Litli Bergþór - 01.12.2012, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.12.2012, Blaðsíða 9
Litli-Bergþór 9 Síðastliðið haust tók til starfa nýr skólastjóri við Grunnskóla Bláskógabyggðar, Hrund Harðardóttir. Hún er Tungnakona í húð og hár, þó hún hafi ekki dvalið hér langdvölum fyrr en nú. Blaðamaður Litla-Bergþórs brá undir sig betri fætinum einn haustdag í byrjun nóvember og fór í heimsókn til henn- ar í skólastjórahúsið í Reykholti, til að spyrja hana spjörunum úr um bakgrunn og framtíðar- áform í Tungunum. Að sjálfsögðu er byrjað á spurningunni um ætt og uppruna. Jú, ég fædd 1973 á Selfossi og uppalin þar, en er Tungnakona í báðar ættir og alin upp sem Tungnamaður. Ættuð frá Gýgjarhóls- koti og Hvítárbakka. Foreldrar mínir eru Ólöf Karlsdóttir frá Gýgjar- hólskoti, fædd 1943, og Hörður Ingvarsson frá Hvítárbakka, fæddur 1927. Faðir minn er látinn, en móðir mín býr enn við góða heilsu á Selfossi með Ólafi Sigursveinssyni frá Norður Fossi í Mýrdal. Það eru stórar fjölskyldur sem standa að mér. Móðursyst- kinin voru níu, þau Helga Karlsdóttir (1928-1997) í Gýgjarhóli, Jón Karlsson (f. 1929) Gýgjarhólskoti, Guðrún Karlsdóttir (Dúna, f. 1931) í Miðdalskoti, Ingimar Karlsson (1932-1987), Guðni Karlsson (f. 1933) Gýgjarhóli, Arnór Karlsson (1935-2009) sem bjó m.a. í Arnarholti og síðast hér í Reykholti, Margrét Karlsdóttir (1936-2006) í Skipholti, Hrun, Gunnar Karlsson (f. 1939) prófessor í Reykjavík og Ólöf móðir mín yngst, búsett á Selfossi. Föðursyst- kinin á Hvítárbakka voru svo 13 talsins: þau Ingvar Ragnar (1918-1997), hann bjó lengst af á Hvítárb- akka og síðar í Reykholti, Ingigerður (f. 1920), Einar (1921-2010), Kristinn (1922-2011), bjó í Austurhlíð, Jóhanna Vilborg (f. 1924), Kormákur (1926-2004), bjó á Sólheimum í Hrunamannahreppi, Hörður (1927-1986), Hárlaugur (1928-2003), í Hlíðartúni, Ragnhildur (1929-2006), Guðrún (f. 1932), Elín (f. 1933), bjó lengst af á Húsatóftum, Skeiðum, Sumar- Viðtal við Hrund Harðardóttur skólastjóra Grunnskóla Bláskógabyggðar liði (f. 1934) og Haukur (1935-2012), en hann bjó með Ingvari bróður sínum á Hvítárbakka og síðar í Reykholti. Eins og sést af þessari upptalningu býr mikið af fólkinu mínu, eða afkomendur þeirra, enn hér í Tung- unum og nágranna- sveitum. Ég á tvö eldri systkini, Sigþrúði, sem starfar sem kennari, fædd 1964 og Valgeir sem er húsa- smiður, fæddur 1966. L-B: Hvernig var skólagöngunni háttað? Ég gekk í skóla á Sel- fossi, fyrst í grunnskóla og fór svo í Fjölbrauta- skólann á Selfossi á félagsfræðibraut. Nokkrum árum síðar fór ég síðan norður á Akureyri í kennaranám og lauk þar námi sem kennari 1999. Eftir grunnnámið hef ég tekið tvær diplómur, fyrst tveggja ára nám í KHÍ í námi og kennslu ungra barna. Síðan aftur í HÍ, eftir að kennaranámið fluttist þangað, í sérkennslufræðum. Nú er ég í framhaldsnámi í stjórn menntastofnana í HÍ, en hef reyndar tekið mér eins til tveggja ára leyfi frá því námi meðan ég er að koma mér inn í starfið hér sem skólastjóri. L-B: Við hvað hefur þú starfað? Milli þess sem ég stundaði nám tók ég mér ýmislegt fyrir hendur. Þegar ég var 21 árs, 1994, fór ég til dæmis til Bolungavíkur og kenndi þar í einn vetur 11 og 12 ára börnum, blaut á bakvið eyrun, nýskriðin úr menntaskóla. Þetta var mjög eftirminnilegur vetur og skemmtilegur, en líka erfiður. Þetta var mesti snjóavetur sem ég hef upplifað, þegar snjóflóðið féll á Súðavík. Eftir kennaranámið varð ég svo kennari í Flúðaskóla í átta ár og síðan deildarstjóri stoðþjónustu í Sunnu- lækjarskóla á Selfossi í fjögur ár, þar til ég kom hing- að í Reykholt á síðasta ári. Ég vann við ýmislegt með námi, var flokksstjóri í un- glingavinnu, vann í Mjólkurbúi Flóamanna, í Lands-

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.