Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 9

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 9
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 9 LOFTUR GUTTORMSSON MeNNTavíSiNdaSviði HáSkóLa íSLaNdS Aðdragandi þemanáms í Kennaraháskóla Íslands: Átakaþáttur í sögu kennara- menntunar 1975–1978 Rakinn er sögulegur aðdragandi þess að þemanámsskipan var tekin upp í Kennaraháskóla Íslands (KHÍ) haustið 1978, sjö árum eftir að menntun grunnskólakennara hafði verið færð upp á háskólastig. Af hálfu stjórnvalda hafði verið stefnt að því að löggjöf um grunnskóla og um KHÍ héldust í hendur en ýmsar ytri aðstæður og hefðarfesta torvelduðu stjórnendum og starfsliði skól- ans að móta námsskipan er svaraði kröfum um virka þekkingaröflun og samþættingu kennslu- greina og uppeldisfræði. Þetta leiddi til langvinnrar óánægju og andófs af hálfu nemenda sem kröfðust með vaxandi þunga virkra námshátta og uppeldis- og kennslufræðivæðingar (peda- gógiseringar) kennaranámsins. Ágreining nemenda og skólastjórnar á tímabilinu 1975–1978 var reynt að leysa skref fyrir skref með því að móta farvegi fyrir samstarf nemenda og kennara að þróun nýrra náms- og kennsluhátta. Hvössust urðu átökin skólaárið 1977–1978 en þau enduðu með samkomulagi um nýja náms- og kennsluskipan, hið svonefnda þemanám. Nemendaandófið í KHÍ á seinni helmingi áratugarins skapaði skilyrði fyrir því að upphafleg áform um samhliða umbætur á grunnmenntun í landinu og almennri kennaramenntun náðu brátt fram að ganga. Efnisorð: Kennaramenntun, andóf nemenda, þemanám, samþætting, námskrár- breytingar inn gang Ur Haft er fyrir satt að fram eftir síðustu öld hafi umbætur í fræðslumálum gengið hægt (Fragnière, 1980); undan þessu var kennaramenntun ekki þegin nema síður sé. Breytingar á henni vildu einatt fylgja hægt á eftir umbreytingum á hinu almenna fræðslukerfi (Imig og Switzer, 1996). Sé miðað við lagasetningu í menntamálum á þriðja aldarfjórðungnum ásannast þetta á Norðurlöndum að undanskildu Finnlandi (Gyða Jóhannsdóttir, 2008; Kallós og Selander, 1993, bls. 211–216; Simola, 1993, bls. 161–168) og Íslandi. Hér á landi vildi svo til að ný löggjöf var sett um kennaramenntun (Lög um Kennaraháskóla Íslands nr. 38/1971) þremur árum áður en frumvarp til laga Uppeldi og menntun 24. árgangur 1. hefti 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.