Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1938, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1938, Blaðsíða 12
samstarfi við listmálara eða Bandalag íslenzkra listamanna tæki upp baráttu fyrir þessu máli, ef liið opinbera eða Reykjavíkur- bær draga það lengi enn að hefjast þar handa. Iíristinn E. Andrésson. Bréf frá félagsmönnum til Máls og menningar. Sumarið 1937 bárust mér á skotspónum þau tíðindi, að verið væri að undirbúa stofnun nýs bókmenntafélags. Þetta vakti undir- eins athygli mína. Að vísu vissi ég engin deili á þessari stofn- un í fyrstu, en liafði það þó óljóst á tilfinningunni, að hér væri um merka nýjung að ræða. Svo í septembermánuði, síðastiið- ið ár, kom ég snögga ferð til Reykjavíkur. í glugga „Heims- kringlu" sá ég þá auglýsingu frá félaginu Máli og menningu, um áforln jiess og hin óviðjafnanlegu kostakjör, sem það bauð fé- lögum sinum að njóta. Ástæður leyfðu mér ekki að ganga í fé- lagið þá, en ég ákvað þá strax að ganga í það síðar. Svo liðu nokkrar vikur, og ég dvaldi austur i fábreytni sveitalifsins, við hin daglegu störf fólksins. En svo, eitt kyrlátt haustkvöld, kom ég aftur til bæjarins. Fyrsta verk mitt var að bregða mér inn i „Heimskringlu", Laugaveg 38, og innrita mig þar í félagið. Mér fannst, þegar ég fór út aftur, að ég liafa unnið einhvern glæsilegan sigur. Þarna var einmitt margra ára draumur að ræt- ast: að geta eignazt góðar bækur með þeim kjörum, sem við- ráðanleg voru, mitt i fátækt almennings. Og byrjunin var strax glæsileg. „Vatnajökull", „Rauðir penn- ar“, tvær stórar, eigulegar bækur. Þær báðar líkuðu mér ágæt- lega. „Vatnajökull" lýsir frábærlega vel hinum risavöxnu öfl- um, sem maðurinn á oft við að striða, hér heima á íslandi. „Rauðir pennar“ eru einnig mjög læsilegir á sína visu. Síðan liður fram í byrjun marz þ. á. Þá kemur „Móðirin" eftir Gorki. Ég hafði búizt við henni góðri, en aldrei gert mér hana í hugarlund jafn hrífandi fagra og glæsilega. Ég hika ekki við að segja, að það er sú bezta skáldsaga, sem ég hef lesið, og ég bið i tilhlökkun eftir framhaldi hennar næsta ár. Ég held, að menn geti lesið hana sér til unaðs og gagns, hverja skoðun svo sem þeir kunna að hafa á deilumálum þjóðfélagsins. Ég hef nú þegar lesið hana oft. Hún er ávallt jafn hrífandi, og þó er hún svo einföld, svo sönn, mitt i fjölbreyttni sinni. Ég held, að enginn geti gleymt þeim anda kærleikans, sem streymir gegnum bókina alla, heldur haldi áfram að þrá þá fegurð, sem ÍO

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.