn í þyngdarflokknum 9-18 kg og ekki hvað síst varðandi högg á hliðar bílsins. Kaupið ekki barnabílstól í snarheitum án þess að kynna ykkur úrvalið á markaðnum og fáið endilega leiðsögn hjá söluaðila. Ef hann er ekki vel að sér um barnabílstóla skuluð þið hiklaust leita annað. Það er grundvallaratriði að auðvelt og fljótlegt sé að festa stólinn og losa og að hann sitji rétt. Höfuð- og hnakkastuðningur á að vera svo hár að höfuð fái raunverulega vörn í árekstri. Olís með varhugaverðan stól Í fyrra fengu átta barnabílstólar falleinkunn hjá ICRT með umsögnunum „undir meðallagi“ eða „lélegur“. Söluaðilar í Danmörku tóku sex þessara stóla af markaði í kjölfarið en haldið var áfram að selja tvær gerðir. Í markaðskönnun Neytendablaðsins, sem gerð var í apríl-maí sl., kom í ljós að annan þessara varhugaverðu stóla, Mothers Choice Midi, er enn verið að selja hérlendis, en hann fékkst á rúmar 9.000 kr. hjá Olís. Stóllinn hefir líka verið seldur undir heitinu IWH Travel Basic. Falleinkunn sína hjá ICRT hlaut hann fyrir lélega vörn í framanákeyrslu og erfiðleika fólks við að nota bílbeltin auk þess sem mikil hætta er á því að stólinn sé festur rangt í bílinn. Hættur Flestir barnabílstólar veita slakasta vörn gagnvart hliðarákeyrslum en slíkar ákeyrslur eru næstalgengustu árekstrarnir. Á þessu sviði fær meirihluti stóla fyrir yngri Barnabílstólar Henta best smábörnum Besti stóllinn f. 0-13 kg. MAXI COSI Cabriofix með Easyfix er besti stóllinn í könnunum ICRT bæði árin 2007 og 2008. Þegar hann kom á markaðinn 2007 útnefndu sumir hann besta barnabílstól sem komið hefði fram. Hann hlaut háar einkunnir í flestu tilliti og hæstu heildargæðaeinkunn sem gefin hefur verið fyrir barnabílstól hjá ICRT, 4,6 (af 5,5 mögulegum). Samt sem áður er hann einn af ódýrari stólunum á markaðnum, fékkst á 18.500 kr. í Fífu. Stóllinn fær aðeins hæstu einkunnina ef Isofix-standur er notaður en hann þarf að kaupa aukalega. Topp stóll f. 0-13 kg. RÖMER Baby Safe Plus er úrvals barnabílstóll og hlaut næsthæstu gæðaeinkunnina (4,5 af 5,5 möguleikum). Hann fékkst hjá Baby Sam á tæplega 17 þús. kr. en viðskiptavinir TM fá góðan afslátt. 14 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.