Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 24

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 24
24 Því miður hefur gríðarlega mikið af sögu íslenskrar skipa- og bátaútgerðar glatast með öllu vegna þess einfald- lega að bátunum hefur verið fargað – annað hvort kveikt í þeim á áramótabálum eða þeim einfaldlega sökkt. Ef til vill hefur hugsunarleysi fyrst og fremst ráðið för og fólk almennt ekki áttað sig á hvaða verðmæti eru fólgin í íslenska bátaflotanum. Sem betur fer hafa nokkrir bátar frá síðustu öld varðveist, en því miður alltof fáir. Vissu- lega er íslenska trébáta, bæði árabáta og vélbáta, að finna á nokkrum sjávarminjasöfnum vítt og breitt um landið, en sannast sagna alltof fáa. Ekki þarf að hafa um það mörg orð að þessi fley lögðu grunninn að þeim öfluga sjáv- arútvegi sem við Íslendingar rekum í dag. Einn af þeim mönnum sem lengi hafa haft brennandi áhuga á að varðveita íslenska fiskibáta og sýna þeim verð- ugan sóma er Jón Páll Hall- dórsson á Ísafirði. Hann ritaði nýverið athyglisverða grein í Morgunblaðið þar sem hann hvatti stjórnmálamenn til þess að einhenda sér í það á Al- þingi að stofna til sérstaks skipafriðunarsjóðs, í líkingu við húsafriðunarsjóðs, og veita honum fjármuni til þess að ráðast í endurbætur fjöl- margra fiskibáta sem eru að grotna niður víða um land. Verkþekking sem er að glatast „Bátar voru með töluvert mis- munandi lag eftir byggðarlög- um. Sem dæmi voru allt öðru- vísi bátar smíðaðir á Ísafirði en í Bolungarvík. Sem betur fer hefur Breiðafjarðarlaginu svokallaða verið bjargað. Fyrsti plankabyggði báturinn, Emma VE 219, var smíðaður hér á Ísafirði árið 1919 en endaði daga sína í Hafnarfirði 6. janúar 1968. Það tímabil sem um ræðir er frá ca. 1920 og þangað til farið var að smíða stálbátana um 1980. Á þessum tíma smíðuðum við Íslendingarar okkar báta sjálf- ir og formuðum það lag sem var þekkt á bátunum. Í sam- anburði við sænsku bátana, sem fluttir voru til landsins eftir stríð og kallaðir blöðr- urnar, var lag íslensku bátanna allt öðruvísi. Þeir sænsku voru miklu breiðari og ekki eins gangmiklir og ís- lensku bátarnir,“ segir Jón Páll í samtali við Ægi. Jón Páll nefnir að sú þekk- ing að smíða báta sé einfald- lega að glatast hér á landi, sem sé afar miður. „Hins veg- ar eru ennþá á lífi menn sem gætu miðlað þekkingu sinni til handlaginna manna og þannig varðveitt þessa verk- þekkingu. Hún má einfald- lega ekki hverfa með þeim mönnum sem nú eru komnir á efri ár. Núna er María Júlía, fyrsta björgunarskúta Vest- fjarða, komin hingað, en því miður er engir peningar til til þess að ráðast í viðgerð og endurbætur,“ segir Jón Páll. Bátafriðunarsjóður eins og Húsafriðunarsjóður Jón Páll segir að vissulega hafi menn víða gert vel í þessum efnum og nefnir hann sem dæmi hvalaskoðunar- S J Ó M I N J A R Átaks er þörf í varð- veislu íslenskra báta - segir Jón Páll Halldórsson á Ísafirði og leggur til að stofnaður verði bátafriðunarsjóður Frá upphafi hefur það verið meðvituð stefna hvalaskoðunarfyrirtækisins Norður-Siglingar á Húsavík að bjarga og endurgera íslenska eikarbáta. Þessi bátur, Bjössi Sör, er einn báta Norður-Siglingar. Í mörgum sjóminjasöfnum víða um land er að finna nokkra báta sem vitna um liðna tíð. Þessi mynd var tekin í Sjóminjasafni Safnahússins á Húsavík.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.