Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 4
Frá leiðbeininga- og kvörtunarfljónustunni Skaðabætur vegna seinkunar flugs Tveir Danir leituðu til Evrópsku neytendaaðstoðarinnar vegna seink unar á flugi með Icelandair. Báðir áttu bókað far frá New York til Keflavíkur og þaðan áfram til Kaupmannahafnar. Upphafleg brott för frá New York var áætluð kl. 20:35 hinn 31. maí 2010 en henni seinkaði um u.þ.b. sólahring vegna vélarbilunar. Farþegunum var báðum boðin hótelgisting, ferðir til og frá flugvelli og gististað, morg un matur og matarúttektarmiði að upphæð 10 dollarar. Orsök seinkunar ekki óviðráðanleg Evrópska neytendaaðstoðin óskaði eftir ákvörðun Flugmálastjórnar á því hvort umrædd seinkun teldist til komin vegna óviðráðanlegra orsaka eður ei og hvort mennirnir ættu rétt á skaðabótum vegna hennar. Ákvörðun Flugmálastjórnar lá fyrir í byrjun júní og var hún á þá leið að Danirnir ættu hvor um sig rétt á skaðabótum sem námu 600 evrum, en það er sú upphæð sem við á ef um Ameríkuflug er að ræða. Einnig komst Flugmálastjórn að þeirri niðurstöðu að annar aðilinn ætti að auki rétt á endurgreiðslu á matarkostnaði og kostnaði er svaraði til tveggja símtala. Hvað eru óviðráðanlegar aðstæður? Eins og áður segir geta flugfélög þurft að greiða bætur ef seinkun á flugi er meiri en 3 tímar. Það gildir þó ekki ef seinkunin er af völdum óviðráðanlegra aðstæðna. En hvenær er seinkun óvið­ ráðanleg og hvenær ekki? Ekki er hægt að gefa tæmandi lista yfir þau tilvik sem teljast óvið­ ráðanleg en þó er hægt að slá því föstu að eldgos og aðrar nátt úru­ hamfarir, slæm veðurskilyrði, öryggisástæður, ótryggt stjórn mála­ ástand og verkföll teljast óviðráðanlegar aðstæður. Það á einnig við um bilanir í flugvélum sem eru til komnar vegna skemmdar­ eða hryðjuverka. Bilanir af völdum tæknilegra vanda mála sem rekstur flugvéla felur óhjákvæmilega í sér teljast hins vegar almennt ekki til óviðráðanlegra aðstæðna. Ef fluginu seinkar • um 2 tíma eða meira í 1500 km flugi eða styttra • um 3 tíma eða meira í 1500­3500 km flugi • um 4 tíma eða meira í lengra en 3500 km flugi áttu rétt á: • mat og drykk í samræmi við lengd tafarinnar • tveimur símtölum eða tækifæri til að senda tölvupóst þér að kostn aðarlausu • gistingu ef töfin er yfir nótt • flutningi á milli flugvallar og gistiaðstöðu • skaðabótum ef þú kemur 3 tímum eða seinna á áfanga­ stað miðað við upphaflega áætlun, nema seinkunin sé af völdum óviðráðanlegra aðstæðna • ef seinkunin er meiri en 5 tímar áttu rétt á endurgreiðslu á farmiðanum eða nýjum farmiða í annað flug til loka­ ákvörð unarstaðar eins fljótt og auðið er eða við fyrsta hent ug leika fyrir far þega Þú ert kominn út á völl og fluginu seinkar. Hvaða rétt áttu? 4 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2011

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.